Fundargerð 113. fundar skipulags- og umferðarnefndar haldinn 8. apríl 2021 kl. 8:15, sal bæjarstjórnar Seltjarnarness og sem fjarfundur í Microsoft TEAMS.
Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Stefán Bergmann, varamaður fyrir Guðmund Ara Sigurjónsson, og Einar Már Steingrímsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Ragnhildur Ingólfsdóttir boðaði forföll en varamaður mætti ekki.
Fundargerð ritaði: Einar Már Steingrímsson.
Fundur er settur kl. 8:17.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:
A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:
- Mál nr. 2021030180
Heiti máls: Tillaga að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 til kynningar.
Lýsing: Auglýsing og kynning skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, dags. 19. mars 2021, lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir.
- Mál nr. 2019010347
Heiti máls: Aðal- og deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - breyting vegna Kirkjubrautar 20.
Lýsing: Umsagnar- og athugasemdafresti lauk 21. mars sl. Lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem bárust ásamt samantekt Alta.
Afgreiðsla: Tekin er fyrir tillaga um breytingu á aðalskipulagi vegna búsetukjarna fyrir fatlaða við Kirkjubraut. Tillagan hefur verið auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Umsagnir bárust frá opinberum umsagnaraðilum en engar athugasemdir komu fram í þessum umsögnum. Einnig bárust athugasemdir frá nágrönnum sem snúa m.a. að því að opin svæði rýrni, umferð aukist og útsýni skerðist. Þar sem ljóst er að slíkt er óhjákvæmilegt, sama hvar búsetukjarnanum er valinn staður og þegar hefur verið brugðist við athugasemdum á fyrri stigum en um leið mikilvægt að geta boðið fötluðum búsetuúrræði af þessu tagi samþykkir nefndin að vísa tillögunni óbreyttri til bæjarstjórnar til samþykktar sbr. 32. gr. skipulagslaga. Öllum þeim sem athugasemdir gerðu verður svarað skriflega.
Stefán Bergmann sat hjá við afgreiðslu málsins.
B. Byggingarmál - Mál nr. 2021030053.
Heiti máls: Bakkavör 28 – fyrirspurn.
Lýsing: Óskað er eftir leyfi til að byggja við austurhlið hússins, hækka nýtingarhlutfall í 0,5 og endurbyggja garðskála á lóðinni. Stærð núverandi skála er 24,0 m2 en samkvæmt fyrirspurn nemur stækkun 13,8 m2.
Afgreiðsla: Nefndin tekur neikvætt í fyrirspurnina. Nýtingarhlutfall fer töluvert yfir skilmála gildandi deiliskipulags. Auk þess er fyrirhuguð viðbygging utan byggingarreits.
C. Umferðarmál og önnur mál: - Mál nr. 2020110219
Heiti máls: Lindarbraut – umferðaröryggismál.
Lýsing: Minnisblað VSÓ, dags. 26. febrúar 2021, um hraðalækkandi aðgerðir og umferðar-öryggi á Lindarbraut lagt fram.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að lækka hámarkshraða á Lindarbraut úr 50 km/klst. niður í 30 km/klst. og felur sviðsstjóra að vinna að frekari útfærslu hraðalækkandi aðgerða. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar og lögreglustjóra.
- Mál nr. 2020040062
Heiti máls: Stefnumörkun varðandi gististarfsemi og gististaði.
Lýsing: Minnisblað vinnuhóps um gististarfsemi á Seltjarnarnesi, dags. 8. mars 2021, lagt fram. Minnisblaðinu var vísað til nefndarinnar af bæjarráði á fundi dags. 11. mars sl.
Afgreiðsla: Minnisblaðið lagt fram til kynningar. Nefndin þakkar vinnuhópnum fyrir góða vinnu. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og frestar málinu til næsta fundar.
- Mál nr. 2021040013
Heiti máls: Skerjabraut - ökuhraði og öryggi gangandi vegfarenda.
Lýsing: Erindi vegna ökuhraða og öryggis gangandi vegfarenda á Skerjabraut lagt fram.
Afgreiðsla: Nefndin felur sviðsstjóra að skoða hraðalækkandi aðgerðir á Skerjabraut.
Önnur mál
Stefán Bergmann, varamaður Guðmundar Ara Sigurjónssonar í nefndinni, óskaði eftir að eftirfarandi mál væri tekið fyrir á dagskrá fundar undir önnur mál:
- Mál nr. 2021040028
Heiti máls: Ábending vegna umhverfis í Nesi.
Lýsing: Undanfarið hefur jarðvegsúrgangi verið dreift á norðurtúnið í Nesi næst húsi Náttúruminjasafnsins. Spurt er hvort það samræmist markmiðum gildandi deiliskipulags Vestursvæðanna. Jafnframt hvort þetta minni á mikilvægi sérstaks deiliskipulags fyrir Nestorfuna samanber ýmsar hugmyndir íbúafundar í Lyfjafræðisafninu fyrir ca. 3 árum og nýrrar starfsemi á svæðinu.
Afgreiðsla: Sviðsstjóri gerir grein fyrir að á þessu svæði hafi verið vinnubúðir og athafnasvæði vegna byggingu hjúkrunarheimilis. Sett var mold yfir svæðið og verður það jafnað betur út í sumar og sáð í það. Sviðsstjóri upplýsir að hann muni skoða og yfirfara svæðið með tilliti til þessarar ábendingar.
- Staða umferðarmála í sveitarfélaginu.
Sviðsstjóri upplýsti um stöðu á ýmsum málum er varða umferðarmál í sveitarfélaginu.
Fundi slitið kl. 9:47.