Fundargerð 109. fundar skipulags- og umferðarnefndar dags. 3. desember 2020 kl. 8:15.
Fjarfundur – Micosoft Teams
Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Ragnhildur Ingólfsdóttir.
Einnig sátu fundinn Einar Már Steingrímsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Margrét Harðardóttir sem ritaði fundargerð.
Gestir fundarins voru: Ívar Pálsson og Hervör Pálsdóttir.
Fundur settur kl. 8:18
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:
A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:
- Mál nr. 2020090034
Heiti máls: Tjarnarstígur 10 – umsókn um breytingu á deiliskipulagi.
Lýsing: Umsókn um breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og uppdráttur að breytingu á deiliskipulagi, dags. 30.11.2020, lagður fram.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að tillaga, dags. 30.11.2020 verði grenndarkynnt, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum á Tjarnarstíg 6, 8, 12 og 14.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
- Mál nr. 2019110082
Heiti máls: Leiksskóli við Suðurströnd.
Lýsing: Tillaga til kynningar á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, dags. 26. nóvember 2020.
Afgreiðsla: Tekin er fyrir tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar vegna byggingar leikskóla við Suðurströnd. Tillaga um lýsingu hefur verið kynnt á vinnslustigi og hún fullunnin með hliðsjón af ábendingum sem fram komu. Sviðsstjóra falið að ræða við skipulagshönnuði með hliðsjón af umræðum á fundinum. Afgreiðslu málsins frestað.
- Mál nr. 2020100154
Heiti máls: Verslun og þjónusta í Ráðagerði.
Lýsing: Tillaga til kynningar á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, dags. 26. nóvember 2020.
Afgreiðsla: Tekin er fyrir tillaga á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar vegna verslunar og þjónustu í Ráðagerði. Tillaga að lýsingu hefur verið kynnt á vinnslustigi og hún fullunnin með hliðsjón af ábendingum sem fram komu. Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar tillögunni til staðfestingar bæjarstjórnar.
- Mál nr. 2019050407
Heiti máls: Bakkahverfi - breyting deiliskipulags - fyrirspurn vegna Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19.
Lýsing: Sótt er um deiliskipulagsbreytingu á lóðunum. Stærð lóða og byggingarreitur er óbreyttur en nýtingarhlutfall aukið.
Afgreiðsla: Málinu frestað og óskað er eftir frekari gögnum.
- Mál nr. 2020030141
Heiti máls: Kæra vegna synjunar á framlengingu gistileyfis í flokki II að Látraströnd 54.
Lýsing: Kæra vegna synjunar á framlengingu gistileyfis í flokki II að Látraströnd 54, fnr. 206- 7528, 170 Seltjarnarnesi, dags 29.3.2020 lögð fram.
Afgreiðsla: Málinu frestað og vísað til umsagnar lögfræðings bæjarins. Ragnhildur Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
- Mál nr. 2019100279
Heiti máls: Umsókn um framlengingu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II að Lindarbraut 13.
Lýsing: Umsókn um framlengingu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II að Lindarbraut 13, fnr. 206-7575, 170 Seltjarnarnes, dags 8.10.2019 lögð fram.
Afgreiðsla: Málinu frestað og vísað til umsagnar lögfræðings bæjarins.
- Mál nr. 2020110209
Heiti máls: Kirkjubraut 17 – íbúð í hluta kjallara.
Lýsing: Fyrirspurn um breytingu húss að Kirkjubraut 17 – óskað er eftir að gera íbúð í hluta kjallara með eigin fastanúmeri skv. teikningu dags. 5.11.2020.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið.
B. Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:
- Mál nr. 2020100225
Heiti máls: Bakkavör 28 – umsókn um byggingarleyfi - endurbygging garðskála.
Lýsing: Endurbygging garðskála skv. teikningu, dags. 30.10.2020.
Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir frekari gögnum um málið.
C. Umferðarmál og önnur mál:
- Mál nr. 2020110219
Heiti máls: Umferðaröryggi á horni Lindarbrautar og Hofgarða.
Lýsing: Umferðaröryggi á horni Lindarbrautar og Hofgarða skv. tillögu VSÓ, dags. 27.11.2020.
Afgreiðsla: Tillögur frá VSÓ, dags. 27.11.2020, lagðar fram til kynningar. Nefndin samþykkir að færa stoppistöð norðar eftir Lindarbraut. Hönnun Lindarbrautar verði skoðuð nánar m.t.t. umferðaröryggis með það að markmiði að draga úr hraðakstri.
- Mál nr. 2020110240
Heiti máls: Fyrirspurn vegna stöðu skipulags Nesvegar.
Lýsing: Stefna Seltjarnarnessbæjar varðandi skipulag Nesvegar; sér í lagi m.t.t. gangandi og hjólandi vegfarenda, dags. 18.10.2020.
Afgreiðsla: Engin ákvörðun hefur verið tekin um málið sem er í vinnslu hjá Vegagerðinni. Þegar tillögur liggja fyrir verður haldinn íbúafundur um málið.
Önnur mál:
Heiti máls: Umferðaröryggi á gatnamótum Suðurstrandar og Nesvegar.
Nefndin tók umferðaröryggi vegfarenda á þessum gatnamótum fyrir á 86. fundi sínum 16. janúar 2019 og lagði áherslu á að sett yrði í forgang að finna viðunandi lausn. Samgöngusérfræðingur lagði til að hafa ljósastýringarbúnað þar sem hægt væri að hafa græn gönguljós á öllum leggjum samtímis og rautt fyrir ökumenn til að bæta öryggi og aðstæður gangandi vegfarenda. Setja þarf upp nýjan ljósastýringarbúnað til að hægt sé bæta við þriðja fasanum (græn gönguljós á öllum leggjum), en í dag eru svokölluð tveggja fasa umferðarljós og ljósastýringarbúnaðurinn er gamall og þess eðlis að ekki er hægt að stilla núverandi búnað þannig að hægt sé að hafa rautt á alla akandi á meðan gönguljósin eru græn. Vegagerðin sér um að endurnýja ljósabúnaðinn en það ferli hefur tafist vegna rammasamningsútboðs á umferðarljósabúnaði. Nefndin kallar eftir svörum frá Vegagerðinni um hvenær ljósabúnaði verði komið upp og leggur áherslu á ráðist verði í þær framkvæmdir. Nefndin leggur til að lýsing á gönguljósum verði tafarlaust bætt.