87. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 16. mars 2006 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson
Dagskrá:
1. Fundarsetning
2. Umsókn frá Hermanni Ársælssyni Miðbraut 16 um byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 16 samkvæmt uppdráttum Davíðs Karlssonar byggingafræðings..
3. Umsókn frá Makron ehf., Gnitanesi 6 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 58 við Suðurmýri samkvæmt uppdráttum Þorgeirs Þorgeirssonar byggingafræðings.
4. Erindi frá Gunnari Gunnarssyni, Bakkavör 22 þar sem sótt er um nokkrar minni háttar breytingar að utan og innanhúss að Bakkavör 22.
5. Umsókn frá Ásrúnu Kristjánsdóttur og Guðjóni Vilbergssyni, Hofgörðum 18 um stækkun og breytingu á innra fyrirkomulagi hússins að Hofgörðum 18 samkvæmt uppdráttum Halldóru Vífilsdóttur arkitekts.
6. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Páli Gíslasyni Bollagörðum 6 um byggingu garðskála við húsið að Bollagörðum 6. Niðurstaða grenndarkynningar.
7. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Þórleifi V. Friðrikssyni og Karenu M. Mogensen, Tjarnarstíg 4 um stækkun hússins að Tjarnarstíg 4. Niðurstaða grenndarkynningar.
8. Erindi frá Bjarna D. Jónssyni og Sólveigu Magnúsdóttur Lambastaðabraut 4 varðandi breytingu á bílskúrsþaki að Lambastaðabraut 4.
9. Umsókn frá Steinþóri Gunnarssyni og Elínrós Líndal, Bollagörðum 14 um byggingu sólstofu við húsið að Bollagörðum 14 samkvæmt uppdráttum Kristínar S. Jónsdóttur arkitekts.
10. Fyrirspurn frá Þorgeiri Þorgeirssyni varðandi breytingu á byggingarreit lóðarinnar Tjarnarmýri 2.
11. Önnur mál
a. Framkvæmdir við íþróttasvæði
b. Erindi frá eigendum Melabrautar 20
12. Fundarslit
1. Fundur settur af formanni kl. 08:05
2. Lögð fram umsókn frá Hermanni Ársælssyni Miðbraut 16 um byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 16 samkvæmt uppdráttum Davíðs Karlssonar byggingafræðings. Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
3. Lögð fram umsókn frá Makron ehf., Gnitanesi 6 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 58 við Suðurmýri samkvæmt uppdráttum Þorgeirs Þorgeirssonar byggingafræðings. Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
4. Lagt fram erindi frá Gunnari Gunnarssyni, Bakkavör 22 þar sem sótt er um nokkrar minni háttar breytingar að utan og innanhúss að Bakkavör 22. Erindið samþykkt.
5. Umsókn frá Ásrúnu Kristjánsdóttur og Guðjóni Vilbergssyni, Hofgörðum 18 um stækkun og breytingu á innra fyrirkomulagi hússins að Hofgörðum 18 samkvæmt uppdráttum Halldóru Vífilsdóttur arkitekts. Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
6. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Páli Gíslasyni Bollagörðum 6 um byggingu garðskála við húsið að Bollagörðum 6. Engar athugasemdir bárust úr grenndarkynningu og umsóknin því samþykkt.
7. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Þórleifi V. Friðrikssyni og Karenu M. Mogensen, Tjarnarstíg 4 um stækkun hússins að Tjarnarstíg 4. Engar athugasemdir bárust úr grenndarkynningu og umsóknin því samþykkt.
8. Lagt fram erindi frá Bjarna D. Jónssyni og Sólveigu Magnúsdóttur Lambastaðabraut 4 varðandi breytingu á bílskúrsþaki að Lambastaðabraut 4. Umsóknin samþykkt.
9. Umsókn frá Steinþóri Gunnarssyni og Elínrós Líndal, Bollagörðum 14 um byggingu sólstofu við húsið að Bollagörðum 14 samkvæmt uppdráttum Kristínar S. Jónsdóttur arkitekts. Samþykkt að senda í grenndarkynningu. Stefán Bergmann víkur af fundi.
10. Lögð fram fyrirspurn frá Þorgeiri Þorgeirssyni varðandi breytingu á byggingarreit lóðarinnar Tjarnarmýri 2. Samþykkt að heimila breytingu á byggingarreit.
11. Önnur mál:
a. Lagt fram afrit af kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna framkvæmda við íþróttavöllinn og aðliggjandi umhverfi við Suðurströnd. Lögmanni falið að svara erindinu.
b. Lagt fram erindi frá eigendum Melabrautar 20 um byggingu skjólgirðingar við húsið. Nefndin óskar eftir teikningum af fyrirhugaðri skjólgirðingu. Byggingafulltrúa falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við eigendur.
12. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 09:25
Inga Hersteinsdóttir (sign)
Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Ó. Búason (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)