Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

143. fundur 21. september 2023

143. fundur Skipulags- og umferðarnefndar var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, fimmtudaginn 21. september 2023 kl. 08:15.

Nefndarmenn: Svana Helen Björnsdóttir, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Örn Viðar Skúlason, Karen María Jónsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson.

Starfsmenn: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri

Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 2023090027 - Valhúsahæð - Breyting á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis - Breyting vegna grenndarstöðva.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis, dagsett 16. ágúst 2023, þar sem gert er ráð fyrir grenndarstöðvun fyrir úrgangsflokkun við Suðurströnd og Norðurströnd.

Skipulags-og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.

2. 2022100054 - Tjarnarból 2-8 - Viðbótarbílastæði og rafhleðslur

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis vegna Tjarnarbóls 2-8. Í breytingunni felst að bæta aðstæður fyrir rafbíla og gera 6 ný rafhleðslustæði á svæði austan við núverandi bílastæði, skilmálar eru óbreyttir.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis. Fallið er frá grenndarkynningu þar sem ekki eru aðrir taldir eiga hagsmuna að gæta en Seltjarnarnesbær og lóðarhafi. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að auglýsa breytinguna í B-deild stjórnartíðinda og senda Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

3. 2023090029 - Aðalskipulagsbreyting - Umsögn um aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030 Arnarland - Skipulagsgátt

Lögð fram til umsagnar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030.

Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Garðabæjar og felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu.

4. 2023060137 - Melabraut 20, umsókn um byggingarleyfi

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dagsett 21. júlí 2023, þar sem sótt er um heimild til að reisa þriggja íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni Melabraut 20. Málið var áður á dagskrá 142. fundar skipulags- og umferðarnefndar þar sem því var frestað.

Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu þar sem fullnægjandi gögn liggja ekki fyrir.

5. 2023090076 - Eiðistorg 17 - Breyting á innra skipulagi 2020 Eiðistorgi 17

Lögð fram fyrirspurn ISKOD ehf., dagsett 6. september 2023, þar sem spurst er fyrir um heimildir til að innrétta gistiheimili með 8 herbergjum fyrir allt að 16 gesti í eign 0202 í Eðistorgi 17.

Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram. Eiðistorg 17 stendur innan reits M-1 miðsvæði í Aðalskipulagi Seltjarnarness 2015-2033 og er húsnæðið skráð sem atvinnuhúsnæði. Samkvæmt Aðalskipulagi Seltjarnarness er æskilegt að blanda byggð íbúða, verslunar, þjónustu ásamt stofnunum og viðeigandi atvinnustarfsemi eins og kostur gefst innan miðsvæðis.

6. 2023090092 - Fornaströnd 15 - Öryggismál

Lögð fram áskorun íbúa við Fornuströnd, dagsett 7. september 2023, um aðgerðir til að auka öryggi við göngustíg sem liggur yfir Fornuströnd.

Skipulags- og umferðarnefnd þakkar ábendinguna og vísar erindinu til endurskoðunar umferðaröryggisáætlunar Seltjarnarnesbæjar.

7. 2023090182 - Endurskoðun vinnureglna vetrarþjónustu - samráðsfundur í öllum landshlutum

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dagsett 14. september 2023, þar sem óskað er eftir því að Seltjarnarnesbær tilnefni aðila til þátttöku í samráðsfundi til endurskoðunar á vinnureglum vetrarþjónustu.

Skipulags- og umferðarnefnd tilnefnir sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs sem fulltrúa Seltjarnarnesbæjar í samráðsfundi til endurskoðunar á vinnureglum vetrarþjónustu.

8. 2023090177 - Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands

Lagt fram bréf Skógræktarfélags Íslands, dagsett 13. september 2023, þar sem fylgt er eftir ályktun sem samþykkt var á síðasta aðalfundi félagsins.

Lagt fram til kynningar.

9. Fundartímar Skipulags- og umferðarnefndar.

Nefndin leggur til eftirfarandi fundartíma til áramóta, 19. október, 16. nóvember og 21. desember.

Fundi slitið: 09:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?