118. fundur skipulags- og umferðarnefndar
14. október 2021 kl. 08:02 – 08:42
Í fundarsal skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 1 Seltjarnarnesi.
Nefndarmenn
Ragnhildur Jónsdóttir formaður
Ingimar Sigurðsson varaformaður
Garðar Gíslason varamaður
Guðrún Jónsdóttir varamaður
Karen María Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri
Dagskrá:
- 2021090127 - Fyrirspurn v. byggingaleyfis fyrir Valhúsabraut 21
Lögð fram ódagsett fyrirspurn Ævars Jarls Rafnssonar og Tinnu Rósar Gunnarsdóttur, þar sem spurst er fyrir um möguleika á að breyta þaki bílskúrs Valhúsarbrautar 21 í svalir/pall.
Húseigandi á aðeins einn bílskúr af þremur og ekki liggur fyrir samþykki íbúa og eigenda hinna bílskúranna. Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að svara fyrirspyrjanda.
- 2021090096 - Víkurströnd 2 - Endurbætur og breytingar á húsnæði
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Birtu Fróðadóttur fyrir hönd Sigurgísla Bjarnasonar, dagsett 9. október 2021, þar sem sótt er um leyfi fyrir stækkun einstaka glugga og að setja tvöfalda hurð út í garð ásamt tilfærslu votrýma innanhúss.
Samþykki Minjastofnunar liggur fyrir. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina, samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
- 2021070044 - Miðbraut 33 - umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn Ágústs Ingvarssonar um byggingarleyfi, dagsett 11.október 2021, þar sem sótt er um leyfi til að bæta við gluggum á norður og suðurhlið og rennihurð á kjallararými ásamt því að steypa útitröppur.
Skipulags- og umferðarnefnd hafnar umsókn um byggingarleyfi þar sem byggingarmagn er komið yfir heimilað hámark byggingarmagns og nýtingarhlutfall samkvæmt deiliskipulagi Vesturhverfis.
- 2021080254 - Lindarbraut 2a - umsókn um byggingarleyfi
Lagt fram bréf Árna Friðrikssonar fyrir hönd eigenda Lindarbrautar 2a, dagsett 4. október 2021, þar sem óskað er eftir því við bæjaryfirvöld að ákvörðun um að synja stækkun hússins verði endurskoðuð.
Skipulags- og umferðarnefnd ítrekar bókun 117. fundar og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ræða við umsækjanda.
- 2021080186 - Kirkjubraut 20 - lóðarblað og stofnun lóðar
Lagt fram lóðarblað unnið af VSÓ ráðgjöf, dagsett 19. ágúst 2021, fyrir nýja lóð undir sambýli við Kirkjubraut 20.
Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að stofna lóðina Kirkjubraut 20 í samræmi við samþykkt deiliskipulag og fyrirliggjandi gögn.
- 2020040062 - Stefnumörkun varðandi gististarfsemi og gististaði fyrir íbúðabyggð
Lögð fram drög að lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 varðandi gistiþjónustu í íbúðabyggð.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að gerðar verði eftirfarandi breytingar á gildandi aðalskipulagi bæjarins.
Gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi bæjarins 2015-2033 þannig að gisting, önnur en heimagisting, sé óheimil í íbúðahverfum. Sett verði inn setning í almenna skilmála íbúðarsvæða á bls. 60 í greinargerð. Þar stendur nú þegar: Óheimilt er á íbúðarsvæðum að reka áfengisveitingastaði, sbr. flokk II og III skv. 4. gr. laga nr. 85/2007. Á eftir þessari setningu kæmi: Óheimilt er einnig á íbúðarsvæðum að reka gistingu aðra en heimagistingu sbr. 3. gr. sömu laga.
Skipulags- og umferðarnefnd vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
- 2021100072 - Hrólfskálamelur 10-18, frágangur á lóðarmörkum
Lagt fram bréf íbúa Hrólfskálamels 10-18, dagsett apríl 2021, þar sem óskað er eftir aðkomu Seltjarnarnesbæjar við framkvæmdir á lóðarmörkum við Suðurströnd vegna umferðar almennings um lóðina.
Skipulags- og umferðarnefnd hafnar erindinu, framkvæmdir innan lóðarmarka og á lóðarmörkum eru á ábyrgð og kostnað lóðarhafa.
Ingimar Sigurðsson yfirgaf fundinn undir þessum lið.
Fundi slitið: 08:42