108. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 28, júní 2007 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir: Ingimar Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.
Dagskrá:
- Fundarsetning
- Umsókn frá byggingarfélaginu Smára ehf. Vattarási 5 Garðabæ um byggingu 4ra íbúða húss á lóðinni nr. 27 við Melabraut samkv. uppdráttum Sigurðar Kjartanssonar byggingarfræðings ásamt niðurrif á eldra húsi.
- Tekin fyrir að nýju umsókn frá Valdimar Ólafssyni fh. Fimis ehf. Skrúðási 14 Garðabæ um niðurrif húsanna að Suðurmýri 36 og 38 og byggingu nýrra fjölbýlishúsa á lóðunum samkv. breyttum uppdráttum Péturs Arnar Björnssonar arkitekts.
- Tekin fyrir að nýju umsókn frá Önnu B. Ísaksdóttur Lindarbraut 28 um viðbyggingu ásamt breytingu á innra skipulagi hússins að Lindarbraut 28 samkv. breyttum uppdráttum Arnar Þórs Halldórssonar arkitekts.
- Erindi frá Guðrúnu Fanneyju Sigurðardóttur fh. Bility á Íslandi Bygggörðum 10 þar sem sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði að Bygggörðum 10 í íbúðarhúsnæði með vinnustofu samkv. uppdráttum Guðrúnar F. Sigurðardóttur arkitekts.
- Tekið fyrir að nýju erindi frá Björgu Fenger og Jóni Sigurðssyni þar sem sótt er um leyfi til að rífa húsið að Unnarbraut 19 og byggja nýtt á lóðinni samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts.
- Skipulag Bygggarðasvæðis.
- Erindi frá Ívari Erni Guðmundssyni arkitekti f.h. Ástu Pétursdóttur varðandi umsókn hennar um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala.
- Fundur settur af formanni kl. 8:05.
- Umsókn frá byggingarfélaginu Smára ehf. Vattarási 5 Garðabæ um byggingu 4ra íbúða húss á lóðinni nr. 27 við Melabraut samkv. uppdráttum Sigurðar Kjartanssonar byggingarfræðings ásamt niðurrif á eldra húsi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í umsóknina en frestar lokaafgreiðslu. Niðurrif eldra húss samþykkt.
- Tekin fyrir að nýju umsókn frá Valdimar Ólafssyni fh. Fimis ehf. Skrúðási 14 Garðabæ um niðurrif húsanna að Suðurmýri 36 og 38 og byggingu nýrra fjölbýlishúsa á lóðunum samkv. breyttum uppdráttum Péturs Arnar Björnssonar arkitekts.
Umsókninni synjað á grundvelli aðkomu frá Eiðismýri og fjölda bílastæða.
- Tekin fyrir að nýju umsókn frá Önnu B. Ísaksdóttur Lindarbraut 28 um viðbyggingu ásamt breytingu á innra skipulagi hússins að Lindarbraut 28 samkv. breyttum uppdráttum Arnar Þórs Halldórssonar arkitekts.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar er eftir umsögn deiliskipulagshöfundar um málið.
- Erindi frá Guðrúnu Fanneyju Sigurðardóttur fh. Bility á Íslandi Bygggörðum 10 þar sem sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði að Bygggörðum 10 í íbúðarhúsnæði með vinnustofu samkv. uppdráttum Guðrúnar F. Sigurðardóttur arkitekts. Frestað.
- Tekið fyrir að nýju erindi frá Björgu Fenger og Jóni Sigurðssyni þar sem sótt er um leyfi til að rífa húsið að Unnarbraut 19 og byggja nýtt á lóðinni samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts.
Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.
- Skipulag Bygggarðasvæðis.
Lögð voru fram af Hornsteinum arkitektum ný gögn í málinu.
- Erindi frá Ívari Erni Guðmundssyni arkitekti fh. Ástu Pétursdóttur varðandi umsókn hennar um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala.
Frestað til næsta fundar.
Fundi slitið kl. 10:05
Ingimar Sigurðsson (sign)
Ólafur Egilsson (sign)
Þórður Ó. Búason (sign)
Stefán Bergmann (sign)
Erna Gísladóttir (sign)