Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

145. fundur 16. nóvember 2023

145. fundur Skipulags- og umferðarnefndar haldinn í fundarsal Bæjarstjórnar Seltjarnarness, fimmtudaginn 16. nóvember, 2023 kl. 08:15

Mættir: Svana Helen Björnsdóttir sem stýrði fundi, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Hákon Jónsson.

Fjarverandi: Karen María Jónsdóttir

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs og starfsmaður nefndar

Dagskrá:

1. 2023110002 - Fyrirspurn um endurbætur á húsinu Sæbraut 4

Fyrirspurn um endurbætur á húsinu Sæbraut 4. Spurt er um afstöðu nefndarinnar til eftirtalinna breytinga: Viðgerð á þaki, nýr kvistur vestan megin og svalir á bílskúr. Hugmyndirnar eru innan byggingarreits og samræmast deiliskipulagi hverfisins.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram og leggja það fyrir næsta fund.

2. 2023110002 – Breyting á deiliskipulagi vegna stækkaðs bílskúrsreits að Vallarbrautar 3

Sótt er um að grenndarkynna stækkun á bílskúrum að Vallarbraut 3 miðað við gildandi deiliskipulag hverfisins. Til að gera þetta mögulegt þarf að hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,40 í 0,44 sem er innan þeirra marka sem er heimilað er á ýmsum öðrum lóðum í hverfinu. Núverandi nýting lóðarinnar er 0,36.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagfulltrúa verið falið að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 2. málsgrein 43 greinar skipulagslaga nr.123/2012. Tillagan verði grenndarkynnt fyrir eigendum eftirtalinna eigna: Lindarbraut 8, 10 og 12 og Vallarbraut 1 og 5. Ef ekki koma athugasemdir við grenndarkynninguna er byggingarfulltrúa heimilað að samþykkja byggingaráform að því tilskildu að þau uppfylli öll ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br.

3. 2023110071 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi Bygggarða vegna 7 nýrra lóða fyrir djúpgáma og hækkun þak-kóta á lóð 17 og 26

Sótt er um að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi Bygggarða vegna 7 nýrra lóða fyrir djúpgáma og hækkun þak-kóta á lóð 17 og 26 um 1,3 m. Ástæða hækkunarinnar er að landið við húsin liggur hærra en gert var ráð fyrir þegar deiliskipulagið var unnið. Ekki er talið að hækkunin hafi áhrif á aðra en sveitarfélagið og landeigandann sjálfan.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagfulltrúa verið falið að ganga frá málinu í samræmi við 3 málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr 123/2010.

4. 2023100140 – Umsókn um stækkun byggingarreits og aukahús á lóð Sævargarðar 2

Borist hefur fyrirspurn til að kanna möguleika á að stækka byggingarreit að Sævargörðum 2 og byggja aukahús á lóð. Í deiliskipulagi hverfisins er húsum snúið þannig að sem flestir haldi útsýni til norðurs út á Eyjasund.

Skipulags- og umferðarnefnd telur að byggingarreitur eins og hann er sýndur á uppdrætti fyrirspyrjanda mun skerða útsýni nágranna sunnan við lóðina verulega og samþykkir ekki erindið.

5. 2023060137 - Melabraut 20, umsókn um byggingarleyfi og deiliskipulagsbreyting
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dagsett 21. júlí 2023, þar sem sótt er um heimild til að reisa þriggja íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni Melabraut 20. Málið var áður á dagskrá 143. fundar skipulags- og umferðarnefndar þar sem því var frestað.

Arkitektinn hefur endurskoðað tillöguna og lækkað húsið svo hæð þess er nú í samræmi við það sem áður hefur verið samþykkt fyrir nágrannalóðir með breytingu á gildandi skipulagi.

Arkitektinn leggur einnig fram tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulaginu sem fellst í því að þak-kóti er hækkaður frá gildandi deiliskipulagi fyrir þessa lóð. Verður hæð hússins við það sambærileg við hæð hússins sem fyrir er á lóðinni og breytingu á deiliskipulagi fyrir nágrannalóðir sem liggur fyrir eða 9,5 metrar yfir gólfplötu 1. hæðar

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagfulltrúa verið falið að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. málsgrein 43 greinar skipulagslaga nr.123/2012 sem sýnir breytingu á hámarkshæð í samræmi við fyrri samþykkt fyrir Melabraut 14-18.

