142. fundur Skipulags- og umferðarnefndar var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, mánudaginn 28. ágúst 2023 kl. 08:15.
Nefndarmenn: Svana Helen Björnsdóttir, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Örn Viðar Skúlason, Karen María Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson.
Starfsmenn: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Dagskrá:
1. 2023070026 - Víkurströnd 4, umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dagsett 7. júlí 2023, þar sem sótt er um heimild til að reisa tveggja hæða steinsteypt einbýlishús á lóðinni Víkurströnd 4.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið, samræmist deiliskipulagi.
2. 2023070045 - Nesvegur 104, umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dagsett 13. júlí 2023, þar sem sótt er um heimild til að reisa garðskála og stækka svalir auk svalalokunnar á tvíbýlishús við Nesveg 104.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu, samræmist ekki deiliskipulagi.
3. 2023080141 - Selbraut 36, umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dagsett 17. ágúst 2023, þar sem sótt er um heimild til að reisa sólskála ofan á svalir við Selbraut 36.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu, samræmist ekki deiliskipulagi.
4. 2023060137 - Melabraut 20, umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dagsett 21. júlí 2023, þar sem sótt er um heimild til að reisa þriggja íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni Melabraut 20.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu, samræmist ekki deiliskipulagi.
5. 2023070063 - Valhúsabraut 13, umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dagsett 23. júlí 2023, þar sem sótt er um heimild til að skipta um klæðningu og breyta gluggum á Valhúsabraut 13.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið, samræmist deiliskipulagi.
6. 2023080165 - Umsókn um stöðuleyfi, Barðaströnd 37
Lögð fram umsókn um stöðuleyfi, dagsett 21. ágúst 2023, þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir 12m2 frístundahús í smíðum í eitt ár á lóðinni Barðaströnd 37.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi í eitt ár.
7. 2023060183 - Tjarnarstígur 3-5 - Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi á bílageymslum
Lögð fram fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis, dagsett 28. júní 2023, vegna bílgeymsla á lóðinni Tjarnarstígur 3-5.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið.
8. 2022100054 - Tjarnarból 2-8 - Viðbótarbílastæði og rafhleðslur
Lögð fram umsókn um fjölgun bílastæða við Tjarnarból 2-8, dagsett 28. júní 2023. Í umsókninni felst að fjölga stæðum um 6 og koma fyrir rafhleðslustaurum.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og bendir umsækjanda á að breyta þarf deiliskipulagi áður en hægt er að veita leyfi fyrir framkvæmdum.
9. 2022110034 - Steinavör 8 og 12 - Breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033, dagsett 22. ágúst 2023, þar sem óskað er eftir breytingu á reit ÍB-11 í Aðalskipulagi Seltjarnarness 2015-2033 og samhliða breytingu á deiliskipulagi Melhúsatúns vegna lóðanna Steinavör 8 og 12.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með umsækjanda.
10. 2023060127 - Bygggarðar - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi - Djúpgámar
Lögð fram umsókn JÁ-verk ehf. um breytingu á deiliskipulagi Bygggarða, dagsett 19. júní 2023, þar sem óskað er eftir að afmarkaðar verði lóðir fyrir djúpgáma á svæðinu ásamt því að þakkótum á tveimur lóðum er breytt.
Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra að vinna málið áfram með umsækjanda.
11. 2023040100 - Melabraut 16 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis frá Jóhanni Einari Jónssyni, fyrir hönd eiganda Melabrautar 16, dagsett 23. maí 2023. Í tillögunni felst að fjölga íbúðum úr fjórum í sex og nýtingarhlutfall fari úr 0,59 í 0,73. Málið var áður að dagskrá 140. fundar skipulags- og umferðarnefndar þar sem samþykkt var að auglýsa breytinguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var tekið fyrir á 967. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þar sem því var vísað aftur til skipulags- og umferðarnefndar.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu.
Fundi slitið: 09:45