Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

157. fundur 26. nóvember 2024 kl. 17:15 - 18:17

Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Örn Viðar Skúlason, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:

1. 2024100245 – Bollagarðar 115 innanhússbreytingar – byggingarleyfi

Sótt er um byggingarleyfi fyrir innanhúsbreytingum til þess að opna milli eldhúss og borðkróks með því að fjarlæga burðarvegg sem skilur rýmin að. Veggur milli eldhúss og borðkróks verður styrktur með því að koma fyrir I-stálbita undir plötu þar sem veggur var fjarlægður. Auk þessu munu verða settar UNP súlur undir enda bita. Engar breytingar verða á stærð eða útliti hússins.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

2. 2024020082 – Melabraut 16 - byggingarleyfisumsókn

Sótt er um byggingarleyfi fyrir ofanábyggingu við húsið í samræmi við breytingu á deiliskipulagi sem nýlega var grenndarkynnt.

Fyrir liggur samþykki allra eiganda hússins sem er í samræmi við bókun nefndareinnar þegar grenndarkynning var samþykkt. Þá bókaði nefndin: „Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að grenndarkynna tillöguna og beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til íbúa Melbrautar 14, 15, 17, 18. Tilskilið er að samþykki allra meðeiganda í húsinu liggi fyrir.“

Afgreiðsla: Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

3. 2024070052 – Viðmiðunarreglur fyrir girðingar

Komið hefur tillaga um að breyta lítillega þeim viðmiðum sem nefndi samþykkti nýverið.

Afgreiðsla: Lítillega breyttar viðmiðunarreglur samþykktar.

4. 2024060035 – Umferðaröryggi á Norðurströnd

Umferðaröryggi á Norðurströnd hefur verið í umræðunni bæði í nefndinni og á samfélagsmiðlum. Verkfræði stofan Efla hefur unnið minnisblað um málið, þar sem fram koma ýmsar tillögur að úrbótum meðal annars nokkuð nákvæm staðsetning hraðatakmarkandi aðgerða.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til skipulagsfulltrúa að láta hanna hraðatakmarkandi aðgerðir við götuna.

5. 2024110118 – Tilfærsla á einstefnuskilti við Skólabraut

Komið hefur fram tillaga um tilfærslu á einstefnuskilti til að bæta umferðaröryggi við leikskólann Stjörnubrekku, Skólabraut 1. Nauðsynlegt er að færa skiltið til að koma í veg fyrir tvístefnuumferð við leikskólann þannig að unt sé að gera bifreiðastæði austan megin götunar en banna þau vestan hennar.

Afgreiðsla: Nefndin telur ekki þörf á tilfærslu á skilti.

6. 2024010191 – Austurströnd 7 - tillaga að uppbyggingu lóðar

Lögð er fram tillaga að uppbyggingu lóðarinnar Austurströnd 7 sem borist hefur frá lóðarhafa.

Afgreiðsla: Nefndin vísar erindinu til nefndar um þróun uppbyggingar miðsvæðis.

7. 2024110184 – Austurströnd 7 - umsókn um stöðuleyfi

Sótt er um tímabundið stöðuleyfi fyrir smáhúsi á lóð Orkunnar. Það stendur til að sýna þar á næstunni lúxusbíla sem eru til til sölu. Tekið er fram að ekki er um venjulega bílasölu að ræða með marga notaðra bíla heldu sýningu á lúxusbílum. Í leigusamningi lóðarinnar, grein 5, kemur fram að „landið er einungis leigt til að hafa þar benzínstöð með tilheyrandi afgreiðslu og þvottaplönum“.

Afgreiðsla: Synjað. Samræmist ekki leigusamningi lóðarinnar.

8. 2024060036 – Hraðamæling á Norðurströnd 1.11.2024

Lögreglan mældi hraða á tímabilinu frá kl. 12:35 til 13:35 þann 1. nóvember 2024. Umferð ökutækja sem ekið var vestur Norðurströnd við Suðurströnd var vöktuð með hraðamyndavél lögreglunnar. Þarna er hámarkshraði 50 km/klst. Á ofangreindu tímabili vaktaði vélin 143 ökutæki og var meðalhraði þeirra 44 km/klst. Ljósmyndað var eitt brot sem samsvarar um 0,1% fjölda mælinga. Um var að ræða akstur á 59 km/klst. hraða.

Afgreiðsla: Lagt fram.

9. 2024040061 – Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu frá 13. október 2024

Lagðar fram skýrslur um umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu frá 13. september 2024. Ekkert slys varð á Seltjarnarnesi á tímabilinu.

Afgreiðsla: Lagt fram.

10. 2024110120 – Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna landnotkunar við Hringbraut

Sveitarfélaginu barst umsagnarbeiðni vegna skipulagslýsingu á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur skömmu eftir síðasta fund. Fyrirhuguð breyting felst í því að stærri hluti götunnar verði skilgreindur sem aðalbraut.

Þar sem frestur til að gefa umsögn var stuttur gaf skipulagsfulltrúi umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins. Umsögnin var á þessa leið: „Fyrir hönd Seltjarnarnessbæjar er ekki gerð athugasemd við breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna landnotkunar við Hringbraut. Bærinn áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á seinni stigum málsins.
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi Seltjarnarness.“

Afgreiðsla: Lagt fram.

 

Fundi slitið kl. 18:17

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?