Fundargerð 115. fundar skipulags- og umferðarnefndar haldinn 10. júní 2021 kl. 16:00, í sal bæjarstjórnar Seltjarnarness, Austurströnd 2.
Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Garðar Svavar Gíslason, varamaður fyrir Ragnhildi Ingólfsdóttur, Einar Már Steingrímsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Arnar H. Halldórsson, f.h. byggingarfulltrúa.
Fundargerð ritaði: Hervör Pálsdóttir að undanskildum lið 3. Arnar H. Halldórsson ritaði bókun þess liðar.
Fundur var settur kl. 16:05.
A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:
-
Mál nr. 2021050191
Heiti máls: Safnatröð 5 – fyrirspurn vegna mögulegrar stækkunar á lóð og safnahúsi.
Lýsing: Fyrirhuguð stækkun yrði suðvestan við núverandi hús og að langmestu leyti neðanjarðar. Breikka þyrfti lóðina um 36 m í suðvestur.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurn Ásdísar Helgu Ágústsdóttur arkitekts hjá Yrki ehf. um mögulega stækkun á lóð og safnahúsi að Safnatröð 5. Þannig skapast grundvöllur til að hafa Náttúruminjasafnið í þessari byggingu til framtíðar. Vísað til umhverfisnefndar til umsagnar.
-
Mál nr. 2019050407
Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis – breyting vegna Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19.
Lýsing: Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 24. mars 2021 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna Melabraut 20 og Valhúsabraut 19 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis. Athugasemdafresti lauk 7. júní sl. Innsendar athugasemdir lagðar fram.
Afgreiðsla: Nefndin hafnar umsókn um breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis, vegna Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19, með vísan til athugasemda sem bárust.
B. Byggingarmál samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010: -
Mál nr. 2021040319
Heiti máls: Vesturströnd 12 – umsókn um byggingarleyfi.
Lýsing: Sótt er um að byggja einbýlishús með bílskýli.
Afgreiðsla: Samþykkt. Samræmist deiliskipulagi og lögum nr. 160/2010.
Hervör Pálsdóttir vék af fundi sem fundarritari undir þessum lið. Arnar H. Halldórsson ritaði bókun þessa liðar.
-
Mál nr. 2021040187
Heiti máls: Sólbraut 3 – umsókn um byggingarleyfi.
Lýsing: Sótt er um leyfi til að byggja garðskála á norðvesturhlið hússins.
Afgreiðsla: Samþykkt. Samræmist deiliskipulagi og lögum nr. 160/2010.
-
Mál nr. 2021030225
Heiti máls: Tjarnarstígur 10 – umsókn um byggingarleyfi.
Lýsing: Sótt er um leyfi til að reisa bílskúr á nýjum byggingarreit.
Afgreiðsla: Samþykkt. Samræmist deiliskipulagi og lögum nr. 160/2010.
-
Mál nr. 2021050230
Heiti máls: Bollagarðar 107 – umsókn um byggingarleyfi.
Lýsing: Sótt er um byggingarleyfi fyrir þakkvist
Afgreiðsla: Samþykkt. Samræmist deiliskipulagi og lögum nr. 160/2010.
-
Mál nr. 2020030053
Heiti máls: Dæluhús 6 við Bygggarða.
Lýsing: Sótt er um byggingarleyfi til að setja upp stálmastur og farsímaloftnet. Erindið var tekið fyrir á 100. fundi nefndarinnar þann 18.3.2020 og því vísað til umhverfisnefndar til umsagnar. Auk þess var byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um aðrar útfærslur. Umhverfisnefnd hafnaði staðsetningu mastursins á fundi sínum 1.4.2020. Formlegt svar vantar enn.
Afgreiðsla: Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda um aðrar mögulegar staðsetningar þar sem umhverfisnefnd hafnaði þeirri staðsetningu sem óskað var eftir út frá umhverfissjónarmiðum.
C. Umferðarmál og önnur mál: -
Mál nr. 2021060037
Heiti máls: Fyrirspurn um stöðu ferðavagna við Grunnskóla Seltjarnarness.
Lýsing: Lögð fram fyrirspurn um hvort megi leyfa lagningu ferðavagna á bílastæði við Grunnskóla Seltjarnarness.
Afgreiðsla: Stæði við Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla henta ekki fyrir lagningu ferðavagna yfir sumartímann þar sem þau eru í notkun vegna leikjanámskeiða barna og íþróttaviðburða. Stæðin við Mýrarhúsaskóla eru einnig notuð af kirkjugestum.
D. Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010, til staðfestingar:
2021020170, Tjarnarstígur 11 – umsókn um byggingarleyfi. Byggingarleyfi gefið út 9.6.2021.
Nefndin staðfestir ofangreinda samþykkt byggingarfulltrúa.
Fundi slitið kl. 17:30.