Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Erlendur Magnússon, og Bjarni Torfi
Álfþórsson.
Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og starfsmaður nefndar.
Dagskrá:
1. 2023070045 – Nesvegur 104 - byggingarleyfisumsókn sólskálar á 1. og 2. hæð
Sótt er um byggingarleyfi fyrir sólskálum bæði á 1. og 2. hæð að Nesvegi 104. Nýlega var grenndarkynnt breyting á deiliskipulagi sem heimilar sólskálanna. Ekki kom athugasemd við hana.
Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð.
2. 2024030200 – Tjarnarból 12 umsókn um byggingarleyfi – fjarskiptaloftnet
Íslandsturnar sækja um fjarskiptaloftnet á þaki Tjarnarbóls 12 fyrir hönd húsfélagsins. Málinu var frestað á fundi nefndarinnar í apríl. Nú liggja fyrir undirskriftir um samþykki allra íbúðareiganda í húsinu og auk umboðs formanns húsfélagsins.
Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað.
3. 2024060022 – Barðaströnd 20 -athugasemd við grenndarkynningu
Grenndarkynningu á deiliskipulagsbreytingu fyrir Barðaströnd 20 vegna opins bílskýlis er nú lokið. ekki bárust athugasemdir frá nágrönnum en ábending barst frá veitum vegna lagna í jörðu.
Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:
"Veitur benda á skilmála heimlagna https://www.veitur.is/skilmalar-fyrir-heimlognum þar sem fram kemur að húseiganda er óheimilt að byggja yfir heimlagnir, reisa sólpall eða á annan hátt hindra aðgengi að þeim vegna bilana eða endurnýjunar. Slíkar framkvæmdir má einungis gera í samráði við Veitur og með viðeigandi ráðstöfunum."
Afgreiðsla: Nefndin þakkar ábendinguna og bendir á að opið bílskýli muni ekki hindra aðgengi að lögnum Veitna fremur en þau bifreiðastæði sem þegar eru á staðnum sem skýlið verður á. Húseiganda er þó bent á að hafa samráð við Veitur áður en framkvæmdir hefjast.
4. 2024070049 – Viðmiðunarreglur um girðingar á lóðarmörkum
Fyrir liggur tillaga um viðmiðunarreglur fyrir girðingar á lóðarmörkum. Í stuttu máli eru mælst til að girðingar sú ekki hærri en 1,2 metrar út að húsagötum og gangstéttum en 1,8 metrar að göngustígum opnum svæðum og safngötum. Að auki sé þess gætt að ekki myndist blind horn þar sem stígar koma að götum.
Afgreiðsla: Viðmiðunarreglur samþykktar.
5. 2024080059 – Óleyfisframkvæmdir í bænum
Borist hafa ábendingar frá íbúum um óleyfisframkvæmdir á nokkrum stöðum í bænum. Byggingarfulltrúi hefur í sumum tilfellum haft samband við húseigendur og sent póst og óskað eftir upplýsingum.
Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarfulltrúi upplýsti nefndina um ábendingar um meintar óleyfisframkvæmdir sem honum hafa borist.
6. 2024050081 – Hleðslustöðvar og ferli við úthlutun á aðstöðu
Orka náttúrunnar hefur beðið um aðstöðu við sundlaug Seltjarnarness fyrir hleðslustöðvar. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Afgreiðsla: Nefndin hafnar erindinu.
7. 2024060035 – Staða umferðaröryggisáætlunar
Á síðasta fundi nefndarinnar var lögð fram tillaga um að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun svo vinna við umferðaröryggisáætlun gæti hafist á þessu ári. Bæjarráð samþykkti nýlega viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.
Afgreiðsla: Lagt fram til upplýsingar.
8. 2024050147 – Staða ledvæðingar götu- og stígalýsingar í bænum
Útboði á lömpum sem skipt verður út er lokið og hefur verið samið við þann aðila sem bauð lægst. Útboð á framkvæmdinni við að setja lampana upp stendur nú yfir og verða tilboð í því útboði opnuð þann 15. ágúst.
Afgreiðsla: Lagt fram til upplýsingar.
9. 2024060035 – Umferðaröryggi á Norðurströnd – staða máls
Fjallað var um málið á 152. fundi nefndarinna. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að afla tilboða í hönnun á úrbótum við götuna með bætt umferðaröryggi að leiðarljósi. Sökum sumarleyfa hefur verkefnið gengið hægt en nú er þess vænst að úr bætist, enda er sumarleyfistíminn liðinn.
Afgreiðsla: Lagt fram til upplýsingar.
10. 2024080073 – Staða framkvæmda í bænum
Helstu framkvæmdir sem í gangi í bænum eru þessar:
Mygluhreinsu í grunnskóla bæjarins: Verkið gengur vel og má segja að það sé á áætlun. Stöðugt kom þó upp ný svæði sem þarf að hreinsa og er kennarastofan í Valhúsaskóla dæmi um slíkt.
Endurnýjun á þaki tónlistarskóla/heilsugæslu: Verkið var boðið út í vor og hefur lægstbjóðandi sem var Hamraborg ehf hafið framkvæmdir við að skipta þakinu út. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki fyrir veturinn.
Malbikunarframkvæmdir: Bæjarráð samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun vegna malbikunarframkvæmda fyrir sumarfrí. Gerð var verðkönnum sem tveir aðilar svöruðu og er verið að yfirfara tilboðin. Gert ráð fyrir að samið verði við lægstbjóðanda.
Málun á merkingum á gangstígum: Búið er að ráða verktaka til verksins sem mun mála og merkja um 3000 m af stígum nú í ár, en það er um 1/3 af því sam þarf að mála á næst árum.
Málun á merkingum á gatnakerfinu: Búið er að ráða verktaka til verksins í kjölfar verðkönnunar og var fyrirtækið GSG ehf fengið í verkið.
Leikskólarnir Sólbrekka og Mánabrekka: Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd við ástand húsnæðisins í nokkuð ítarlegri skýrslu á vormánuðum. Bæjarstarfsmenn hafa verið að lagfæra húsnæðið nú í sumar og hafa lóðir verið lagfærðar, leiktæki flutt til, sandkassa breytt til að minnka sandfok yfir nærliggjandi íbúðarlóðir, fúnir gluggar og gólfdúkur lagfærður svo eitthvað sé nefnt.
Grunnskólalóðir: Komið er tilboð í girðingar á lóð Mýrhúsaskóla og eru hugmyndir um að setja hana upp og lagfæra og færa hjólastæði til fyrir haustið. Framkvæmdir við dren meðfram skólunum í sumar sem tengjast mygluhreinsun, hefur truflað þetta verk en nú sér fyrir endan á þeim framkvæmdum.
Tilfærsla á strætóskýli nærri fótboltavelli við Lindrabraut: Verkið hófst nú í vikunni en mikilvægt er að færa skýlið fjær gatnamótum Lindabrautar og Hofgarða vegna öryggis barna og annarra gangandi vegfaranda.
Afgreiðsla: Lagt fram til upplýsinga
11. 2024040061 - Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu frá 7. júlí
Lagðar fram skýrslur um umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu frá 7. júlí 2024. Ekkert slys varð á Seltjarnarnesi.
Afgreiðsla: Lagt fram.
Fundi slitið kl. 15:42