Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann, auk þess sat fundinn Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs.
Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson
Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Tekið til afgreiðslu deiliskipulag vesturhverfis. Á fundinn mætir Valdís Bjarnadóttir arkitekt.
3. Melshúsabryggja og stígur milli Sæbrautar 1 og Hamarsgötu 2. Á fundinn mætir Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur.
4. Tekin til afgreiðslu tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur landslagsarkitekts að nánasta umhverfi Nesstofu.
5. Fyrirspurn frá Önnu Kr. Hjartardóttur arkitekti varðandi stækkun og breytingar innanhúss í íþróttamiðstöð.
6. Lóðarframkvæmdir að Bakkavör 8.
7. Lóðarmörk Lindarbrautar 9-11
8. Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna garðskála að Látraströnd 7.
9. Niðurstaða grenndarkynningar vegna stækkunar hússins að Melabraut 21.
10. Niðurstaða grenndarkynningar á stækkun kjallara að Víkurströnd 6.
11. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Landsíma Íslands um farsímaloftnet á Eiðistorgi 15.
12. Fyrirspurn varðandi stækkun bifreiðaskýlis að Suðurmýri 12.
13. Önnur mál.
14. Fundarslit.
1. Fundur settur af formanni kl. 08:07
2. Valdís Bjarnadóttir lagði fram að nýju uppdrátt af svæðinu ásamt myndum af hverjum húsi innan svæðisins. Valdísi falið að ganga frá lokatexta í samræmi við umræður á fundinum. Tillaga Valdísar samþykkt samhljóða að öðru leyti. Valdís víkur af fundi.
3. Byggingarfulltrúi óskar eftir að SB víki ekki af fundi vegna kynningar á stíg milli Hamarsgötu 2 og Sæbrautar 1. Samþykkt samhljóða. Haukur Kristjánsson kynnti hugmyndir um breytingar á stígnum. Haukur og Stefán víkja af fundi. Rætt um eignarhald Melshúsabryggju. Nefndin samþykkir að fela bæjarlögmanni að meta þau gögn er fyrir liggja og skila nefndinni álitsgerð um lagalega stöðu málsins. Stefán mætir aftur á fundinn.
4. Lögð fram að nýju tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur um breytingar á nánasta umhverfi Nesstofu. Tillaga Ragnhildar samþykkt af fulltrúum meirihluta, sem leggja jafnframt áherslu á að garðurinn umhverfis húsið skyggi ekki á Nesstofu, séð frá göngustígunum meðfram ströndinni. Fulltrúar minnihluta greiða atkvæði gegn tillögunni og leggja fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar Neslistans telja fram komnar tillögur um umhverfi Nesstofu ganga of langt í að ramma hið virðulega hús af frá því menningarlandslagi, sem það er hluti af. Ekki er ljóst hvað er í raun verið að samþykkja".
Stefán Bergmann, Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
5. Lögð fram fyrirspurn Önnu Kr. Hjartardóttur arkitekts varðandi stækkun og breytingar innanhúss í íþróttamiðstöð. Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir um viðbætur skv. uppdrætti, merktum númer 1.
6. Lagðar fram teikningar vegna lóðarframkvæmda við Bakkavör 8. Frestað til næsta fundar.
7. Lagt fram bréf bæjarlögmanns varðandi lóðarmörk Lindarbrautar 9 og 11. Byggingarfulltrúa falið að ganga frá bréfi.
8. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna viðbyggingar við Látraströnd 7. Úrskurðarnefndin gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu skipulags- og mannavirkjanefndar Seltjarnarness.
9. Lögð fram niðurstaða grenndarkynningar vegna stækkunar hússins að Melabraut 21. Engar athugasemdir bárust. Óskað er eftir endanlegum teikningum.
10. Lögð fram niðurstaða grenndarkynningar á stækkun kjallara að Víkurströnd 6. Engar athugasemdir bárust. Erindið samþykkt.
11.Tekin fyrir að nýju umsókn frá Landsíma Íslands um farsímaloftnet á Eiðistorgi 15. Erindið samþykkt, enda liggur fyrir samþykki húsfélagsins.
12. Fyrirspurn varðandi stækkun bifreiðaskýlis að Suðurmýri 12. Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
13. Önnur mál voru engin.
14. Formaður óskaði nefndarmönnum gleðilegra jóla og sleit fundi kl. 10:10.
Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Stefán Bergmann (sign)
Þórður Búason (sign)