Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

151. fundur 16. maí 2024

151. fundur Skipulags- og umferðarnefndar haldinn í fundarsal Bæjarstjórnar Seltjarnarness, fimmtudaginn 16. maí, 2024 kl. 08:15

Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Hákon R. Jónsson, Bjarni Torfi Álfþórsson og Karen María Jónsdóttir.

Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og starfsmaður nefndar.

Dagskrá:

1. 2024050071 – Fornaströnd 8 – umsókn um byggingarleyfi

Sótt er um leyfi fyrir endurbótum og stækkun einbýlishússins við Fornuströnd 8. Húsið verður 275 fermetrar eftir stækkunina.
Opinber stærð lóðarinnar er 884 fermetra samkvæmt Fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hámarks stærð byggingar skv. gildandi deiliskipulagi miðað við þá stærð er nýtingarhlutfallið 0,311 sem er í samræmi við deiliskipulag svæðisins.

Eftir að fundarboðið var sent út kom í ljós að byggingarleyfi fyrir húsið hafði þegar verið samþykkt á fundi nefndarinnar þann 21.6.2022 eftir þeim teikningum sem hér eru lagðar fram. Endanlegt byggingarleyfi hefur þó enn ekki verið gefið út fyrir lóðina.
Fyrri ákvörðun nefndarinnar er áréttuð. Byggingarfulltrúa heimilað að gefa út byggingarleyfi þegar umsækjandi hefur skilað öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.

2. 2023060137 – Melabraut 20 - umsókn um byggingarleyfi

Lögð fram byggingarleyfisumsókn vegna Melabrautar 20. Umsóknin er í samræmi við grenndarkynningu sem lauk þann 15. febrúar. Í húsinu verða 3 íbúðir, það verður 2 hæðir og kjallari.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.

3. 2024030060 – Byggingarleyfi Hofgarðar 16 og úrskurður úrskurðarnefndar

Sótt er um að byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi í samræmi við nýlega breytingu á deiliskipulagi sem meðal annars var gerð með grenndarkynningu sem staðfest endanlega í bæjarstjórn þann 7. febrúar. Nágranni kærði niðurstöðuna til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála sem hafnaði kröfu kæranda þann 3. maí 2024.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.

4. 2024050074 – Sefgarðar 8 - endurnýjun á byggingarleyfi frá 1984

Sótt er um að endurnýja eldra byggingarleyfi frá árinu 2008. Þá var samþykkt um 50 fermetra viðbygging við húsið sem er í samræmi við núgildandi deiliskipulag frá árinu 2017. Núverandi byggingarmagn á lóðinni eru 185 fermetrar en byggja má 257,4 fermetra samkvæmt deiliskipulaginu.

Afgreiðsla: Nefndin bendir á að eldra byggingarleyfi er útrunnið og sækja þarf um nýtt byggingarleyfi.

5. 2024040042 – Nesbali 50 breyting á deiliskipulagi vegna viðbyggingar

Sigbjörn Kjartansson arkitekt, fyrir hönd húseiganda að Nesbala 50 leggur fram breytingu á deiliskipulagi sem heimilar að byggja um 96,7 fermetra viðbyggingu við húsið Nesbala 50. Við breytinguna fer hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,33 í 0,41. Nefndin tók jákvætt í fyrirspurn um málið á fundi í apríl síðastliðnum.

Afgreiðsla: Frestað.

6. 2023110002 – Sæbraut 4 eftir grenndarkynningu

Grenndarkynningu á þaksvölum yfir bílskúr og nýjum kvisti er lokið. Tvær athugasemdir bárust frá nágrönnum. Annarsvegar telja nágrannar sem búa norðan við umrædda framkvæmd að skuggavarp, sýn til himins og innsýn verði til þess að rýra lífsgæði sín og hins vegar telja nágrannar sem búa við hlið framkvæmdarinnar að handrið/veggur þyrfti að verða hærri til að minnka innsýn á sína lóð. Fyrir liggur athugasemd eiganda Sæbrautar 4 vegna andmælanna.
Nefndin frestaði málinu á síðasta fundi sínum. Eigendur leggja fram málamiðlunartillögu sem þeir hafa látið vinna sem kemur til móts við athugasemdirnar.

Afgreiðsla: Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að kynna framkomna miðlunartillögu fyrir nágrönnum.

7. 2022050379 – Tjarnarstígur 8 fyrirspurn um stækkun

Spurt er hvort að byggja megi 50 fermetra við húsið Tjarnarstíg 8 og endurbyggja hluta þess.
Húsið er í dag 201 m2. Það var þó af einhverjum ástæðum skráð 251,8 m2 hjá Þjóðskrá þegar það var byggt og hafa verið greidd fasteignagjöld af þeirri stærð síðan. Við breytinguna verður húsið 251 fermetrar. Árið 2022 tók nefndin jákvætt í Fyrirspurn um málið en þá voru áform um fjölgun íbúða sem hætt hefur verið við.
Lóðin er skráð 925 fermetrar hjá Þjóðskrá en 466 fermetrar í gildandi deiliskipulagi. Raunveruleg stærð hennar er á milli þessara stærða.

Afgreiðsla: Sú breyting sem óskað er eftir krefst deiliskipulagsbreytingar. Lóðarhafa er heimilt að láta vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

8. 2024050078– Lindarbraut 11 lóðarmörk

Landeigandi óskar eftir að lóðarmörk milli lóðanna Lindarbraut 9 og 11 verði skilgreind í samræmi við nýlag framkomið þinglýst skjal sem skilgreinir þau þannig að skúr á lóða hans verður allur innan hennar.

Afgreiðsla: Skipulags og umferðarnefnd Seltjarnarnesbæjar beinir því til skipulagsfulltrúa að hann afli lögfræðiálits um það hvaða heimildir sveitarfélagið hefur í málinu.

9. 2024050081 – Orka náttúrunnar - fyrirspurn um hleðslustöð við sundlaug

Orka náttúrunnar óskar eftir að setja upp hleðslustöð/stöðvar við Sundlaug Seltjarnarness. Þeir benda á staðsetningu sem er hentug þar sem gömul heimæð er í jörðu sem áður tengdi pylsusjoppu sem var á svæðinu. Þetta dregur úr jarðraski við framkvæmdina og þeir benda einnig á í erindinu að mikil eftirspurn sé í sveitarfélaginu eftir þessari þjónustu.

Afgreiðsla: Frestað.

10. 2024050081- Erindi um hraðahindrun í Grænumýri

Borist hefur erindi frá Húsfélaginu í Grænumýri 18-20 þar sem óskað er eftir að hraðahindrun í götunni Grænumýri verði stækkuð og/eða að sett verði þrenging í götuna, þar sem umferðarhraði er of mikill í götunni. Við götuna búa mörg börn og unglingar sem fara um götuna á hverjum degi eins og segir í erindinu.

Afgreiðsla: Skipulags og umferðarnefnd Seltjarnarnesbæjar þakkar fyrir erindið og beinir því til skipulagsfulltrúa til nánari útfærslu.

11. 2024030085 - Umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu

Skýrsla um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu dagana 31. mars til 4. maí lögð fram. Ekkert slys varð á Seltjarnarnesi.

Afgreiðsla: Lagt fram.

12. 2024020076- Fundargerð 126. og 127. fundar svæðiskipulasnefndar SSH

Fundagerðir 126. og 127. fundar svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram.

Afgreiðsla: Lagt fram.

 

Fundi slitið kl. 9:35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?