Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

02. desember 2005

81. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn föstudaginn 2. desember 2005 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Gunnar Gunnarsson og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson

Dagskrá:

1.       Fundur settur.

2.       Teknar fyrir athugasemdir sem borist hafa varðandi tillögu að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024.  Á fundinn mætir fulltrúi Alta.

3.       Önnur mál.

4.       Fundi slitið.

1. Fundur settur af formanni kl. 08:03

2. Athugasemdir hafa borist frá Skipulagsstofnun, Garðabæ,  Álftanesi, Kópavogi, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis o.fl.  Hlín Sverrisdóttir lagði fram og fór yfir athugasemdirnar ásamt tillögum að breytingum.  Breytingarnar samþykktar og settar inn í aðalskipulagsgögnin og vísað til bæjarstjórnar.  Hlín víkur af fundi.

3. Önnur mál. 

Breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.  Lögð fram erindi frá Gunnari Birgissyni bæjarstjóra Kópavogs, Guðmundi G. Gunnarssyni bæjarstjóra á Álftaness og Salvöru Jónsdóttur sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg, þar sem kynntar eru fyrirhugaðar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.  Skipulags- og mannavirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við breytingarnar.

4. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 09:40.

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Gunnar Gunnarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?