Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

29. janúar 2020

98. fundur skipulags- og umferðarnefndar haldinn miðvikudaginn 29. janúar 2020 kl. 8:00, að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir, formaður, Ingimar Sigurðsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fjarverandi: Ari Hallgrímsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.

Fundargerð ritaði Sigríður Sigmarsdóttir.

Fundur settur kl. 8:00.

Karen María Jónsdóttir tekur sæti Þorleifs Arnar Gunnarssonar sem aðalmaður í nefndinni.

Um leið og Karen María er boðin velkomin er Þorleifi Erni þökkuð vel unnin störf.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2019110082

    Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar, bréf bæjarstjóra.

    Lýsing: Niðurstaða og svör Árna Geirssonar verkfræðings hjá Alta og Kristjáns Garðarssonar arkitekts hjá Andrúmi, dagsett 3. desember 2019, er varðar breytingar á gildandi aðalskipulagi vegna nýrrar leikskólabyggingar.

    Afgreiðsla: Nefndin telur ekki ástæðu til að breyta aðalskipulagi bæjarins í ljósi niðurstöðu þeirra. Málinu vísað til bæjarstjóra.

  2. Mál nr. 2020010241

    Heiti máls: Sundabraut, viðræður ríkis og SSH.

    Lýsing: Uppbygging samgangna á höfuðborgarsvæðinu.

    Afgreiðsla: Nefndin hvetur SSH og ríkið til að hraða undirbúningi og framkvæmdum við Sundabraut eins og kostur er.

    B.
    Önnur mál

  3. Mál nr. 2018120007

    Heiti máls: Nesvegur, göngustígur niður að sjó á milli Nesvegar 113 og 117.

    Lýsing: Lagt fram bréf, dagsett 15. janúar 2020, frá lögmanni bæjarfélagsins.

    Afgreiðsla: Lögmaður bíður frekari gagna frá Þjóðskrá, Sýslumanni og Þjóðskjalasafni. Nefndin frestar afgreiðslu málsins þar til gögnin hafa borist.

  4. Mál nr. 20200010259

    Heiti máls: Lambastaðabraut 14.

    Lýsing: Umsókn um sjávarvarnir – bréf frá Siglingasviði Vegagerðarinnar, dagsett 24. janúar 2020.

    Afgreiðsla: Málinu frestað vegna skorts á gögnum.

  5. Mál nr. 202010156

    Heiti máls: Stofnstíganet á höfuðborgarsvæði.

    Lýsing: Lögð fram fundargerð af fundi Vegagerðar, SSH og Eflu, dagsett 20. janúar 2020, ásamt yfirlitskorti af stofnhjólaneti.

    Afgreiðsla: Málið kynnt og málinu vísað til umhverfisnefndar.

  6. Mál nr. 201908032

    Heiti máls: Umferðaröryggismál.

    Lýsing: Ábending frá íbúa um hraðahindranir og lýsingu við gagnbrautir.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram með sérfræðingi.

    Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010, til staðfestingar:

  7. Mál nr. 2019090445

    Heiti máls: Nesvegur 115.

    Lýsing: Ósk um að rífa núverandi byggingu.

    Afgreiðsla: Samþykkt.

  8. Mál nr. 2019010347

    Heiti máls: Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða.

    Lýsing: Lýsing vegna breytingar á aðal- og deiliskipulagi vegna búsetukjarna við Kirkjubraut lögð fram ásamt auglýsingu til kynningar, dagsett 24. janúar 2020.

    Afgreiðsla: Áður samþykkt.

  9. Mál nr. 2018050154

    Heiti máls: Ósk um breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis – hverfisvernd.

    Lýsing: Umsókn lögð fram til kynningar er varðar Bakkavör 5.

    Afgreiðsla: Málið er til skoðunar. Allir eigendur Bakkavarar 3, 5, 7, 9 og 11 þurfa að skila undirrituðu samþykki um breytingu á deiliskipulagi vegna hverfisverndar.

Fundi slitið kl. 9:47

Ragnhildur Jónsdóttir, formaður

Ingimar Sigurðsson

Sigríður Sigmarsdóttir

Ragnhildur Ingólfsdóttir

Karen María Jónsdóttir

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?