Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

106. fundur 03. maí 2007

106. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 03, maí 2007 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir,  og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Ólafur Egilsson boðaði forföll.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

 

Dagskrá:

1.         Fundarsetning

2.         Breyting á deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða.                                         

3.         Umsókn frá Hildi S. Aðalsteinsdóttur Tjarnarmýri 3 um breytingu á innra skipulagi ásamt lokun á svölum hússins að Vesturströnd 3 samkvæmt uppdráttum Hauks Viktorssonar arkitekts.

4.         Erindi frá Leó Jónssyni fh. Íslenskra aðalverktaka hf. þar sem sótt er um að sett verði kvöð um lagnaleið á lóðinni nr. 2-8 á Hrólfsskálamel vegna orkuveitu.

5.         Umsókn frá Önnu B. Ísaksdóttur Lindarbraut 28 um viðbyggingu ásamt breytingu á innra skipulagi hússins að Lindarbraut 28 samkv. uppdráttum Arnar Þórs Halldórssonar arkitekts.

6.         Umferðarmál. Teknar fyrir tillögur Gunnars Inga Ragnarssonar verkfræðings um umferðarmál í bæjarfélaginu.

7.         Erindi frá Sveitarfélaginu Álftanes um samstarf við rekstur hafna á Seltjarnarnesi og Álftanesi.

8.         Tekin fyrir fyrirspurn frá fulltrúa Neslistans varðandi reglur um auglýsingaskilti í bæjarfélaginu frá síðasta fundi.

9.         Erindi frá Kristjáni Bjartmarssyni fh. húsfélagsins að Austurströnd 14 um leyfi til að setja upp skiltið Vindás á húsið að Austurströnd 14.

10.     Lagðir fram af Ögmundi Skarphéðinssyni arkitekti f.h.. ÍAV. hf. breyttir uppdrættir að fjölbýlishúsi á Hrólfsskálamel.

11.     Dælustöð við Tjarnarstíg.

 

1.  Fundur settur af formanni kl. 8:07.

 

2.  Breyting á deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða.

Lögð fram af arkitektum Hornsteina tillaga að breytingu á deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða vegna byggingar áhorfendastúku, vallarhúss og stækkunar fimleikasalar við íþróttamiðstöð.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti framlagða tillögu og vísar henni til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu.

 

3. Umsókn frá Hildi S. Aðalsteinsdóttur Tjarnarmýri 3 um breytingu á innra skipulagi ásamt lokun á svölum hússins að Vesturströnd 3 samkvæmt uppdráttum Hauks Viktorssonar arkitekts.

Samþykkt.

 

4.  Erindi frá Leó Jónssyni fh. Íslenskra aðalverktaka hf. þar sem sótt er um að sett verði kvöð um lagnaleið á lóðinni nr. 2-8 á Hrólfsskálamel vegna orkuveitu.

Samþykkt.

 

5.  Umsókn frá Önnu B. Ísaksdóttur Lindarbraut 28 um viðbyggingu ásamt breytingu á innra skipulagi hússins að Lindarbraut 28 samkvæmt uppdráttum Arnar Þórs Halldórssonar arkitekts. Frestað og jafnframt er óskað eftir áliti deiliskipulagshöfundar á umsókninni.

 

6.  Umferðarmál. Teknar fyrir tillögur Gunnars Inga Ragnarssonar verkfræðings um umferðarmál í bæjarfélaginu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir tillögurnar samhljóða sem stefnumörkun nefndarinnar í umferðarmálum á Seltjarnarnesi og vísar tillögunum til tæknideildar til frekari útærslu.

 

7.  Erindi frá Sveitarfélaginu Álftanes um samstarf við rekstur hafna á Seltjarnarnesi og Álftanesi.

Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að nú stendur yfir vinna við hugmyndasamkeppni um hafnarsvæðið á Seltjarnarnesi. Að öðru leyti mun tæknideildin kynna núverandi stöðu mála varðandi höfnina.

 

8. Tekin fyrir eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúum Neslistans varðandi reglur um auglýsingarskilti í bæjarfélaginu.

Fyrirspurn frá fulltrúum Neslistans.

Byggingarnefnd hefur ábyrgð að bera í skiltamálum sbr. byggingarreglugerð. Í grein 72.4 um skilti segir, að sá sem óskar leyfis til að setja upp skilti skal senda um það skriflega umsókn til byggingarnefndar.

Hvaða reglur gilda um auglýsingaskilti á opinberum stöðum á Seltjarnarnesi (útivið og í opinberum byggingum)? Hvenær var skiltið við sundlaugina samþykkt?

                                 Ranhildur Ingólfsdóttir/Stefán Bergmann

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur tæknideild að forma drög að reglum um auglýsingaskilti í bænum og leggja fyrir nefndina.

 

9. Erindi frá Kristjáni Bjartmarssyni fh. húsfélagsins að Austurströnd 14 um leyfi til að setja upp skiltið Vindás á húsið að Austurströnd 14.

Skipulags- og mannvirkjanefnd fellst ekki á meðfylgjandi hugmynd að skilti en lýsir sig reiðubúna í samstarf við húsfélagið um hóflega útfærslu að skilti. Ennfremur bendir nefndin á, að í mótun eru reglur um skilti í bæjarfélaginu. 

 

10. Lagðir fram af Ögmundi Skarphéðinssyni arkitekti fh. ÍAV hf. breyttir uppdrættir að fjölbýlishúsi á Hrólfsskálamel.

Samþykkt.

 

11. Dælustöð við Tjarnarstíg.

Lögð fram af bæjarstjóra gögn varðandi byggingu dælustöðvar við Tjarnarstíg.

 

14.  Fundi slitið kl. 10:00

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Stefán Bergmann  (sign)

Erna Gísladóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?