Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

161. fundur 20. mars 2025 kl. 08:15 - 09:04 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:

1. 2025020229 – Byggingarleyfi Barðaströnd 20.

Gláma-Kím Arkitektar sækja um leyfi fyrir yfirbyggðu bílskýli úr stáli og timbri við húsið Barðaströnd 20. Þak verður dúklagt og tyrft. Áformin eru í samræmi við breytingu á deiliskipulagi sem nýlega var grenndarkynnt fyrir nágrönnum án þess að athugasemd bærist.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

2. 2025030109 – Sæbraut 6 reyndarteikningar.

Sótt er um reyndarteikningar sem Davíð Pitt hefur unnið vegna stækkunar á bílskúr að Sæbraut 6. Byggingaráform voru samþykkt í nefndinni 3. júlí 2019.

Afgreiðsla: Samþykkt.

3. 2025020198 – Steinavör 8 fyrirspurn um hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar.

Spurt er hvort heimilað verði að lóðareigandi láti gera deiliskipulagsbreytingu sem eykur byggingarmagn á lóðinni að Steinavör 8, úr nýtingarhlutfalli 0,4 samkvæmt núgildandi deiliskipulagi og upp í 0,48. Um er að ræða 20 % hækkun nýtingarhlutfalls.

Afgreiðsla: Samþykkt. Lóðarhafi þarf að láta vinna óverulega deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað.

4. 2024080286 – Tjarnarstígur - 8 leiðrétting á stærð lóðar.

Eigandi óskar eftir að stærð lóðarinnar Tjarnarstígur 8 verði leiðrétt í samræmi við uppmælingu og lóðarblað sem Verkfræðistofan EFLA hefur unnið og nágrannar hafa undirritað. Lóðin var skráð 925 fermetrar en er í raun 496,8 fermetrar samkvæmt mælingunni.

Afgreiðsla: Breyting sem felur í sér leiðréttingu á stærð lóðarinnar samþykkt.

5. 2024110120 Umsögn um breytingu á rammahluta aðalskipulags Reykjavíkur vegna Íbúðaruppbygging í grónum hverfum.

Sveitarfélaginu hefur borist umsagnabeiðni vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Íbúðaruppbygging í grónum hverfum - Frekari uppbyggingarmöguleikar í Grafarvogi og öðrum borgarhlutum. Tillagan er á vinnslustigi.

Lagt er til að umsögn sveitarfélagsins verði á þessa leið:

Fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar er ekki gerð athugasemd við tillögu á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 þar sem fjallað er um Íbúðaruppbygging í grónum hverfum - frekari uppbyggingarmöguleikar í Grafarvogi og öðrum borgarhlutum. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á síðari stigum málsins.

Afgreiðsla: Tillaga að umsögn samþykkt.

6. 2025030111 – Umsögn um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.

Sveitarfélaginu hefur borist umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða. Lögin gilda um skipulag haf- og strandsvæða þar sem mörkuð er stefna um nýtingu og vernd auðlinda haf- og strandsvæða. Lög þessi gilda þó ekki um nýtingu og vernd fiskstofna eða annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins, að undanskilinni nýtingu sem háð er leyfi til efnistöku og eldi eða ræktun nytjastofna. Lög ná til haf- og strandsvæða frá línu sem afmörkuð er 30 m land megin við meðalstórstraumsflóð út að ytri mörkum efnahagslögsögunnar. Frumvarpið má finna á vef alþingis á slóðinni https://www.althingi.is/altext/148/s/0607.html

Lagt er til að umsögn sveitarfélagsins verði á þessa leið:

Fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar er ekki gerð athugasemd við frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.

Afgreiðsla: Skipulagsfulltrúa falið að vinna umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

7. 2024040061 – Umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu frá 16. febrúar

Lagðar fram skýrslur um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu frá 16. febrúar 2025. Ekkert umferðarslys varð á Seltjarnarnesi.

Afgreiðsla: Lagt fram.

8. 2024100151 – Fundartími næsta fundar nefndarinnar

Lögð fram tillaga um að næsti fundur nefndarinnar verði þann 15. apríl 2025 sem fellur á þriðjudag. Þetta er í samræmi við fyrri áætlun um fundi ársins.

Afgreiðsla: Samþykkt að næsti fundur verði þann 15. apríl 2025.

 

Fundi slitið kl. 9:04

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?