133. fundur Skipulags- og umferðarnefndar var haldinn í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Fundi stýrði: Svana Helen Björnsdóttir
Dagskrá:
1. 2022110034 - Breyting á deiliskipulagi - Steinavör 8 og 12
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Steinavara 8 og 12, dagsett 28. október 2022, í fyrirspurninni felst ósk um að heimilað verði að reisa raðhús með 5 íbúðum í stað einbýlishúsa.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
2. 2022110111 - Breyting á deiliskipulagi - Miðbraut 8
Lögð fram umsókn Sigrúnar Ingu Hrólfsdóttur, dagsett 9. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna lóðarinnar Miðbraut 8. Í umsókninni felst ósk um að byggja á lóðinni bílskúr/vinnustofu allt að 82m2.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 fyrir íbúum Miðbrautar 6 og 10 og Unnarbrautar 26 og 28. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
3. 2022110081 - Fyrirspurn vegna Vallarbraut 3 - bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Elínar Jórunnar Baldvinsdóttur, dagsett 9. nóvember 2022, í fyrirspurninni felst ósk um að auka nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,4 í 0,44 og stækka byggingarreit.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
4. 2022090220 - Deiliskipulag Stranda - breyting vegna Víkurströnd 1-1A
Lagður fram tölvupóstur frá Árna Á. Árnasyni, dagsettur 24. október 2022, varðandi eignarhald Seltjarnarnesbæjar á landi við Víkurströnd 1-1A.
Lagt fram til kynningar.
5. 2022110074 - Kæra 126/2022 - Breyting á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis við Skólabraut 10
Lögð fram til kynningar kæra 126/2022 til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis.
Lagt fram til kynningar.
6. 2022090218 - Grænn stígur ofan höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram bréf stjórnar Skógræktarfélags Íslands, dagsett 21. september 2022, varðandi gerð græna stígsins ofan höfuðborgarsvæðisins.
Lagt fram til kynningar
7. 2022110065 - Safnatröð 5
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Menningar- og viðskiptaráðuneytisins, dagsett 3. nóvember 2022, þar sem sótt er um leyfi til að fullklára byggingu hússins undir náttúruminjasafn.
Frestað, beðið er umsagna Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðiseftirlits og Vinnueftirlits.
8. 2022110099 - Umsókn um stöðuleyfi
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Bárðar Guðlaugssonar, dagsett 11. nóvember 2022.
Skipulags- og umferðarnefnd hafnar erindinu með vísan í fyrri bókun nefndarinnar á 130. fundi, 11. október 2022, ekki hafa komið fram ný gögn í málinu sem breyta fyrri afgreiðslu.
Fundi slitið 09:23