80. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 10. nóvember 2005 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir: Ingimar Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Þórður Ó. Búason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi. Inga Hersteinsdóttir boðaði forföll vegna veikinda.
Fundargerð ritaði Ragnhildur Ingólfsdóttir.
Dagskrá:
1. Fundur settur.
2. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ingimundi Sveinssyni arkitekti f.h. Sigfúsar Björnssonar og Margrétar Hermanns Auðardóttur um byggingu bílskúrs og glerskála að Unnarbraut 19 sbr. 6. lið 71. fundar. Niðurstaða grenndarkynningar.
3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sigurði Geirssyni um stækkun hússins að Lindarbraut 13 sbr. 4. lið 74. fundar. Niðurstaða grenndarkynningar.
4. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Brynjari Ágústi Sigurðssyni um leyfi til að klæða húsið að Melabraut 3 að hluta sbr. 5. lið síðasta fundar.
5. Umferðarmál.
6. Erindi frá Margréti Harðardóttur arkitekti þar sem farið er fram á framlengingu byggingarleyfis fyrir Hrólfsskálavör 2.
7. Fjárhagsáætlun 2006.
8. Önnur mál.
9. Fundi slitið.
1. Fundur settur af varaformanni kl. 08:03
2. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ingimundi Sveinssyni arkitekti f.h. Sigfúsar Björnssonar og Margrétar Hermanns Auðardóttur um byggingu bílskúrs og glerskála að Unnarbraut 19 sbr. 6. lið 71. fundar. Erindið samþykkt, engar athugasemdir bárust úr grenndarkynningu.
3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sigurði Geirssyni um stækkun hússins að Lindarbraut 13 sbr. 4. lið 74. fundar. Ein athugasemd barst. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum og byggingarreglugerð.
4. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Brynjari Ágústi Sigurðssyni um leyfi til að klæða húsið að Melabraut 3 að hluta sbr. 5. lið síðasta fundar. Erindið samþykkt.
5. Rætt um umferðarmál. Samþykkt að setja upp biðskyldu inn á Hæðarbraut frá Vallarbraut, Miðbraut og Melabraut.
6. Lagt fram erindi frá Margréti Harðardóttur arkitekti þar sem farið er fram á endurnýjun byggingarleyfis fyrir Hrólfsskálavör 2. Erindið samþykkt.
7. Fjárhagsáætlun 2006 fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd lögð fram.
8. Önnur mál voru engin.
9. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 08:50.
Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Ó. Búason (sign)
Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)