Fundargerð 96. fundar skipulags- og umferðanefndar haldinn föstudaginn 20. desember 2019 kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir, formaður, Ingimar Sigurðsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Þorleifur Örn Gunnarsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fjarverandi: Ari Hallgrímsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.
Fundargerð ritaði Sigríður Sigmarsdóttir.
Fundur settur kl. 8:00.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:
A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:
-
Mál nr. 2018090207
Heiti máls: Deiliskipulag fyrir Bygggarða - umsókn um breytingu á deiliskipulagi.
Lýsing: Tillaga að breyttu deiliskipulagi Bygggarðasvæðis á Seltjarnarnesi. Endurauglýsing.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að endurauglýsa áður auglýsta tillögu að breyttu deiliskipulagi Bygggarðasvæðis. Ástæða endurauglýsingar eru breytingar sem gerðar voru á deiliskipulagi eftir fyrri auglýsingu 21. júní 2019. Breytingarnar felast í að nú er ekki gert ráð fyrir sameiginlegri bílageymslu miðsvæðis og fjöldi bílastæða lækkar úr 1,8 stæðum í 1,7 stæði á íbúð. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
-
Mál nr. 2019010347
Heiti máls: Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúðar.
Lýsing: Endurskoðuð verkefnalýsing lögð fram.
Afgreiðsla: Nefndin vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar og samþykktar í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á nýrri lóð við enda Kirkjubrautar, Kirkjubraut 20.
B. Umferðarmál
-
Mál nr. 2019080032
Heiti máls: Gönguleið um Eiðistorg – umferð um Suðurmýri.
Lýsing: Niðurstaða kynningar og ábendingar frá íbúum.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar góðar ábendingar og viðbrögð frá íbúum. Að teknu tilliti til ábendinga frá íbúum og í samráði við samgönguverkfræðing vísar nefndin málinu óbreyttu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Nefndin ítrekar mikilvægi þess að breytingarnar komist til framkvæmda sem allra fyrst til að tryggja megi öryggi vegfarenda.
Fundi slitið kl. 9.05
Ragnhildur Jónsdóttir, formaður
Ingimar Sigurðsson
Sigríður Sigmarsdóttir
Þorleifur Örn Gunnarsson
Ragnhildur Ingólfsdóttir
Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.