Tillagan verði grenndarkynnt fyrir eigendum eftirtalinna eigna: Melabraut 18, Melabraut 19, Melabraut 21, Melabraut 22, Valhúsabraut 17 og Valhúsabraut 19.

Ef ekki koma athugasemdir við grenndarkynninguna er byggingarfulltrúa heimilað að samþykkja byggingráformin að því tilskildu að þau uppfylli öll ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með síðari breytingum.

6. 2023110069 - Nesvegur 105 Sótt um innri breytingu og breytt suðurútlit

Breytingarnar fela í sér að eldhús og stofa eru færð í austurhluta íbúðar þar sem áður voru gangur og tvö svefnherbergi. Þar sem áður var stofa kemur nú svefnherbergi með innangengu fataherbergi og baðherbergi og nýtt herbergi kemur þar sem áður var eldhús. Ný geymsla er gerð inn af þvottahúsi í rými sem áður hýsti búr inn af eldhúsi. Nýr samfelldur gólfsíður fjórskiptur gluggi með tveimur rennihurðum er settur á suðurhlið nýrrar stofu/eldhúss. Að auki er gluggi við hlið svalahurðar á austurhlið núverandi stofu síkkaður og súla milli hans og svalahurðar fjarlægð. Inngangsskúr á suðurhlið yfir í bílskúr verður rifinn.

Samþykkt. Erindið samræmist byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. Uppálagt er að öllum tilskildum gögnum verði skilað áður en byggingarleyfi verður gefið út.

7. 2023110023 - Bygggarðar 27-31 byggingarleyfisumsókn

Sótt er um byggingarleyfi fyrir staðsteyptu fjölbýlishúsi með samtals 26 íbúðum að Bygggörðum 27-31, ásamt bílakjallara neðanjarðar. Aðalinngangar eru austan- og sunnan megin hússins. Fjallað er um sorp í djúpgámum sem meðal annars eru ætlaðir íbúum þessa húss í öðrum dagskrárlið hér fyrir framan.

Samþykkt. Erindið samræmist byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br. Uppálagt er að öllum tilskildum gögnum verði skilað áður en byggingarleyfi verður gefið út.

8. 2023110001 Seltjarnarneskirkja Kirkjubraut 2

Sótt er um leyfi til að færa eldhús og stækka safnaðarsal og breyta gluggum og útliti lítillega. Jafnframt vígsla núv. starfsmannasnyrtingu og ræstingu og fjölga snyrtingum í kjallara um eina.

Byggingaráformin samþykkt. Svana Helen Björnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

9. 2023110072 Bakkavör 28 - Ósk um leiðrétta skráning á lóð og húsum

Húsið Bakkavör 28 hefur um árabil verið vitlaust skráð hjá Þjóðskrá þar sem, húsið er skráð 377,2 fermetrar en samkvæmt samþykktum uppdráttum sveitarfélagsins er húsið 477,8 fermetrar og öll húsin á lóðinni samtals 515,6 fermetrar.

Enn fremur er lóðin ekki sýnd á lóðarblaði í samræmi við deiliskipulag en samkvæmt gildandi deiliskipulagi er hún 1011,4 fermetrar en hjá Þjóðskrá er hún skráð 1003,0 fermetrar.

Nefndin samþykkir að skipulagsfulltrúi megi leiðrétta skráningu hússins hjá þjóðskrá. Þá er skipulagsfulltrúa falið að kanna afmörkun lóðarinnar nánar.

10. 2023030040 Hofgarðar 16 breyting á deiliskipulagi, aukið nýtingarhlutfall

Deiliskipulagi er breytt til að taka með B- rými inn í nýtingarhlutfall. Fram komu mótmæli frá eigendum á nágrannalóð og komu tvö mismunandi mótmælabréf frá fulltrúum þeirra.

