104. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn miðvikudaginn 21, mars 2007 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir: Ingimar Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Erna Gísladóttir, og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.
Dagskrá:
1. Fundarsetning
2. Skipulag Bygggarða – Sefgarðasvæðis. Á fundinn mætir Oddur Víðisson frá Þyrpingu.
3. Lögð fram bókun Æskulýðs- og íþróttaráðs frá 8. janúar s.l. varðandi stækkun á fimleikaaðstöðu, sem vísað var til nefndarinnar af bæjarstjórn.
4. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Margréti Lind Ólafsdóttur og Jóhanni Pétri Reyndal Skólabraut 16 um stækkun hússins að Hofgörðum 21 samkv. uppdráttum Hildar Bjarnadóttur arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.
5. Umsókn frá Guðjóni G. Daníelssyni Nesbala 23 um samþykki reyndarteikninga af Nesbala 23.
6. Umsókn frá Rúnari Unnþórssyni, Sigþóru Bergsdóttur og Öldu Sigurðardóttur Nesvegi 123 um samþykki reyndarteikninga af Nesvegi 123 vegna eignaskiptasamnings.
7. Umsókn um byggingarleyfi f.h. Vðars Böðvarssonar Látraströnd 56 vegna viðbyggingar við húsið að Látraströnd 56.
8. Umsókn frá Sigríði Sigmundsdóttur og Hermanni Ársælssyni Miðbraut 16 um byggingarleyfi vegna breytinga á Miðbraut 16.
9. Umsókn frá fasteignafélaginu B-16 Granaskjóli 64 Rvk.. um byggingarleyfi fyrir nýju húsi að Nesvegi 107 skv. uppdráttum Friðriks Friðrikssonar arkitekts og jafnframt er sótt um leyfi til að rífa eldra hús.
10. Erindi frá Bryndísi Loftsdóttur Sæbraut 4 vegna hraðaksturs á Skerjabraut.
11. Tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til vegaáætlunar 2007 – 2010 og langtímaáætlunar til 2018 um forgangsröðun vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu.
12. Bréf slööviliðsstjóra vegna óleyfilegra íbúða í atvinnuhúsnæði á starfssvæði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
13. Bréf frá Leiðum ehf Aðalstræti 21 Bolungarvík um að hafin verði undirbúningur að gjaldtöku vegna aksturs ökutækja á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu.
14. Tekið fyrir að nýju erindi frá Þorsteini Guðjónssyni og Bjargeyju Aðalsteinsdóttur Bakkavör 8 um byggingu garðhýsis , sólpalls ásamt uppsetningu heits potts á lóðinni nr. 8 við Bakkavör. Niðurstaða grenndarkynningar.
15. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala samkvæmt uppdráttum Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts.
1. Fundur settur af formanni kl. 8:05.
2. Skipulag Bygggarða og Sefgarðasvæðis. Á fundinn mætti Oddur Víðisson frá Þyrpingu.
Gerði Oddur grein fyrir aðdraganda og hugmyndavinnu um íbúðabyggð á svæðinu sem Þyrping hf. hefur unnið að. Vék Oddur síðan af fundi.
3. Lögð fram bókun Æskulýðs- og íþróttaráðs frá 8. janúar s.l. varðandi stækkun fimleikaaðstöðu, sem vísað var til nefndarinnar af bæjarstjórn.
Hornsteinum og VSÓ falið að vinna að breytingu á deiliskipulagi skóla og íþróttasvæðis og leggja fyrir nefndina.
4. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Margréti Lind Ólafsdóttur og Jóhanni Pétri Reyndal Skólabraut 16 um stækkun hússins að Hofgörðum 21 samkv. uppdráttum Hildar Bjarnadóttur arkitekts.
Niðurstaða grenndarkynningar. Engar athugasemdir bárust og er umsóknin samþykkt.
5. Umsókn frá Guðjóni G. Daníelssyni Nesbala 23 um samþykki reyndarteikninga af Nesbala 23. Samþykkt.
6. Umsókn frá Rúnari Unnþórssyni, Sigþóru Bergsdóttur og Öldu Sigurðardóttur Nesvegi 123 um samþykki reyndarteikninga af Nesvegi 123 vegna eignaskiptasamnings.
Samþykkt.
7. Umsókn um byggingarleyfi f.h. Viðars Böðvarssonar Látraströnd 56 vegna viðbyggingar við húsið að Látraströnd 56. Samþykkt.
8. Umsókn frá Sigríði Sigmundsdóttur og Hermanni Ársælssyni Miðbraut 16 um byggingarleyfi vegna breytinga á Miðbraut 16. Frestað. Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
9. Umsókn frá fasteignafélaginu B-16 Granaskjóli 64 Rvk. um byggingarleyfi fyrir nýju húsi að Nesvegi 107 samkv. uppdráttum Friðriks Friðrikssonar arkitekts og jafnframt er sótt um leyfi til að rífa eldra hús. Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu. Jafnframt er óskað eftir fullkomnu lóðarblaði.
10. Erindi frá Bryndísi Loftsdóttur Sæbraut 4 vegna hraðaksturs á Skerjabraut.
Erindinu vísað til tæknideildar til frekari útfærslu.
11. Lagðar fram tillögur sveitarfélaganna á höuðborgarsvæðinu til vegaáætlunar 2007 – 2010 og langtímaáætlunar til 2018 um forgangsröðun vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu.
12. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra vegna óleyfilegra íbúða í atvinnuhúsnæði á starfssvæði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
13. Lagt fram bréf frá Leiðum ehf Aðalstræti 21 Bolungarvík um tillögu að því að hafin verði undirbúningur að gjaldtöku vegna aksturs ökutækja á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu.
14. Tekið fyrir að nýju erindi frá Þorsteini Guðjónssyni og Bjargeyju Aðalsteinsdóttur Bakkavör 8 um byggingu garðhýsis, sólpalls ásamt uppsetningu heits potts á lóðinni nr. 8 við Bakkavör. Niðurstaða grenndarkynningar.
Athugasemdir bárust frá einum nágranna. Frestað og byggingarfulltrúa falið að afla nákvæmari uppdrátta og óska jafnframt eftir umsögn forvarnardeildar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
15. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala samkvæmt breyttum uppdráttum Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts. Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.
16. Fundi slitið kl. 10:15
Ingimar Sigurðsson (sign)
Ólafur Egilsson (sign)
Þórður Ó. Búason (sign)
Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)
Erna Gísladóttir (sign)