Fundargerð 107. fundar skipulags- og umferðarnefndar dags. 22. október 2020 kl. 8:15.
Fjarfundur – Micosoft Teams
Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Stefán Bergmann, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Einar Már Steingrímsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og Margrét Harðardóttir sem ritaði fundargerð.
Gestir fundarins voru: María Björk Óskarsdóttir sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Seltjarnarnesbæjar og Páll Gunnlaugsson frá ASK Arkitektum undir dagskrárlið 2 og Árni Geirsson frá Alta undir dagskrárliðum 1 og 2.
Fundur settur kl. 8:20
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:
A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:
- Mál nr. 2020090034
Heiti máls: Lýsing fyrir breytt aðalskipulag og nýtt deiliskipulag Seltjarnarness vegna byggingar nýs leikskóla á horni Suðurstrandar og Nesvegar.
Lýsing: Breyting á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og
gerð nýs deiliskipulags fyrir leikskólareit sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga 123/2010, dags. 19. október 2020, lögð fram.
Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna og vísar málinu til samþykkis bæjarstjórnar.
- Mál nr. 2020090277
Heiti máls: Lýsing fyrir breytt aðalskipulag og deiliskipulag Vestursvæðis vegna Ráðagerðis.
Lýsing: Breyting á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og á deiliskipulagi Vestursvæðis sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, dags. 16. október 2020, lögð fram.
Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna og vísar málinu til samþykkis bæjarstjórnar.
- Mál nr. 2019010347
Heiti máls: Breyting á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða vegna sambýlis við Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúða.
Lýsing: Lögð fram breytt tillaga, dags. 20. október 2020, þar sem komið er til móts við athugasemdir varðandi bílastæði.
Afgreiðsla: Breyttur uppdráttur samþykktur, jafnframt því sem uppdráttur samþykktur á 106. fundi fellur úr gildi. Vísað til samþykkis bæjarstjórnar.
Fundi slitið kl. 10:09.