Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

39. fundur 06. maí 2004

Dagskrá:

1. Fundur settur.
2. Deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Á fundinn mæta ráðgjafar VSÓ og Hornsteina.
3. Erindi frá eigendum Unnarbrautar 28 þar sem farið er fram á að húsnúmerið verði 28A og 28B.
4. Umsókn frá Sigurði Gizurarsyni Víkurströnd 6 um stækkun kjallara hússins að Víkurströnd 6.
5. Umsókn frá Birni Árnasyni Miðbraut 26 um stækkun hússins að Miðbraut 26.
6. Umsókn frá Helgu Gísladóttur og Eiríki Sigurðssyni um byggingu einbýlishúss að Hrólfsskálavör 2.
7. Umsókn frá húseigendum Nesvegi 125 um stækkun hússins að Nesvegi 125
8. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá eigendum Skólabrautar 16 um gerð innkeyrslu og byggingu bílskúrs á lóðinni Skólabraut 16.
9. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Þórarni Sveinssyni og Líney Sveinsdóttur um stækkun hússins að Sólbraut. 10.
10. Önnur mál a. Mótun fjölskyldustefnu Seltjarnarnesbæjar – umræður. b. Fyrirspurn frá Gunnari Svavarssyni fh. Aðalskoðunar hf. um byggingu skoðunarstöðvar á lóðinni nr. 58 við Suðurmýri. c. Erindi frá Erlingi Leifssyni Selbraut 74 varðandi leyfi fyrir girðingu á lóðinni að Selbraut 74. 11. Fundi slitið.
Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ólafur Búason, Guðrún Helga Brynleifsdótir og Stefán Bergmann. Auk þess sátu fundinn Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs, Ólafur Hersisson frá Hornsteinum og Grímur Jónasson frá VSÓ.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.

1. Fundur settur af formanni kl. 08:06.

2. GJ lagði fram tillögu að dreifibréfi til bæjarbúa, þar sem boðið verður upp á frekari kynningu á deiliskipulagshugmyndunum hjá ráðgjöfunum, óski einstakir bæjarbúar eftir því.

Tillagan samþykkt. Byggingafulltrúa falið að dreifa bréfinu til bæjarbúa.

Formaður leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Tillaga um undirbúning breytingar á aðalskipulagi

Undanfarin misseri hefur ráðgjafar unnið að gerð aðalskipulags fyrir Seltjarnarnes fyrir tímabilið 2004 – 2024.

Í þeirri vinnu er búið að setja fram hugmyndir að rammaskipulagi Hrólfsskálamels og Suðurstrandar og fyrirhugaða landnotkun á svæðinu.

Þar sem nú liggja fyrir hugmyndir að rammakipulagi þessa svæðis, sem m.a. voru kynntar íbúum á fjölmennum fundi þann 29. apríl sl., samþykkir Skipulags- og mannvirkjanefnd að vinna að breytingum á aðalskipulagi bæjarins fyrir þetta svæði sérstaklega og að nánari afmörkun deiliskipulagssvæðisins verði í samráði við aðalskipulagshöfunda.

Samhliða verði unnið að deiliskipulagi fyrir Hrólfsskálamel og Suðurströnd, þar sem aðalskipulagið verður útfært nánar og settar fram leiðbeiningar fyrir nýtingu svæðisins og veitingu byggingar- og framkvæmdaleyfa."

Samþykkt samhljóða. Grímur og Ólafur véku af fundi.

Ákveðið að óska eftir skriflegu áliti ÆSÍS og stjórnar knattspyrnudeildar Gróttu um nýjustu hugmyndir um staðsetningu gervigrasvallar.

Neslistinn lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bókun Neslistans vegna álits Félagsmálaráðuneytisins dags. 5. apríl 2004 um skipun starfshóps á vegum skipulags- og mannvirkjanefndar.

