Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

07. mars 2006

86. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn þriðjudaginn 7. mars 2006 kl. 17:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi. 

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson

Dagskrá:

1.         Fundur settur.

2.         Deiliskipulag Hrólfsskálamels. Á fundinn mæta fulltrúar Hornsteina og VSÓ.

3.         Landmótun við íþróttavöll. Á fundinn mætir Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt.

4.         Umræður um deiliskipulag vesturhverfis.

5.         Önnur mál.

6.         Fundi slitið.

 

1. Fundur settur af formanni kl. 17:15

 

2. Á fundinn voru mættir fulltrúar Hornsteina og VSÓ, þeir Ögmundur Skarphéðinsson og Grímur M. Jónasson, og kynntu drög að deiliskipulagi Hrólfsskálamels og svöruðu fyrirspurnum. Ögmundur og Grímur viku af fundi.

 

3. Á fundinn var mætt Ragnhildur Skarphéðinsdóttir og kynnti hugmyndir um landmótun við íþróttavöllinn.  Nefndin tekur jákvætt í hugmyndirnar og samþykkir þær fyrir sitt leyti. Stefán Bergmann situr hjá.  Ragnhildur víkur af fundi.

 

4. Rætt um fyrirhugað deiliskipulag vesturhverfis.  Formanni og byggingafulltrúa falið að vinna frekar að skipulaginu og leggja tillögu fyrir nefndina í samráði við Valdísi Bjarnadóttur arkitekt.

 

5. Önnur mál.

a. Lagt fram erindi frá Reykjavíkurborg um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna breytinga á landnotkun við Austurhöfn í Reykjavík.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.

b. Deiliskipulag Lambastaðahverfis.  Nefndin samþykkir að ráða arkitekt til þess að ljúka verkefninu.

c. Nefndin samþykkir að efna til samkeppni um skipulag hafnarsvæðisins ásamt aðliggjandi svæðum og tengingu þeirra við útivistarsvæðið við Bakkavör.   Stefnt er að því að tillögur liggi fyrir um mitt sumar 2006.

d. Guðrún Helga Brynleifsdóttir minnir á samþykkt bæjarstjórnar um skipan vinnuhópa um vestursvæðið og miðsvæðið, en þessir hópar hafa ekki enn verið skipaðir.

 

6. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 19:05.

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?