Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

155. fundur 05. september 2024 kl. 08:15 - 09:40

Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Karen María Jónsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og starfsmaður nefndar.

Dagskrá:

1. 2022120105 – Miðbraut 8 - byggingarleyfi

Sótt er um byggingarleyfi fyrir vinnustofu á lóðinni Miðbraut 8. Vinnustofan er 81,4 fermetrar að grunnfleti þegar bæði A- og B-rými eru talin. Nýlega var samþykkt breyting á deiliskipulagi sem skilgreinir byggingarreit og heimilar aukið byggingarmagn á lóðinni. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður 0,45 skv. umsókninni en heimiluð hámarksnýting er 0,46.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.

2. 2024080286 – Tjarnarstígur 8 - deiliskipulagsbreyting

Kanon arkitektar, fyrir hönd eiganda, sækja um að breyta deiliskipulagi fyrir hönd eiganda að Tjarnarstígs 8. Breytingin felur í sér viðbyggingu við húsið og að því verði skipt í tvær íbúðir. Einnig er sótt um að leiðrétta nýtingarhlutfall sem er gefið upp 0,4 í gildandi deiliskipulagi þannig að það verði 0,54 eins og raunin er í dag.

Skráning hússins hefur alla tíð verið röng hjá Þjóðskrá Íslands en húsið hefur verið skráð 252,8 fermetrar og greidd fasteignagjöld í samræmi við það en er í raun 202,8 fermetrar samkvæmt uppmælingu.

Stærð lóðarinnar er rangt skráð í fasteignaskrá, eða 925 fermetrar. Lóðin er 466 fermetrar samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Þannig rúmast það hús sem nú stendur við Tjarnarstíg 8 alls ekki innan þess nýtingarhlutfall sem gildir fyrir hana skv. gildandi deiliskipulagi. Óskað er eftir að hækka nýtingarhlutfallið þannig að sú stærð sem skráð er hjá Þjóðaskrá sé í samræmi við raunverulega stærð lóðar hússins, en til þess þarf nýtingarhlutfallið að verða 0,54.

Jákvætt var tekið í fyrirspurn um stækkun hússins á 126. fundi skipulags- og umferðarnefndar, en þá var eftirfarandi bókað:

„Lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Bjargar Karlsdóttur, dagsett 31. maí 2022, þar sem spurst er fyrir um heimildir til að stækka íbúðarhúsið við Tjarnarstíg 8.

Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.“

Afgreiðsla: Synjað. Nefndin bendir eiganda á að láta leiðrétta skráningu húss og lóðar hjá HMS.

3. 2024080285 – Nesbali 50 deiliskipulagsbreyting

Gláma – Kím arkitektar óska eftir, fyrir hönd eiganda, að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina Nesbala 50 svo unnt verði að byggja við húsið. Hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,33 í 0,43 við breytinguna og byggingarreitur er stækkaður.

Málið hefur komið fyrir nefndina tvisvar sinnum áður, síðast á 153. fundi í júlí þegar nefndin tók jákvætt í fyrirspurn varðandi málið. Þá var eftirfarandi bókað:

„Á síðasta fundi nefndarinnar var málinu frestað og þá var bókað: Sigbjörn Kjartansson arkitekt, fyrir hönd húseiganda að Nesbala 50 leggur fram breytingu á deiliskipulagi sem heimilar að byggja um 96,7 fermetra viðbyggingu við húsið Nesbala 50. Við breytinguna fer hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,33 í 0,41. Nefndin tók jákvætt í fyrirspurn um málið á fundi í apríl síðastliðnum.

Bókun 152. fundar var þessi: Afgreiðsla: Frestað.

Búið er að breyta tillögunni síðan þá og hefur hún verið minnkuð lítillega og skjólveggur dreginn fá lóðarmörkum og hann lækkaður.

Nýtingarhlutfall verður 0,426 við breytinguna og eru þá svokölluð B-rými talin með eins og fyrirmæli eru um í skipulagslögum. Afgreiðsla: Samþykkt að lóðarhafa sé heimilt að láta vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við þau áform sem nú eru kynnt.“

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgr. 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4. 2024080294 – Tjarnarstígur 2 - Leiðrétt stærð, skipting lóðar og sameining

Óskað er eftir að leiðrétta stærð lóðarinnar Tjarnarstígur 2 í samræmi við mæliblað og uppmælingu sem verkfræðistofan Hnit hefur unnið. Einnig er óskað eftir að skipta lóðinni upp í tvo hluta og sameina minni hlutann í framhaldinu við lóðina Lambastaðabraut 14. Þannig verður aðkoma að Lambastaðabraut 14 frá Tjarnastíg en lóðin hefur í dag aðkomu yfir nágrannalóð við Lambastaðabraut.

Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna óverulega deiliskipulagsbreytingu í samræmi við áformin með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.

5. 2024080059 – Fundargerð 128. fundar svæðisskipulagsnefndar

Fundargerð 128. fundar svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til upplysingar.

Afgreiðsla: Fundagerð lögð fram.

6. 2024080073 – Helstu framkvæmdir í bænum og staða þeirra

a) Mygluhreinsun í grunnskólum bæjarins. Verkinu miðar vel og er framvinda skv. verkáætlun.

b) Endurnýjun á þaki tónlistarskóla og heilsugæslu. Verkið er á áætlun.

c) Malbikunarframkvæmdir: Heilmalbikun Suðurstrandar er lokið og gekk verkið framar björtustu vonum. Nú taka við vegmerkingar og malbiksviðgerðir víða um bæinn.

d) Málun á merkingum á gatnakerfinu. Verkið er að hefjast og á að ljúka í haust.

e) Leikskólarnir Sólbrekka og Mánabrekka. Ýmsum lagfæringum sem staðið hafa yfir, m.a. að beiðni heilbrigðiseftirlits, er að mestu lokið.

f) Grunnskólalóðir. Unnið er að endurnýjun drenlagna við báðar skólabyggingar. Einnig er unnið að því að endurbæta útileiksvæði við skólana. Verkið er í gangi, hjólastæði hafa verið færð, en tafir hafa orðið á verkinu vegna jarðvinna við drenlagnir framkvæmda til að uppræta myglu.

g) Tilfærsla á strætóskýli nærri fótboltavelli við Lindrabraut. Verkinu er lokið.

h) Malbikun Hæðarbrautar. Í undirbúningi er endurnýjun lagna malbikun Hæðarbrautar.

i) Lagfæringar á hraðhindindrunum m.a. við Miðbraut og Grænumýri.

j) Lagning gangstéttar vestan við Tónlistarskóla að Valhúsaskóla.

k) Útboðum vegna LED-væðingar gatna- og stígaljósa er lokið. Búist er við að verkið hejist á næstu vikum.

l) Í undirbúningi er að bæta öryggi gangandi vegfarenda með því girða af gangstéttina við Bygggarða 2a.

Afgreiðsla: Lagt fram.

7. 2024040061 - Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu frá 4. ágúst

Lagðar fram skýrslur um umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu frá 4. ágúst 2024. Ekkert slys varð á Seltjarnarnesi.

Afgreiðsla: Lagt fram.

 

Fundi slitið kl. 09:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?