Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir (sem sat hluta fundar), Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi auk fulltrúa Hornsteina og VSÓ, þeir Ögmundur Skarphéðinsson, Ólafur Hersisson og Grímur Jónasson ásamt fulltrúa ALTA, Sigurborg Hannesdóttir.
Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.
Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Skipulagsmál Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Á fundinn mæta fulltrúar Hornsteina, VSÓ og ALTA.
3. Umsókn frá Ingu Þórsdóttur og Stefáni Einarssyni Nesbala 22 um stækkun hússins að Nesbala 22.
4. Umsókn frá Guðrúnu Rúnarsdóttur Miðbraut 32 um stækkun hússins að Miðbraut 32.
5. Fyrirspurn frá Bjarna Ingvarssyni Melabraut 54 um byggingu sólstofu á lóðinni að Melabraut 54.
6. Erindi frá Ulrik Arthúrssyni Lambastaðabraut 2, þar sem farið er fram á leyfi til að klæða viðbyggingu við húsið með stáli auk þess að setja upp lokað eldstæði í stofu með reykháfi úr ryðfríu stáli.
7. Erindi frá Sölva Antonssyni Unnarbraut 8 um endurnýjun byggingarleyfis fyrir bílskúr að Unnarbraut 8
8. Umsókn frá Helga S. Þorsteinssyni Hrólfsskálavör 8 um byggingu svala og stækkun bílskúrs að Hrólfsskálavör 8.
9. Umsókn frá Árna Ármanni Árnasyni og Ingibjörgu Jónsdóttur Nesbala 24 um stækkun hússins að Nesbala 24.
10. Niðurstaða grenndarkynningar vegna umsóknar um byggingu 4ra íbúða húss að Melabraut 27
11. Önnur mál.
12. Fundi slitið
1. Fundur settur af varaformanni kl. 08:05
2. Fulltrúar Hornsteina og VSÓ lögðu fram og kynntu endurbætt drög kynningargagna skipulags á Hrólfsskálamel og Suðurströnd vegna fyrirhugaðra kosninga laugardaginn 25. júní n.k., sbr. umræður síðasta fundar. Rætt um tillögur og ábendingar sem fram komu á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar með rýnihópi miðvikudaginn 8. júní 2005. Ráðgjöfum falið að ganga frá endanlegum kynningargögnum í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt að gangast fyrir sérstakri kynningu á skipulagstillögunum þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. í bókasafninu, milli kl. 17 og 19. Fulltrúar Hornsteina, VSÓ, ALTA og skipulagsnefndar verða á staðnum.
Fulltrúar Hornsteina, VSÓ og Alta viku af fundi, ásamt Ingu Hersteinsdóttur. Hennar sæti tekur Elín Helga Guðmundsdóttir.
3. Lögð fram umsókn frá Ingu Þórsdóttur og Stefáni Einarssyni Nesbala 22 um stækkun hússins að Nesbala 22. Samþykkt.
4. Lögð fram umsókn frá Guðrúnu Rúnarsdóttur Miðbraut 32 um stækkun hússins að Miðbraut 32. Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
5. Lögð fram fyrirspurn frá Bjarna Ingvarssyni Melabraut 54 um byggingu sólstofu á lóðinni að Melabraut 54. Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina.
6. Lagt fram erindi frá Ulrik Arthúrssyni Lambastaðabraut 2, þar sem farið er fram á leyfi til að klæða viðbyggingu við húsið með stáli auk þess að setja upp lokað eldstæði í stofu með reykháfi úr ryðfríu stáli. Erindið samþykkt.
7. Lagt fram erindi frá Sölva Antonssyni Unnarbraut 8 um endurnýjun byggingarleyfis fyrir bílskúr að Unnarbraut 8. Erindið samþykkt.
8. Lögð fram umsókn frá Helga S. Þorsteinssyni Hrólfsskálavör 8 um byggingu svala og stækkun bílskúrs að Hrólfsskálavör 8. Umsóknin samþykkt.
9. Lögð fram umsókn frá Árna Ármanni Árnasyni og Ingibjörgu Jónsdóttur Nesbala 24 um stækkun hússins að Nesbala 24. Umsóknin samþykkt.
10. Lögð fram niðurstaða grenndarkynningar vegna umsóknar um byggingu 4ra íbúða húss að Melabraut 27. Umræður og málinu frestað til næsta.
11. Önnur mál
a. Lögð fram umsókn frá Kára Jónssyni Melabraut 2, um lokun svala á húsinu Melabraut 2. Nefndin óskar eftir fullkomnum teikningum.
b. Rætt um lóðarmörk Lindarbrautar 9 og 11. Byggingafulltrúa falið að ítreka áður sent bréf.
12. Fundargerð upplesin og samþykkt, fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 09:45
Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Ó. Búason (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)
Elín Helga Guðmundsdóttir (sign)