Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

158. fundur 19. desember 2024 kl. 08:15 - 08:53

Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Hákon Jónsson, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:

1. 2024120139 – Byggingarleyfi viðbygging Sefgarðar 8

Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við húsið Sefgarðar 8. Árið 1984 voru samþykkt byggingaráform fyrir viðbyggingu með sama fótspor og nú er sótt um. Um er að ræða 63,5 fermetra viðbygginu en húsið var 185,0 fermetrar skv Fasteignaskrá Núsnæðis- og mannvirkjastofnunnar en verður 248,5 fermetrar eftir breytinguna. Umsóknin er í samræmi við gildandi skipulag sem heimilar nýtingarhlutfallið 0,33 sem þýðir að byggja má allt að 257,4 mermetra stórt hús á lóðinni.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

2. 2024050078– Lindarbraut 11 lóðarmörk

Landeigendur Lindarbrautar 9 og 11 óska eftir að lóðarmörk milli lóðanna Lindarbraut 9 og 11 verði skilgreind af sveitarfélaginu. Landskiki skilur af lóðirnar en eignahald hans er ekki ljóst. Á honum stendur hluti afar illa farinnar geymslu eða trésmíðaverkstæði sem tilheyrir eigninni Lindabraut 11. Geymslan sem er í einungis 93 sentimetra fjarlægð frá húsinu Lindarbraut 9 og stafar brunahætta af henni. Málið var áður tekið fyrir á 151 fundi nefndarinnar í maí og óskaði nefndin eftir lögfræðiáliti sem nú hefur borist.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að funda með lóðarhöfum beggja lóða og gera þeim grein fyrir stöðunni og fara yfir það með þeim hvort einhver flötur sé á því að leysa málið án þvingunaraðgerða af hálfu sveitarfélagsins. Ef svo er ekki skal hann taka upp málið á þeim forsendum sem bréfið frá 2018 gerði ráð fyrir, það er að skilað skuli inn byggingarleyfisumsókn, ásamt tímasettri áætlun um það hvenær ráðist verður í framkvæmdir við að fjarlægja þann hluta mannvirkisins sem stendur innan lóðarinnar númer 9 við Lindarbraut og frágang á því mannvirki sem mun áfram standa á lóðinni númer 11.

3. 2024120142 – Umsögn um nærþjónustkjarna í Skerjafirði

Skipulagsfulltrúi gaf nýverið eftirfarandi umsögn um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna nærþjónustukjarna í Skerjafirði. Heimilt er að hafa íbúð í stað hverfisverslunar.

Umsögnin var þessi:

„Fyrir hönd Seltjarnarnessbæjar er ekki gerð athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna nærþjónustukjarna í Skerjafirði.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi Seltjarnarness

Afgreiðsla: Lagt fram.

4. 2024040061 – Umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu frá 24. nóvember

Lagðar fram skýrslur um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu frá 34. október 2024. Engin slys urðu á fólki á Seltjarnarnesi.

Afgreiðsla: Lagt fram.

5. 202412-0347 357553 – Næsti fundur nefndarinnar

Lögð fram tillaga um að næsti fundur nefndarinnar verði þann 16. janúar 2025.

Afgreiðsla: Samþykkt að næsti fundur verði þann 16. janúar á nýju ári.

6. 202412-0347 357554 – Fundir nefndarinnar árið 2025

Bæjarstjórnarfundir á árinu 2025 verða á eftirtöldum dögum: 22. Janúar, 5 og 19 febrúar, 12 og 26 mars, 9 og 23 apríl, 14 og 28 maí, 11 og 25 júní, 20. ágúst, 3 og 17 september, 1. og 22 október, 5,19. og 26 nóvember og 10. desember.

Lagt er til að miða verði við að fundir nefndarinnar verði 6 dögum áður, þó þarf eðlilega að færa þá til ef þeir lendi á frídögum. Miðað verði við eftirtalda daga en líta ber á það sem tillögu og fundartími verður endanlega ákveðinn á næsta fundi á undan hverjum fundi. Dagarnir eru:

16. janúar,

20. febrúar,

20. mars,

15. apríl, (þriðjudagur í páskaviku)

15. maí,

19. júní

24. júlí,

20. ágúst,

15. september,

16. október,

20. nóvember,

18. desember.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við skipulagsfulltrúa að stefnt verði að því að funda á umræddum dögum.

 

Fundi slitið kl. 08:34

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?