150. fundur Skipulags- og umferðarnefndar haldinn í fundarsal Bæjarstjórnar Seltjarnarness, miðvikudaginn 11. apríl, 2024 kl. 08:15
Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Inga Þóra Pálsdóttir.
Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og starfsmaður nefndar.
Dagskrá:
1. 2024040081 – Bygggarðar - Stofnun 7 lóða fyrir djúpgáma
Byggingaraðili Bygggarða óskar eftir að stofna 7 lóðir fyrir djúpgáma í samræmi við nýlega staðfest deiliskipulag og lóðarblöð í viðhengi. Deiliskipulagið var samþykkt á nóvemberfundi nefndarinnar á síðasta ári.
Afgreiðsla: Samþykkt.
2. 2024030171 – Sæbraut 2 byggingarleyfisumsókn - breyting inni
Lögð fram byggingarleyfisumsókn vegna Sæbrautar 2 þar sem meðal annars er óskað er eftir að fjarlægja innvegg og opna milli eldhúss og stofu á efri hæð. Í húsinu var áður rekið sambýli á vegum bæjarins. Það er skráð sem einbýli hjá Þjóðskrá.
Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
3. 2023080141 – Selbraut 36 - Byggingarleyfisumsókn glerskáli á svölum
Sótt er um að byggingarleyfi fyrir glerskála á svölum í samræmi við grenndarkynningu sem fór fram nýlega. Ekki komu athugasemdir frá nágrönnum við hana.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
4. 2024030200 – Tjarnarból 10 - 12 Byggingarleyfisumsókn vegna fjarskiptaloftnets
Sótt er um að byggingarleyfi fyrir fjarskiptaloftneti á þaki hússins Tjarnarból 12 í samræmi við hjálagða uppdrætti. Samþykkt umboð fyrir umsækjanda sem er Íslandsturnar ehf, frá formanni húsfélagsins liggur fyrir.
Afgreiðsla: Frestað með vísan í 31. gr., sbr. 30. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994.
5. 2023070045 – Nesvegur 104 óveruleg breyting á deiliskipulagi vegna sólskála
Sótt er um að breyta deiliskipulagi fyrir Nesveg 104 þannig að unnt verði að stækka svalir og byggja sólskála á jarðhæð en yfirbyggðar svalir á 2. hæð. Jafnframt hækkar nýtingarhlutfall úr 0,38 í 0,39
Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að Skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt fyrir húseigendum að Grænumýri 2, Nesvegi 100, 109, 111 og 113.
6. 2023110002 – Sæbraut 4 eftir grenndarkynningu
Grenndarkynningu á þaksvölum yfir bílskúr og nýjum kvisti er nú lokið. Tvær athugasemdir bárust frá nágrönnum sem telja að sér vegið með tillögunni. Annarsvegar telja nágrannar sem búa norðan við umrædda framkvæmd að skuggavarp, sýn til himins og innsýn verði til þess að rýra lífsgæði sín og hins vegar telja nágrannar sem búa við hlið framkvæmdarinnar að handrið/veggur þyrfti að verða hærri til að minnka innsýn á sína lóð. Fyrir liggur athugasemd eiganda Sæbrautar 4 vegna andmælanna.
Afgreiðsla: Frestað.
7. 2024040036 – Nesbali 64 - Fyrirspurn um gróðurskála
Húseigandi spyr hvort heimilað verði að byggja tæplega 40 fermetra gróðurskála við hús sitt að Nesbala 64. Lóðin er skráð „fullbyggð“ í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið og ekki er byggingarreitur fyrir garðskálann í því.
Afgreiðsla: Samþykkt að húseiganda sé heimilt að leggja fram tillögu að grenndarkynningu í samræmi við hugmyndirnar sem tekin verði afstaða til þegar hún liggur fyrir.
8. 2023060183 – Tjarnarstígur 3-5 fyrirspurn
Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt, spyr fyrir hönd húseiganda að Tjarnarstíg 3-5 hvort heimilað verði að breyta deiliskipulagi þannig að stærð, lögun og staðsetning byggingareita bílageymslna breytist. Við breytinguna mun nýtingarhlutfall hækka úr 0,5 í 0,6.
Afgreiðsla: Skipulags og umferðarnefnd Seltjarnarnesbæjar hafnar erindinu.
9. 2024040042 - Nesbali 50 fyrirspurn
Sigbjörn Kjartansson arkitekt, spyr fyrir hönd húseiganda að Nesbala 50 hvort heimilað verði byggja um 96,7 fermetra viðbyggingu við húsið Nesbala 50. Við breytinguna mun nýtingarhlutfall verða um 0,41.
Afgreiðsla: Skipulags og umferðarnefnd Seltjarnarnesbæjar heimilar að unnin verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samráði við umsækjenda.
10. 2024030085- Malbikunarframkvæmdir næstu misseri
Taka þarf ákvörðun um hvaða malbikunarframkvæmdir á að fara í sumarið 2024 í bænum og bóka verkataka til verksins tímanlega. Skipulagsfulltrúi hefur farið yfir ástand gatna með starfsmönnum á skipulags og umhverfissviði og hefur sett upp tillögu að forgangsröðun sbr. minnisblað í viðhengi þar um. Þess má geta að endurnýja þarf lagnir undir Hæðarbraut á næstunni en Hæðarbraut sem er sú gata sem malbik er í hvað verstu ástandi í bænum.
Afgreiðsla: Frestað þar til kostnaðaráætlun liggur fyrir.
11. 2024020076- Fundargerð svæðiskipulasnefndar SSH
Fundagerð 125. fundar svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram.
Afgreiðsla: Lagt fram.
12. 2024040061- Umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu 11. febrúar til 23. Mars
Skýrslur um umferðaslys á höfuðborgarsvæðinu lagðar fram. Ekkert slys varð á Seltjarnarnesi.
Afgreiðsla: Lagt fram.
Fundi slitið kl. 9:37