Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

18. mars 2020

Fundargerð 100. fundar skipulags- og umferðarnefndar haldinn miðvikudaginn 18. mars 2020 kl. 8.00, að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Arnar Hannes Halldórsson, skipulags- og byggingarfulltrúi. Aðrir fundarmenn voru á fundi gegnum fjarfundarbúnað, þ.e. Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir,

Fundargerð ritaði: Hervör Pálsdóttir.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:                                                 

Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010: 

  1. Mál nr. 2019010347

    Heiti máls: Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúðar. Lýsing fyrir breytingar á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Lýsing: Endurskoðuð verkefnislýsing fyrir breytingar á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða var lögð fram á 96. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 20. desember 2019 og var vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar og samþykktar í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar á 900. fundi sínum þann 20. desember 2019.

    Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á nýrri lóð við enda Kirkjubrautar, Kirkjubraut 20. Verkefnislýsing var auglýst með athugasemdafresti til 21. febrúar sl. Alls bárust 5 athugasemdir og tvær umsagnir. Drög að svörum við athugasemdum lögð fram.

    Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja fram tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi með hliðsjón af ábendingum sem bárust við verkefnislýsinguna. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að svara athugasemdum sem bárust í samræmi við framlögð drög að svörum á fundi. Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.  

  2. Mál nr. 2020020144
    Heiti máls: Leitað leyfis landeiganda eða annars rétthafa vegna lagningar húsbíla, tjaldvagna o.fl. erindi til allra sveitarstjórna.
    Lýsing: Lagt fram.
    Afgreiðsla:
    Nefndin óskar eftir umsögn og áliti umhverfisnefndar á erindinu.

    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

  3. Mál nr. 2020030038
    Heiti máls:
    Fornaströnd 1 – umsókn um byggingarleyfi.
    Lýsing: Lagt fram.
    Afgreiðsla: Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla ítarlegri gagna.

  4. Mál nr. 2020030032
    Heiti máls:
    Suðurströnd 2-8 – umsókn Gróttu um að setja upp skilti með Gróttumerki á norðausturgafli fimleikahúss.
    Lýsing: Lagt fram.
    Afgreiðsla:
    Nefndin tekur jákvætt í umsóknina. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um nánari útfærslu t.d. á stærð og lýsingu skiltisins og afgreiða í samræmi við umræður nefndarinnar á fundinum.

    Önnur mál 

  5. Mál nr. 2017090205
    Heiti máls:
    Mýrarhúsaskóli endurnýjun á málmklæðningu á hluta Mýrarhúsaskóla ásamt endurnýjun á gleri og ýmissa verkþátta.
    Lýsing: Skipulags- og byggingarfulltrúi upplýsir um fyrirhugaðar framkvæmdir og þær kynntar. Engar breytingar á útliti.
    Afgreiðsla: Samþykkt.

  6. Mál nr. 2020030031
    Heiti máls:
    Kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna óleyfisframkvæmda á Kirkjubraut 7.
    Lýsing: Lagt fram til kynningar.
    Afgreiðsla:
    Um óleyfisframkvæmd er að ræða. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

  7. Mál nr. 202001015
    Heiti máls:
    Vivaldi völlur – aðstöðusköpun.
    Lýsing: Óskað eftir afstöðu skipulags- og umferðarnefndar til staðsetningar girðinga við svæðið. Uppfærð kynning lögð fram.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir staðsetningu girðinga en óskar eftir að staðsetning gáma fyrir fjölmiðla komi fram á kynningaruppdrætti.

  8. Mál nr. 2020030076
    Heiti máls:
    Þjónustumiðstöð - umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir gáma á athafnasvæði Þjónustumiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar.
    Lýsing: Umsóknin lögð fram.
    Afgreiðsla: Framkvæmdin á athafnasvæði áhaldahúss er óleyfisframkvæmd sem unnin var án vitneskju bæjaryfirvalda. Núverandi aðalskipulag og deiliskipulag á svæðinu gerir ekki ráð fyrir varanlegri byggingu á þessu svæði. Tvö ár eru liðin síðan tímabundið stöðuleyfi var veitt, fyrst til eins árs og í kjölfarið framlengt um annað ár, meðan unnið yrði að framtíðarlausn á starfsemi áhaldahúss.

    Nefndin vísar til afgreiðslu á 89. fundi skipulags- og umferðarnefndar, dags.  23. maí 2019: „Staðfest, enda stöðuleyfi aðeins veitt til eins árs. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að huga að framtíðarlausn á staðsetningu þjónustumiðstöðvar bæjarins áður en stöðuleyfið rennur út 27.03.2020.“

    Nefndinni er ekki kunnugt um að sú vinna sé hafin þrátt fyrir áskorun nefndarinnar þess efnis. Með vísan til framangreinds samþykkir nefndin aðeins stöðuleyfi til 6 mánaða, eða til 27. september 2020 meðan unnið er að varanlegri lausn.

  9. Mál nr. 2019060295
    Heiti máls:
    Umferð um Geirsgötu.
    Lýsing: Svar Reykjavíkurborgar vegna fyrirspurnar Seltjarnarnesbæjar um samgöngur um vesturhluta Reykjavíkur.
    Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar vegna málsins.

  10. Mál nr. 2020030053
    Heiti máls:
    Dæluhús 6 við Bygggarða – umsókn um byggingarleyfi til að setja upp stálmastur og farsímaloftnet.
    Lýsing: Lagt fram.
    Afgreiðsla: Nefndin vísar erindinu til umsagnar hjá umhverfisnefnd. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um aðrar útfærslur.

    Fundi slitið kl. 10:10.

Ragnhildur Jónsdóttir formaður [sign]

Ingimar Sigurðsson [sign]

Sigríður Sigmarsdóttir [sign]

Karen María Jónsdóttir [sign]

Ragnhildur Ingólfsdóttir [sign]

Arnar Hannes Halldórsson, starfandi skipulags- og byggingarfulltrúi [sign]

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?