Félagsmálaráðuneytið hefur með bréfi dags. 5. apríl 2004 látið í ljós álit sitt vegna fyrirspurnar Neslitans um hvort skipun starfshóps á vegum skipulags- og mannvirkjanefndar hafi falið í sér framsal á lögboðnum verkefnum nefndarinnar. Það er álit ráðuneytisins að ákvörðunin feli ekki í sér framsal á lögboðnum verkefnum nefndarinnar enda skýrt tekið fram við skipan starfshópsins að tillögur starfshópsins skuli lagðar fyrir skipulags - og mannvirkjanefnd. Þar sem starfshópnum sé ekki falin nein ákvarðanataka er það álit ráðuneytisins að skipun starfshópins feli ekki í sér takmarkanir á réttindum einstakra nefndarmanna til ákvörðunartöku og umfjöllun um þau málefni sem starfshópurinn er að vinna að. Þá gerir félagsmálaráðuneytið þá athugasemd að þótt starfshópurinn sé ekki eiginleg nefnd beri að skrá fundargerðir á fundum starfshópsins enda verður að telja að slík skráning sé nauðsynleg til að tryggja eðlilegt upplýsingastreymi til nefndarmanna í skipulags- og mannvirkjanefnd um undirbúningsvinnu málsins. Ekki ein einasta fundargerð hefur verið lögð fram á fundum skipulags- og mannvirkjanefndar um vinnu starfshópsins, engar tillögur hafa verið kynntar fyrir nefndinni á vinnslustigi starfshópsins, þrátt fyrir að starfshópurinn hafi verið að störfum í níu mánuði. Nú þegar starfshópurinn hefur fullunnið eina tillögu að rammaskipulagi, sem kynnt er til leiks sem "mótaðar hugmyndir að deiliskipulagi" er tillagan kynnt fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd Slík vinnubrögð eru algjörlega óásættanleg og ólýðræðisleg og telja verður það staðfesta að starfshópurinn tók sér það vald að ákveða að kynna til leiks eina tillögu og hundsa algjörlega fyrirmælin um að leggja tillögur sína fyrir nefndina á vinnslustigi starfshópsins.

Fulltrúar Neslistans munu ekki skipa fulltrúa í starfshópinn nema með því skilyrði að fundargerðir verði framvegis skráðar á hverjum fundi þar sem fram kemur hvað starfshópurinn tekur fyrir hverju sinni og fundargerðirnar lagðar fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd með formlegum hætti. Með öðrum hætti er ekki hægt að tryggja að fulltrúar í skipulags- og mannvirkjanefnd fái þær upplýsingar um hugmyndir, tillögur og framvindu mála hjá starfshópnum sem þeim skýlaust ber."

Guðrún Helga Brynleifsdóttir Stefán Bergmann

Fulltrúar meirihluta leggja fram eftirfarandi bókun:

"Fundargerðir hafa verið haldnar um fundi starfshópsins frá fyrsta fundi. Þær hafa verið sendar fulltrúum í starfshópnum og oddvita Neslistans, að loknum hverjum fundi. Meirihlutinn fagnar því að minnihlutinn ætli nú að skipa fulltrúa í starfshópinn og telur sjálfsagt að uppfylla sett skilyrði minnihlutans."

Inga Hersteinsdóttir, Þórður Búason, Ingimar Sigurðsson.

Neslistinn tilnefnir Ragnhildi Ingólfsdóttur sem fulltrúa sinn í starfshópinn.

3. Lagt fram erindi frá eigendum Unnarbrautar 28 þar sem farið er fram á að húsnúmerið verði 28A og 28B.

Nefndin tekur jákvætt í erindið.

4. Lögð fram umsókn Sigurðar Gizurarsonar um stækkun kjallara að Víkurströnd 6.

Frestað, óskað eftir skráningartöflu.

5. Lögð fram umsókn frá Birni Árnasyni Miðbraut 26 um stækkun hússins að Miðbraut 26, skv. framlögðum teikningum.

Samþykkt.

6. Lögð fram umsókn frá Helgu Gísladóttur og Eiríki Sigurðssyni um byggingu einbýlishúss að Hrólfsskálavör 2, skv. framlögðum teikningum.

Vegna breytinga á stærð hússins þarf að send a aftur í grenndarkynningu.

7. Lögð fram umsókn frá húseigendum Nesvegar 125 um stækkun hússins að Nesvegi 125, skv. framlögðum teikningum.

Sent í grenndarkynningu.

8. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá eigendum Skólabrautar 16 um gerð innkeyrslu og byggingu bílskúrs á lóðinni Skólabraut 16.

Sent í grenndarkynningu. GHB vék af fundi

9. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Þórarni Sveinssyni og Líney Sveinsdóttur um stækkun hússins að Sólbraut. 10.

Samþykkt.

10. Önnur mál.

a. Frestað

b. Frestað

c. Erindi frá Erlingi Leifssyni Selbraut 74 varðandi leyfi fyrir girðingu á lóðinni að Selbraut 74. Nefndin tekur jákvætt í erindið og er byggingafulltrúa falið að ganga frá afgreiðslu erindisins.

11. Fundi slitið kl. 10:11.

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Búason (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?