Er þetta í annað sinn sem deiliskipulaginu er breytt vegna umræddrar lóðar en í fyrra skiptið komu ekki mótmæli. Þá var húsið sem fyrirhugað er að komi á lóðina fært fjær lóð þeirra sem nú mótmæla.

Tekið er fram í deiliskipulagsbreytingunni sem kynnt var að nýtingarhlutfall A-rýma skuli vera óbreytt en að nýtingarhlutfall þegar rými sem eru opin að útilofti eru tekin með verði hækkað úr 0,41 í 0,48.

Ekki er verið að stækka birt flatarmál hússins sem fyrirhugað er að komi á lóðina.

Í viðhengi er tillaga að svarbréfi nefndarinnar til þeirra sem mótmæltu þar sem þeim er svarað í samræmi við það sem kemur fram hér að ofan.

Skipulagsfulltrúi hélt fund með málsaðilunum í september þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni voru kynntar.

Nefndin vill árétta að B-rými eru ekki hluti af brúttó-flatarmáli hússins sem verður óbreytt þrátt fyrir þessa breytingu. Nefndin hefur fullan skilning á því að óheppilegt sé að útsýni íbúa við Melabraut 40 skerðist en það er þó óhjákvæmilegt og í fullu samræmi við gildandi skipulagsáætlanir sem voru í fullu gildi þegar þeirra hús var byggt. Nefndin telur rétt taka tillit til mótmælanna með því að leyfa einungis 0,46 í nýtingu á lóðinni í stað 0,48 sem voru kynnt. Ekki er talin ástæða til að endurtaka grenndarkynninguna enda er breytingin minna íþyngjandi en upphaflega tillagan. Einnig vill nefndin árétta að hún telur að þau gögn sem voru kynnt með bréfi til nágranna og auglýst hafi verði fullnægjandi.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara nágrönnunum í samræmi við þessar forsendur og ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

11. 2023110056 - Ósk um tilnefning Seltjarnessbæjar á fulltrúa í vatnasvæðanefnd

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningu bæjarins í vatnasvæðanefnd fyrir tímabilið 2023-2027 í samræmi við lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála (sjá nánar á www.vatn.is). Fyrsta vatnaáætlun Íslands var staðfest árið 2022 ásamt fylgiáætlunum hennar, aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Allar þessar áætlanir eru í gildi tímabilið 2022 – 2027. Nú er svo komið að vinna er hafin við gerð næstu vatnaáætlunar sem mun taka gildi árið 2028. Hlutverk nefndarmanna vatnasvæðanefnda er að samræma vinnu á viðkomandi vatnasvæði og afla upplýsinga vegna gerðar stöðuskýrslu (álagsgreiningu vatnshlota) og næstu vatnaáætlunar (ásamt vöktunaráætlun og aðgerðaáætlun).

Á Íslandi eru fjögur vatnasvæði. Hvert vatnasvæði er með vatnasvæðanefnd, en formaður hennar er fulltrúi Umhverfisstofnunnar. Áætlað er að hefja störf vatnasvæðanefndanna í vetur og mun Umhverfisstofnun bjóða til kynningarfundar (fjarfundar) 4. desember næstkomandi kl. 13-15.

Skipulags og umferðarnefnd samþykkir að skipa Helgu Hvanndal Björnsdóttur, nýráðinn umhverfisstjóra sem aðalmann í nefndina og Gunnlaug Jónasson sviðsstjóra sem varamann.

12. 2023110013 - Römpum upp Ísland, boð um þátttöku í sveitarfélaginu

Lagt fram bréf frá Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga með boði til sveitarfélaga að taka þátt í gerð rampa við húsnæði í bænum á vegum verkefnisins "Römpum upp Ísland". Senda þarf inn umsóknir fyrir 10. desember 2023.

Nefndin felur sviðstjórum skipulags- og umhverfissviðs, fjölskyldusviðs og þjónustu- og samskiptasviðs að athuga hvar þörf sé á römpum við húsnæði í bænum og sækja um í sjóðinn ef þurfa þykir.

Fundi slitið kl. 09:31

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?