94. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 17, ágúst 2006 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir: Ingimar Sigurðsson, Friðrik Friðriksson, Ólafur Egilsson, Erna Gísladóttir, Stefán Bergmann, og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.
Dagskrá:
1. Fundarsetning
2. Erindi frá G. Oddi Víðissyni f.h. Þyrpingar hf. þar sem óskað er eftir því að félaginu verði úthlutað svæði við Norðurströnd til landfyllingar og heimild til að reisa þar húsnæði fyrir verslun og þjónustu..
3. Deiliskipulag Vesturhverfis. Á fundinn mætir Valdís Bjarnadóttir arkitekt.
4. Deiliskipulag skóla og íþróttasvæða.
5. Deiliskipulag Hrólfsskálamels. Niðurstaða auglýsingar.
6. Tekið fyrir að nýju erindi frá Bjarna Geir Alfreðssyni varðandi byggingu útivistar, ferðaþjónustu og söguhúss við Snoppu..
7. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ingigerði Jónsdóttur um leyfi til að rífa húsið að Sæbraut 13 og byggja nýtt samkvæmt uppdráttum Kristjáns Garðarssonar akitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.
8. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala samkvæmt uppdráttum Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.
9. Erindi frá Önnu Soffíu Gunnarsdóttur og Ólafi Kvaran Barðaströnd 1 varðandi leyfi fyrir þegar reistri skjólgirðingu á suðurlóð Barðastrandar 1.
10. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Erlendi Gíslasyni og Kristjönu Skúladóttur um stækkun hússins að Bollagörðum 24 samkvæmt uppdráttum Hans Olav Andersen akitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.
11. Umsókn frá Valdimar Ólafssyni fh. Fimis ehf. um niðurrif húsanna að Suðurmýri 36 og 38 og byggingu nýrra fjölbýlishúsa samkvæmt uppdráttum Péturs Arnars Björnssonar arkitekts.
12. Umsókn frá Jóni Þór Hjaltasyni Nesbala 48 um stækkun hússins að Unnarbraut 6 samkvæmt uppdráttum Jóns M. Halldórssonar byggingarfræðings.
13. Erindi frá Páli Magnússyni bæjarritara Kópavogs vegna óverulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
14. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Erni V. Skúlasyni og Kristínu Lárusdóttur um leyfi fyrir viðbyggingu við húsið að Unnarbraut 15.
15. Önnur mál.
16. Fundarslit.
1. Fundur settur af formanni kl. 08:08.
2. Erindi frá G. Oddi Víðissyni f.h. Þyrpingar ehf. þar sem óskað er eftir því að félaginu verði úthlutað svæði við Norðurströnd til landfyllingar og heimild til að reisa þar húsnæði fyrir verslun og þjónustu. Á fundinn mættu þeir G. Oddur Víðisson framkvæmdastjóri Þyrpingar og Aðalsteinn Snorrason arkitekt.
Gerðu þeir grein fyrir hugmyndum félagsins að landfyllingu við Norðurströnd sem lausn á verslunarmálum á Seltjarnarnesi. Oddur og Aðalsteinn viku af fundi.
3. Deiliskipulag Vesturhverfis. Á fundinn mætti Valdís Bjarnadóttir arkitekt.
Lagði Valdís fram og fór yfir tillögu að svörum við athugasemdum sem bárust á kynningarferlinum. Ennfremur gerði hún grein fyrir nánari skilgreiningum á skipulagskortinu.
Stefnt er að afgreiðslu deiliskipulagsins á næsta fundi. Valdís vék af fundi.
4. Deiliskipulag skóla og íþróttasvæða. Á funinn mættu Ögmundur Skarphéðinsson frá Hornsteinum og Grímur M. Jónasson frá VSÓ.
Fóru ráðgjafarnir yfir tillögu að forsögn að deiliskipulaginu. Óskað var eftir því við ráðgjafana að þeir leggi fram tillögu að deiliskipulagi skóla og íþróttasvæða á næsta fundi.
Friðrik Friðriksson vék af fundi.
5. Deiliskipulag Hrólfsskálamels. Niðurstaða auglýsingar.
Lagðar voru fram þær athugasemdir sem borist hafa. Ögmundi og Grími var falið að leggja fram tillögu að svörum á næsta fundi nefndarinnar. Ráðgjafarnir viku af fundi.
6. Tekið fyrir að nýju erindi frá Bjarna Geir Alfreðssyni um byggingu útivistar, ferðaþjónustu og söguhúss við Snoppu. Frestað og jafnframt er vísað til 4. liðar fundargerðar frá 9. febrúar 2006.
7. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ingigerði Jónsdóttur um leyfi til að rífa húsið að Sæbraut 13 og byggja nýtt samkv. uppdráttum Kristjáns Garðarssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.
Vegna fram kominna athugasemda nágranna er formanni og byggingarfulltrúa falið ræða við umsækjanda og hönnuð hússins og gera þeim grein fyrir athugasemdunum.
8. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ástu Pétursdóttur Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 36 við Nesbala samkvæmt uppdráttum Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar. Engar athugasemdir bárust og er umsóknin samþykkt.
9. Erindi frá Önnu Soffíu Gunnarsdóttur og Ólafi Kvaran Barðaströnd 1 varðandi leyfi fyrir þegar reistri skjólgirðingu á suðurlóð Barðastrandar 1. Samþykkt var að senda málið í grenndarkynningu.
10. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Erlendi Gíslasyni og Kristjönu Skúladóttur um stækkun hússins að Bollagörðum 24 samkvæmt uppdráttum Hans-Olav Andersen arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar. Engar athugasemdir bárust og er umsóknin samþykkt.
11. Umsókn frá Valdimar Ólafssyni fh. Fimis ehf. um niðurrif húsanna að Suðurmýri 36 og 38 og byggingu nýrra fjölbýlishúsa samkvæmt uppdráttum Péturs Arnars Björnssonar arkitekts. Frestað til næsta fundar.
12. Umsókn frá Jóni Þór Hjaltasyni Nesbala 48 um stækkun hússins að Unnarbraut 6 samkvæmt uppdráttum Jóns M. Halldórssonar byggingarfræðings. Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.
13. Erindi frá Páli Magnússyni bæjarritara Kópavogs vegna óverulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.
14. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Erni V. Skúlasyni og Kristínu Lárusdóttur um leyfi fyrir viðbyggingu við húsið að Unnarbraut 15. Frestað til næsta fundar.
15. Önnur mál.
a. SB lagði til að mótuð verði með þátttöku skipulagsnefndar stefna um frágang og útlit gangstétta sem nú er áætlað að endurnýja.
b. Byggingarfulltrúa falið að afla gagna um landareign bæjarins utan bæjarmarka.
16. Fundi slitið kl. 11:10
Ingimar Sigurðsson (sign)
Friðrik Friðriksson (sign)
Ólafur Egilsson (sign)
Erna Gísladóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)