Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

91. fundur 01. júní 2006

91. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 1, júní 2006 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.                                    

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi. 

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson

Dagskrá:

1.         Fundarsetning

2.         Deiliskipulagsmál Hrólfsskálamels til umræðu og afgreiðslu.  Á fundinn mæta fulltrúar Hornsteina og VSÓ.

3.         Deiliskipulag Suðurstrandar til umræðu.

4.         Hafnarsvæði-samkeppni.

5.         Kynning á deiliskipulagstillögu fyrir Vestursvæði.

6.         Önnur mál.

7.         Fundarslit.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 08:04

2. Deiliskipulag Hrólfsskálamelar lagt fram til umræðu.  Á fundinn voru mættir Ögmundur Skarphéðinsson frá Hornsteinum og Grímur M. Jónassonar frá VSÓ.  Deiliskipulagið rætt og nokkrar breytingar gerðar.  Fulltrúar Hornsteina og VSÓ viku af fundi.  Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:

“Tillaga að deiliskipulagi fyrir Hrólfsskálamel sem unnin hefur verið af arkitektum Hornsteina og með verkfræðilegri ráðgjöf VSÓ Ráðgjafar hefur verið lögð fram.

Tillagan er byggð á niðurstöðu úr vinnu rýnihóps, sem bæjarbúar kusu um í opinni kosningu.  Nokkrar lagfæringar hafa verið gerðar á tillögunni til að koma til móts við sjónarmið íbúa við Austurströnd.

Skipulagssvæðið afmarkast til suðurs af Suðurströnd, til austur af Nesvegi, til norðurs af lóðarmörkum Mýrarhúsaskóla og Skólabrautar 3 og til vesturs af eystri mörkum lóðar íþróttamiðstöðvar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu með þeim mynd- og textabreytingum, sem ræddar voru á fundinum og samþykkir að vísa henni til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu.” 

Tillagan samþykkt samhljóða en fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

“Við vísum til áherslna Neslistans varðandi skipulag miðsvæðis sem fram hafa komið í SM. og í bæjarstjórn.  Einkum þær er varða heildarsýn á skipulag miðsvæðis, gönguleiðir og byggingarmagn (NHL).  Við bendum á að ekki er nauðsyn að fullnýta það byggingarmagn (NHL) sem tillagan tilgreinir sem hámark.  Áskiljum við okkur rétt til að leggja til lækkun þess ef nauðsyn krefur.”

Stefán Bergmann, Ragnhildur Ingólfsdóttir

3. Rætt um deiliskipulag íþróttasvæðis við Suðurströnd og samþykkt að vísa því til næstu skipulagsnefndar.

4. Fulltrúar nefndarinnar hafa rætt við fulltrúa Arkitektafélagsins varðandi hugmyndasamkeppni um Hafnarsvæðið. 

5. Tillaga að deiliskipulagi Vesturhverfis, unnin af Valdísi Bjarnadóttur arkitekti, lögð fram.  Samþykkt samhljóða að kynna tillöguna fyrir íbúum hverfisins, áður en hún verður tekin til lokaafgreiðslu í nefndinni.  Byggingafulltrúa falið að senda dreifibréf til íbúanna sem fyrst.

6. Önnur mál voru engin.

7. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 10:05

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?