Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

159. fundur 16. janúar 2025 kl. 08:15 - 08:58

Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Hákon Jónsson, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:

1. 2024070057– Suðurmýri 60 - byggingarleyfisumsókn

Sótt er um byggingarleyfi fyrir húsið Suðurmýri 60. Um er að ræða tveggja íbúða hús sem er byggt við eldra hús sem stóð á lóðinni. Sótt er um að setja kjallara með salarhæð 1,8m og gluggum undir hluta hússins og á þaki er 120 cm há þakbrún.

Afgreiðsla: Synjað. Skipulagsnefnd samþykkir ekki lengur kjallara á þessum stað í bænum. Einnig skal þakbrún vera eðlilega há í samræmi við hlutverk sitt og íbúðir skulu innhalda geymslu í samræmi við byggingarreglugerð. Þá skal sýna réttar tröppur og útlínur svala, bæði á afstöðu- og lóðarmynd.

2. 2024080285 – Deiliskipulagsbreyting vestursvæðis vegna Nesbala 50

Breyting á deiliskipulagi Vestursvæðis vegna Nesbala 50 sem nefndin samþykkti til auglýsingar á fundi í september hefur verið auglýst. Engar athugasemdir bárust. Ekki bárust athugasemdir frá Heilbrigðiseftirliti, Minjastofnun og Vegagerðinni. Ekki barst umsögn frá Umhverfisstofnun enda er lóðinn ekki á þeim svæðum sem stofnunin hefur lögbundið eftirlit með.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið ganga frá og auglýsa skipulagið í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010

3. 2024120103 – Nesbali 36 byggingarleyfisumsókn

Sigurður Hallgrímsson, arkitekt, sækir um leyfi fyrir 346,1 m2 einbýlishúsi á lóð við Nesbala 36. Nefndin hefur áður samþykkt jafnstórt hús á lóðinni. Deiliskipulagsbreyting sem nýlega var auglýst gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall einstakra lóða innan hverfisins geti orðið allt að 0,43. Á þessari lóð er hámarksnýtingarhlutfall 0,38 samkvæmt gildandi deiliskipulagsskilmálum. Nýtingarhlutfall samkvæmt tillögunni er 0,38.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

4. 2024120141 – Kæra til ÚUA vegna stjórnvaldsákvörðunar byggingarfulltrúa.

Borist hefur tilkynning um kæru til úrskurðarnefndar í umhverfis- og auðlindarmálum vegna stjórnvaldsákvörðunar byggingarfulltrúa þann 12. nóvember 2024. Kæran er í 93 liðum á 16 síðum og er þar gerð krafa um að ákvörðun byggingarfulltrúa verði ógild, þegar hann hafnaði því að beita stjórnvaldsákvörðun til að koma á „lögmætu ástandi“ á lóðinni Lambastaðabraut 14, eins og það er orðað í kröfunni. Ívar Pálsson hefur verið ráðgjafi byggingarfulltrúa í málinu og hefur séð um að svara spurningum úrskurðarnefndarinnar.

Afgreiðsla: Lagt fram.

5. 2024030060 Hofgarðar 16 - mótmæli nágranna við byggingaráformum

Nágrannar hafa sent byggingarfulltrúa mótmæli við útgáfu byggingarleyfis fyrir Hofgarða 16 sem nýlega var til umfjöllunar eftir tvær óverulegar breytingar á deiliskipulagi. Þau mótmæli sem nú eru sett fram komu ekki fram við kynningu breytinganna. Eftir sem áður verður ekki annað séð en að nefndin hafi réttilega talið að húsið væri í samræmi við deiliskipulag lóðarinnar þegar hún samþykkti byggingaráformin.

Afgreiðsla: Lagt fram.

6. 2024040061 – Umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu frá 8. Desember

Lagðar fram skýrslur um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu frá 8. desember 2024. Ekkert umferðarslys varð á Seltjarnarnesi.

Afgreiðsla: Lagt fram.

 

7. 2024100151 – Fundartími næsta fundar nefndarinnar

Lögð fram tillaga um að næsti fundur nefndarinnar verði þann 20. febrúar 2025.

Afgreiðsla: Samþykkt að næsti fundur verði þann 20. febrúar 2025.

 

Fundi slitið kl. 08:58

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?