149. fundur Skipulags- og umferðarnefndar haldinn í fundarsal Bæjarstjórnar Seltjarnarness, miðvikudaginn 13. mars, 2024 kl. 08:15
Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Örn Viðar Skúlason.
Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og starfsmaður nefndar.
Dagskrá:
1. 2024030060 – Hofgarðar 16 - byggingarleyfisumsókn
Lögð fram byggingarleyfisumsókn vegna Hofgarða 16. Sótt er um að byggja 337,7 m2 og 1376,1 m3 einbýli á tveim hæðum. Nýtingarhlutfall hússins er 0,45 en á lóðinni er hámarks nýtingarhlutfall 0,46 samkvæmt nýlegri breytingu á deiliskipulaginu. Frágangur á lóðamörkum er með þeim hætti að hann þarf að vinna í samráði við nágranna.
Afgreiðsla: Frestað.
2. 2023040100 – Lindarbraut 29 deiliskipulagsbreyting
Eigandi óskar eftir að grenndarkynnt verði breyting á deiliskipulaginu Vestursvæði að Lindarbraut svo leyfilegt verði að byggja um 70 fermetra garðskála í samræmi við skissur hans í viðhengi. Núverandi byggingarmagn á lóð er 210,5 fermetrar og lóðin er 1200 fermetrar skv. Fasteignaskrá. Nýtingarhlutfall lóðar er 0,33 og verður byggingarmagn á lóð eftir breytinguna innan marka þess. Nefndin fjallaði um málið og tók jákvætt í erindið á desemberfundi sínum á síðasta ári.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að grenndarkynna tillögu um garðskála og beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr 123/2010. Tillaga verði grenndarkynnt fyrir húseigendum að Lindarbraut 27, 30 og 31 auk Nesbala 3, 5 og 7.
3. 2022050229 – Unnarbraut 3 - endurnýjun á byggingarleyfi frá 2022
Sótt er um að endurnýja byggingarleyfi frá því í maí 2022 en þá samþykkti nefndin að heimila svalalokun að Unnarbraut 3 en þar sem framkvæmdir hófust ekki rann leyfið út á tíma.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð 112/2012.
4. 2023060137 – Melabraut 20 – Grenndarkynningu lokið.
Á nóvemberfundi nefndarinnar var samþykkt að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi eignarinnar Melabraut 20. Breytingin fólst í því að hámarks mænishæð var hækkuð til samræmis við það sem er í gildi fyrir lóðirnar Melabraut 14, 16 og 18.
Athugasemdir bárust nýlega frá eigendum eignarinnar Melabraut 18, í fjórum liðum. Nágrannarnir gera athugasemd við framsetningu gagna og hæð hússins sem þau telja að verði ekki í samræmi við næstu hús og að ekki séu fordæmi fyrir bílakjallara í hverfinu.
Þau telja einnig til ýmis atriði eins og afstöðu hússins, umhverfisþætti og misræmi í stærð lóðarinnar sem gefi óeðlilega mikið byggingarmagn skv deiliskipulagi. Þetta eru allt þættir sem ekki er verið að breyta að með þeirri grenndarkynningu sem hér er fjallað um og eru í samræmi við það deiliskipulag sem er í gildi fyrir lóðina.
Afgreiðsla: Nefndin telur að sú breyting á hæðarkóta sem hér um ræðir muni ekki rýra lífsgæði eða verðgildi eignarinnar Melabraut 18 líkt og gefið er í skyn í athugasemd. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málgrein 4. og 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og honum verði falið að svara nágrönnunum í samræmi tillögu að svarbréfi sem er í viðhengi.
Nefndin vill árétta að ekki er verið að samþykkja hámarkshæð á lóðinni umfram það sem heimilt er að byggja á lóðunum Melabraut 14, 16 og 18 þar sem þau sem gera athugasemd búa.
5. 2024030071– Vöktun á umferðarhraða á Suðurströnd
Lögreglan vaktaði umferðarhraða við Suðurströnd þann 22.2.2024. 93 ökutæki óku um götuna meðan á eftirlitinu stóð. Sá sem ók hraðast ók á 58 km/klst, en meðalhraði var 38 km/klst. Hámarkshraði á þessum stað er 30 km/klst.
Afgreiðsla: Lagt fram.
6. 2024030085 – Malbikunarframkvæmdir í bænum sumarið 2024
Taka þarf ákvörðun um hvaða malbikunarframkvæmdir á að fara í sumarið 2024 í bænum og bóka verkataka til verksins tímanlega.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til að sviðstjóri taki saman áætlun um verkið og afli tilboða og leggi fyrir næsta fund. Nefndin felur sviðstjóra enn fremur að taka saman minnisblað um ástand gatna og tillögu að forgangsröðun verkefna næstu misseri.
7. 2024020168 – Umsagnarbeiðni um skotæfingasvæði í Álfsnesi
Reykjavíkurborg óskar eftir umsögn um aðalskipulagsbreytingu vegna skotæfingasvæðis í Álfsnesi. Tillagan snertir ekki hagsmuni íbúa Seltjarnarness.
Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarnesbæjar gerir ekki athugasemd við tillögu um breytt aðalskipulag Reykjavíkur vegna skotæfingasvæðis á Álfsnesi, sem kynnt er á Skipulagsgátt sem mál nr. 0190/2024. Skipulagsfulltrúi falið að leggja fram umsögn í samræmi við tillögu í viðhengi.
8. 2024020076 - Fundargerð 124. fundar svæðisskipulagsnefndar SSH
Lögð er fram fundargerð 124. fundar svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu.
Afgreiðsla: Fundargerðin lögð fram.
9. 2023120252- Umerðaslys á höfuðborgarsvæðinu 11. feb til 17. feb.
Borist hafur skýrsla með skráning á umferðaslysum á höfuðborgarsvæðinu sem er lögð fram.
Ekkert slys varð á Seltjarnarnesi.
Afgreiðsla: Lagt fram.
Fundi slitið kl. 9:15