Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

99. fundur 16. nóvember 2006

99. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 16, nóvember 2006 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.     

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Ólafur Egilsson, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir,  og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

Dagskrá:

1.         Fundarsetning

2.         Umferðarmál. Á fundinn mætir Gunnar Ingi Ragnarsson verkfræðingur.

3.         Tekið fyrir að nýju erindi frá G. Oddi Víðissyni f.h. Þyrpingar hf. vegna landfyllingar við Norðurströnd.

4.         Tekið fyrir að nýju erindi frá Sigurði Halldórssyni fh. Glámu-Kím arkitekta varðandi tillögu að deiliskipulagi lóðanna að Skerjabraut 1-3.

5.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ingigerði Jónsdóttur um leyfi til að rífa húsið að Sæbraut 13 og byggja nýtt samkv. breyttum uppdráttum Kristjáns Garðarssonar arkitekts.

6.         Deiliskipulag skóla- og íþróttasvæða. Niðurstaða auglýsingar.

7.         Umsókn frá Albert Þór Magnússyni fh. Atlantsolíu um lóð á mótum Nesvegar og Suðurstrandar.

8.         Erindi frá Árnýju Jakobsdóttur og Ívari Ívarssyni Miðbraut 34 varðandi leyfi fyrir stækkun hússins að Miðbraut 34.

9.         Tekið fyrir að nýju erindi frá Önnu Soffíu Gunnarsdóttur og Ólafi Kvaran Barðaströnd 1 varðandi leyfi fyrir þegar reistri skjólgirðingu á suðurlóð Barðastrandar 1. Niðurstaða grenndarkynningar.

10.     Tekin fyrir að nýju umsókn frá Makron ehf. Gnitanesi 6 Rvk. um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 2 við Tjarnarmýri samkv. uppdráttum Þorgeirs Þorgeirssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.

11.     Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala samkvæmt breyttum uppdráttum Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts.

12.     Tekið fyrir að nýju erindi frá Helgu Í. Pálmadóttur Lindarbraut 11 um stækkun á eldhúsi hússins að Lindarbraut 11 með útbyggingu samkv. uppdráttum Sævars Geirssonar byggingartæknifræðings.

13.     Tekin fyrir 2 erindi frá Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra Kópavogs varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. 

 

1. Fundur settur af formanni kl. 8:08.

 

2. Umferðarmál. Á fundinn mætti Gunnar Ingi Ragnarsson verkfræðingur ásamt samstarfsmanni sínum Önnu G. Stefánsdóttur.

Gerði Gunnar nefndinni grein fyrir vinnu sinni við heildarúttekt á umferðarmálum í bæjarfélaginu. Ákveðið var að taka málið fyrir að nýju á næsta fundi. Viku Gunnar og Anna síðan af fundi.

 

3. Tekið fyrir að nýju erindi frá G. Oddi Víðissyni fh. Þyrpingar hf.vegna landfyllingar við Norðurströnd.

Formaður skipulags- og mannvirkjanefndar leggur fram eftirfarandi tillögu:

Skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness hefur haft til meðferðar umsókn Þyrpingar ehf um landfyllingu undir verslunarmiðstöð við Norðurströnd, þrátt fyrir að í nýsamþykktu aðalskipulagi Seltjarnarness, sem gildir til 2024, sé ekki gert ráð fyrir landfyllingum af neinu tagi.

Fulltrúar nefndarinnar hafa átt nokkra fundi með Þyrpingu, þar sem lögð hefur verið áhersla á þá skoðun nefndarinnar, að miðstöð verslunar og þjónustu á Seltjarnarnesi eigi að vera á Eiðistorgi til frambúðar. Í samræmi við það beri að leggja höfuðáherslu á frekari útfærslu og eflingu torgsins með hagsmuni íbúa bæjarfélagsins að leiðarljósi.

Nefndin getur ekki fallist á framkomið erindi Þyrpingar heldur áréttar framangreinda grundvallarafstöðu sína.

Æskilegt er að áframhaldandi vinna við verkefnið fari fram í sem nánustu samráði við skipulags- og mannvirkjanefnd.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

4.  Tekið fyrir að nýju erindi frá Sigurði Halldórssyni fh. Glámu-Kím arkitekta varðandi tillögu að deiliskipulagi lóðanna að Skerjabraut 1-3.

Nefndin samþykkti samhljóða að auglýsa deiliskipulagstillöguna með þeirri athugasemd að einungis verði um eina inn og útkeyrslu verði að ræða á lóðinni, sem fjærst gatnamótunum við Nesveg.

Einnig verði sýnd með punktalínu á upplýsingablaði með deiliskipulagstillögunni hæð bygginga við Nesveg og Skerjabraut (götumynd) fyrir uppbyggingu á lóðinni.

 

5. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ingigerði Jónsdóttur um leyfi til að rífa húsið að Sæbraut 13 og byggja nýtt samkv. breyttum uppdráttum Kristjáns Garðarssonar arkitekts.

Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

 

6.  Deiliskipulag skóla- og íþróttasvæða. Niðurstaða auglýsingar.

Ráðgjöfum nefndarinnar þeim Ögmundi Skarphéðinssyni og Grími M. Jónassyni var falið að leggja fram tillögu að svörum við athugasemdum á næsta fundi nefndarinnar.

 

7.  Umsókn frá Albert Þór Magnússyni fh. Atlantsolíu um lóð á mótum Nesvegar og Suðurstrandar.

Umsókninni hafnað samhljóða.

 

8.  Erindi frá Árnýju Jakobsdóttur og Ívari Ívarssyni Miðbraut 34 varðandi leyfi fyrir stækkun hússins að Miðbraut 34.

Afgreiðslu erindisins frestað en nefndin bendir jafnframt á að deiliskipulagstillaga vesturhverfisins er í auglýsingu en þar er ekki gert ráð fyrir tveggja hæða húsi á lóðinni.

 

9.  Tekið fyrir að nýju erindi frá Önnu Soffíu Gunnarsdóttur og Ólafi Kvaran Barðaströnd 1 varðandi leyfi fyrir þegar reistri skjólgirðingu á suðurlóð Barðastrandar 1. Niðurstaða grenndarkynningar. Athugasemdir bárust frá þremur húseigendum.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Stefán vék af fundi.

 

10.  Tekin fyrir að nýju umsókn frá Makron ehf Gnitanesi 6 Rvk. um byggingi einbýlishúss á lóðinni nr. 2 við Tjarnarmýri samkv. uppdráttum Þorgeirs Þorgeirssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.

Byggingarfulltrúa falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við umsækjanda.

 

11.  Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala samkvæmt breyttum uppdráttum Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts. Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

 

12.  Tekið fyrir að nýju erindi frá Helgu Í. Pálmadóttur Lindarbraut 11 um stækkun á eldhúsi hússins að Lindarbraut 11 með útbyggingu samkv. uppdráttum Sævars Geirssonar byggingartæknifræðings.

Erindinu hafnað þar sem útbyggingin fer út fyrir byggingarreit.

 

14.     Tekin fyrir 2 erindi frá Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra Kópavogs varðandi breytingu á

svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Nefndin gerir ekki athugasemd við breytingarnar.

 

15.  Fundi slitið kl. 10:20 

  

Ingimar Sigurðsson (sign)

Ólafur Egilsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Erna Gísladóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?