Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Þórður Ólafur Búason og Einar Norðfjörð. Auk þess voru mættir á fundinn fulltrúar Hornsteina, þeir Ögmundur Skarphéðinsson og Ólafur Hersisson og frá VSÓ Grímur Jónasson.
Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson
Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Á fundinn mæta ráðgjafar Hornsteina.
3. Umsókn frá Elfari Högnasyni og Sigurlaugu Jóhannsdóttur um yfirbyggingu svala að Austurströnd 10.
4. Fyrirspurn frá Magga Jónssyni arkitekt f.h. Helgu Ólafsdóttur og Hannesar Jónssonar varðandi leyfi til að byggja vinnuherbergi á þaki hússins að Víkurströnd 12.
5. Önnur mál:
a. Lóðarframkvæmdir við Nesstofu.
6. Fundi slitið
1. Fundur settur af formanni kl. 08:06
2. Fulltrúar Hornsteina og VSÓ lögðu fram líkan af svæðinu við Suðurströnd ásamt því að kynna nokkra útfærslumöguleika. Tillögurnar verða lagðar fyrir rýnihóp Skipulagsnefndar á fundi í dag. Fulltrúar Hornsteina og VSÓ viku af fundi. Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar Neslistans hafa ekki á neinu stigi komið að svokölluðum breytingum meirihlutans á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu”.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir
Ragnhildur Ingólfsdóttir
3. Lögð fram umsókn frá Elfari Högnasyni og Sigurlaugu Jóhannsdóttur um yfirbyggingu svala að Austurströnd 10. Samþykkt með því skilyrði að tilskilinn fjöldi meðeigenda samþykki erindið og byggingafulltrúa falið að afgreiða málið.
4. Lögð fram fyrirspurn frá dr. Magga Jónssyni arkitekt f.h. Helgu Ólafsdóttur og Hannesar Jónssonar varðandi leyfi til að byggja vinnuherbergi á þaki hússins að Víkurströnd 12. Frestað, byggingafulltrúa falið að afla frekari gagna.
5. Önnur mál:
a. Rætt um lóðarframkvæmdir við Nesstofu.
6. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 09:25.
Inga Hersteinsdóttir (sign) Þórður Ó. Búason (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)
Ingimar Sigurðsson (sign)