140. fundur skipulags- og umferðarnefndar var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, fimmtudaginn 1. júní, 2023 kl. 08:15
Fundinn sátu: Svana Helen Björnsdóttir, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Örn Viðar Skúlason, Karen María Jónsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson
Starfsmenn: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá:
1. 2020040062 - Stefnumörkun varðandi gististarfsemi og gististaði fyrir íbúðabyggð.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 varðandi gistiþjónustu á íbúðarsvæðum, dagsett 26. maí 2023.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, einnig að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.
2. 2022110034 - Steinavör 8 og 12 - Breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Melhúsatúns vegna lóðanna Steinavör 8 og 12. Í tillögunni fellst að í stað einbýlishúsa verði heimilað að byggja parhús á lóð númer 8 og raðhús á lóð númer 12.
Skipulags-og umferðarnefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
3. 2023040100 - Melabraut 16 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis frá Jóhanni Einari Jónssyni, fyrir hönd eiganda Melabrautar 16, dagsett 23. maí 2023. Í tillögunni felst að fjölga íbúðum úr fjórum í sex og nýtingarhlutfall fari úr 0,59 í 0,73.
Skipulags-og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.
4. 2023050144 - Nesvegur 105 byggingarleyfi
Lög fram umsókn Guðna Valbergs fyrir hönd eiganda Nesvegar 105, dagsett 17. maí 2023, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 24m2 viðbyggingu og breytingum innanhúss.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar erindinu. Samkvæmt 30. gr. fjöleignahúsalaga nr. 26/1994 þarf samþykki allra eiganda fyrir byggingu, endurbótum eða framkvæmd sem ekki er gert ráð fyrir í upphafi eða á samþykktum uppdráttum.
5. 2023050143 - Beiðni um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu fyrir Bílanes ehf.
Lögð fram umsagnarbeiðni frá Samgöngustofu vegna fyrirhugaðs reksturs ökutækjaleigu við Bygggarða 8, Seltjarnarnesi.
Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að veita Samgöngustofu neikvæða umsögn vegna fyrirhugaðs reksturs ökutækjaleigu við Bygggarða 8, Seltjarnarnesi, þar sem atvinnustarfsemi sem þessi er ekki heimil á íbúðarsvæði samkvæmt Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.
Fundi slitið: 9:24