Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

19. ágúst 2020

Fundargerð 104. fundar skipulags- og umferðarnefndar haldinn miðvikudaginn 19. ágúst 2020 kl. 8.00.

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Garðar Svavar Gíslason og Einar Már Steingrímsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Ragnhildur Ingólfsdóttir boðaði forföll. Mættur varamaður er Garðar Svavar Gíslason.

Fundur settur kl. 8:01.

Fundargerð ritaði: Hervör Pálsdóttir.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2020040127
    Heiti máls: Tjarnarstígur 7 og 9.
    Lýsing: Fyrirspurn um skiptingu lóðar.
    Afgreiðsla: Nefndin felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ræða við fyrirspyrjanda.

  2. Mál nr. 2020070010
    Heiti máls: Fyrirspurn Grenndarfélags Kolbeinsmýrar og Suðurmýrar.
    Lýsing:. Fyrirspurn um breytingar á Nesvegi og Suðurmýri.
    Afgreiðsla: Nefndin felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að svara fyrirspyrjanda miðað við umræður á fundi.

  3. Mál nr. 2019060293
    Heiti máls: Selbraut 80.
    Lýsing: Umsókn um breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningarbréf voru send eigendum Selbrautar 76, 78, 82, 84 og 86 sem og Sæbraut 20 og 21, dags. 23. júní 2020, auk þess sem auglýsing var birt á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, dags. 23. júní. Athugasemdafresti lauk 27. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

  4. Mál nr. 2020080047
    Heiti máls: Vinnslutillaga nýs Aðalskipulags Kópavogs.
    Lýsing: Vinnslutillaga nýs Aðalskipulags Kópavogs 2019-2031.
    Afgreiðsla: Engar athugasemdir.

  5. Mál nr. 2019010347
    Heiti máls: Athugasemdir og umsagnir varðandi sambýlið við Kirkjubraut 20.
    Lýsing: Seltjarnarnesbær kynnti á vinnslustigi breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og deiliskipulagi Valhúsahæðar. Um er að ræða stækkun íbúðasvæðis og afmörkun lóðar fyrir búsetukjarna fatlaðs fólks við Kirkjubraut. Fresti til að skila inn ábendingum lauk 5. ágúst 2020. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur undir jákvæðar umsagnir Minjastofnunar, Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar. Athugasemdir íbúa teknar til umræðu. Nefndin felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að skoða staðsetningu bílastæða með hönnuði og vinna málið áfram.


    B.
    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

  6. Mál nr. 2020050058
    Heiti máls: Nesvegur 123.
    Lýsing: Fyrirspurn um stækkun kjallara til suðurs út í garð.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið enda sé stækkunin í samræmi við deiliskipulag.
  7. Mál nr. 2020070148
    Heiti máls: Barðaströnd 20.
    Lýsing: Fyrirspurn um að byggja útsýnis- og íhugunarrými.
    Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir því að fyrirspyrjandi leggi fram mæli- og hæðarblað, sbr. gr. 2.4.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

  8. Mál nr. 2020080037
    Heiti máls: Nesvegur 101.
    Lýsing: Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr sem kemur í stað bílskýlis.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir byggingaráform og vísar til afgreiðslu sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.

  9. Mál nr. 2020010622.
    Heiti máls: Sævargarðar 2.
    Lýsing: Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit.
    Afgreiðsla: Erindinu er hafnað. Bygging er utan byggingarreits og samræmist ekki deiliskipulagi.

  10. Mál nr. 2020060107.
    Heiti máls: Nesbali 36.
    Lýsing: Umsókn um byggingarleyfi.
    Afgreiðsla: Nefndin bendir á að nýtingarhlutfall á framlögðum teikningum er of hátt skv. gildandi deiliskipulagi. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að ræða við umsækjanda.

  11. Mál nr. 2020050158.
    Heiti máls: Kirkjubraut 7.
    Lýsing: Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu.
    Afgreiðsla: Umsókninni er hafnað, samræmist ekki deiliskipulagi. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að ræða við umsækjanda.

Fundi slitið kl. 9:32.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?