148. fundur Skipulags- og umferðarnefndar haldinn í fundarsal Bæjarstjórnar Seltjarnarness, fimmtudaginn 15. febrúar, 2024 kl. 08:15
Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Stefán Bergmann og Örn Viðar Skúlason.
Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og starfsmaður nefndar.
Dagskrá:
1. 2023040100 – Melabraut 16
Lögð fram tillaga að óverulegri deiliskipulagbreytingu vegna Melabrautar 16. Nefndin fjallaði um fyrirspurn um hvort breyta þyrfti deiliskipulagi vegna áforma eiganda á 146. fundi í desember og þá var bókað: „Afgreiðsla: Tillagan samræmist ekki deiliskipulagi. Nefndin telur breytingun þó óverulega og heimilar að grenndarkynna breytinguna.“ Tillagan gengur út á það að aðkomustigi að efri hæðum er staðsettur utan byggingarreits að hluta, vestan megin hússins.
Deiliskipulagi lóðarinnar var breytt árið 2021 þegar heimilað var að byggja inndregna hæð ofan á húsið með einhalla þaki.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að grenndarkynna tillöguna og beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til íbúa Melbrautar 14, 15, 17, 18. Tilskilið er að samþykki allra meðeiganda í húsinu liggi fyrir.
2. 2024020073 – Fyrirspurn Kirkjubraut 5 ruslageymsla innlimuð í hús
Húseigandi spyr hvort heimilað verði að innlima innbyggða ruslageymslu við Kirkjubraut 5 í íbúð á neðstu hæð hússins. Ruslageymsla er tæpir 2 fermetrar og myndi íbúðin stækka um það sem því nemur. Sorpgeymslan er barn síns tíma, rúmar einungis 2 sorpílát og er ekki lengur í notkun. Rétt er að árétta að ekki er verið að óska eftir stækkun á húsinu, einungis að sorpgeymslan verði hluti séreignar en ekki sameign eins og verið hefur.
Í 3 málsgrein 43. greinar skipulagslaga kemur eftirfarandi fram: „Við útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.“
Afgreiðsla: Nefndin telur áformin það óverulega að þau uppfylli 3 málsgrein 43. greinar skipulagslaga og því sé málsaðila heimilt að sækja um byggingarleyfi án grenndarkynningar enda liggi samþykki allra meðeiganda í húsinu fyrir.
3. 023110002 – Sæbraut 4 – ný fyrirspurn frá eigendum.
Eigendur hússins Sæbraut 4 eru óánægð með afgreiðslu nefndarinnar á 146. fundi í desember og senda nýtt erindi þar sem þau benda á að ekki komi skýrt fram í afgreiðslunni hvort erindið samræmist deiliskipulagi eða ekki. Bókun nefndarinnar á 146. fundi var þessi: „Nefndin tekur neikvætt í erindið. Kvistur rúmast ekki innan hámarks hæðarkóta gildandi deiliskipulags.”
Rökstyðja þau að erindið rúmist í raun innan deiliskipulags og nefndin telur að svo sé ekki, sé um óverulegt frávik að ræða sem samræmist 3. málsgrein 43. grein skipulagslaga. Ef ekki er fallist á það óska þau eftir að tillagan verði grenndarkynnt. Benda þau á að þau hafi kynnt málið fyrir nágrönnum sem búa við Sólbraut 5.
Afgreiðsla: Nefndin telur ekki einsýnt að tillagan rúmist innan deiliskipulags. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgrein 43 greinar skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir íbúum húsanna við Sæbraut 2,3,5 og 6 og Sólbraut 3 og 5.
4. 2024020074 – Tillaga um nýja gangstétt og nýja gangbraut við Valhúsaskóla
Komin er fram tillaga um að gerð verði gangstétt við Valhúsaskóla á leið sem liggur frá sundlauginni og upp að enda Skólabrautar. Þarna vantar gangstétt sem gerir að nemendur á leið í og úr skóla ganga einfaldlega á akbrautinni.
Að auki er lagt til að gerð verði ný gangbraut við enda Skólabrautar í framhaldi af umræddri gangstétt.
Afgreiðsla: Nefndin fagnar tillögunni og telur hana mikilvægt skref í að auka umferðaröryggi við skóla bæjarins.
5. 2024010301 – Handrið við sjósundsaðstöðu
Handrið við sjósundsaðstöðu var nýlega tekið fyrir í umhverfisnefnd sem bókaði:
„Nefndinni hefur borist fyrirspurn frá ÍTS um að auka öryggi og auðvelda aðgengi sjósundsiðkenda við skýlið á Kotagranda með því að bora rör í varnargarð og niður í fjöru. Afgreiðsla umhverfisnefndar: Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og gerir enga athugasemd.“
Afgreiðsla: Nefndin heimilar að umrætt handrið verði sett upp enda um öryggismál að ræða.
6. 2024010224 – Ósk um að setja upp hraðhleðslustöðvar við íþróttamiðstöð
Á síðasta fundi var fjallað um erindi frá fyrirtækinu Orkusölunni sem óskaði eftir að setja upp hleðslustöðvar við íþróttamiðstöðina. Þá var eftirfarandi bókað: “Frestað. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.“
Skipulagsfulltrúi hefur haft samband við fyrirtækið varðandi uppsetningu við Eiðistorg þar sem mun meira er af stæðum og fengið jákvæð viðbrögð hjá þeim.
Afgreiðsla: Skipulagsfulltrúa falið að vinna að nákvæmri staðsetningu hleðslustæða í samvinnu við umsækjandann og leggja fyrir nefndina.
7. 2024020076 - Fundargerð 123. fundar svæðisskipulagsnefndar SSH
Lögð er fram fundargerð 123. fundar svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu.
Afgreiðsla: Fundargerðin lögð fram.
8. 2023120252- Umerðaslys á höfuðborgarsvæðinu 7. jan 10. feb.
Borist hafa skýrslur með skráning á umferðaslysum á höfuðborgarsvæðinu sem lagðar eru fram.
Ekkert slys varð á Seltjarnarnesi.
Afgreiðsla: Lagt fram.
Fundi slitið kl. 9:22