Fundargerð 94. fundar skipulags- og umferðanefndar haldinn mánudaginn 21. október 2019 kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir, formaður, Ingimar Sigurðsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Þorleifur Örn Gunnarsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fjarverandi: Ari Hallgrímsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.
Fundargerð ritaði Hervör Pálsdóttir.
Fundur settur kl. 8:00.
Gísli Hermannsson mætti á fundinn undir lið 8, 12, 13 og 16 kl. 8:57 og vék af fundi kl. 9:47.
Ingimar Sigurðsson víkur af fundi kl. 10:25.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:
A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:
-
Mál nr. 2019050123
Heiti máls: Áformuð breyting á færslu Korpulínu. Verklýsing til kynningar.
Lýsing: Drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur lögð fram til kynningar, sbr., 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. einnig lög um umhverfismat áætlana, nr. 105/2006.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við drögin og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
-
Mál nr. 2018090207
Heiti máls: Deiliskipulag fyrir Bygggarða - umsókn um breytingu á deiliskipulagi.
Lýsing: Tillaga að breyttu deiliskipulagi Bygggarðasvæðis á Seltjarnarnesi. Svör við athugasemd dags. 7. ágúst 2019 við breyttu deiliskipulagi lögð fram til kynningar og afgreiðslu.
Afgreiðsla: Svarbréf skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 21. október 2019, lagt fram og samþykkt.
-
Mál nr. 2019010347
Heiti máls: Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - breytingartillaga - Kirkjubraut 20 - uppbygging búsetukjarna fyrir fatlað fólk.
Lýsing: Ný tillaga lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir nýja tillögu, dags. 2. október 2019, og vísar henni til umsagnar umhverfisnefndar.
-
Mál nr. 2018090018
Heiti máls: Sefgarðar 10 og 12 – heimreið ekki á skipulagi.
Lýsing: Skriflegt svar eigenda Sefgarða 12, dags. 15. október 2019, við bréfi byggingarfulltrúa, dags. 27. september 2019, lagt fram.
Afgreiðsla: Nefndin vísar til bókunar á 92. fundi nefndarinnar, dags. 14. ágúst sl. Byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
-
Mál nr. 2019050407
Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis – fyrirspurn um breytingu vegna Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19.
Lýsing: Trípólí arkitektar leggja fram nýja tillögu að byggingum á tveimur lóðum.
Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að kalla eftir frekari gögnum og er málinu frestað.
Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:
-
Mál nr. 2019100111
Heiti máls: Kirkjubraut 19 – umsókn um byggingarleyfi.
Lýsing: Sótt er um byggingarleyfi til að síkka glugga og setja svalahurð þannig að útgengt sé í garð. Samþykki annarra eigenda lagt fram.
Afgreiðsla: Samþykkt.
-
Mál nr. 2019090317
Heiti máls: Hesthús í Bollagarðalandi.
Lýsing: Umsókn um niðurrif hesthúss. Bréf frá Minjastofnun dags. 4. otóber 2019 lagt fram.
Afgreiðsla: Nefndin heimilar eigandanum niðurrif hesthússins með vísan til bréfs Minjastofnunar, dags. 4. október 2019.
-
Mál nr. 201090204
Heiti máls: Kirkjubraut 7 - beiðni um upplýsingar varðandi skúr á lóð.
Lýsing: Skipulags- og umferðarnefnd bókaði á 76. fundi skipulags- og umferðarnefndar að um óleyfisframkvæmd væri að ræða og byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir. Málið var tekið fyrir aftur á 80. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 13. ágúst 2018, 84. fundi þann 23. nóvember 2018 og 85. fundi þann 21. desember 2018 en á þeim síðastnefnda var sviðsstjóra umhverfissviðs falið að skoða málið.
Afgreiðsla: Sviðsstjóri umhverfissviðs leggur fram samþykki eigenda/íbúa Kirkjubrautar 5, Kirkjubrautar 7 og Skólabrautar 8. Sviðsstjóra umhverfissviðs falið að kalla eftir umsögn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
-
Mál nr. 2019100112
Heiti máls: Eiðistorg 13-15 - athugasemdir vegna breytinga á húsnæði ÁTVR.
Lýsing: Erindi frá meðstjórnanda í húsfélagi Eiðistorgi 13-15 lagt fram.
Afgreiðsla: Nefndinni kynntir málavextir. Nefndin óskar eftir áliti lögmanns.
-
Mál nr. 2019100170
Heiti máls: Víkurströnd 11 – umsókn um byggingarleyfi.
Lýsing: Umsókn um breytingu á útliti vesturhliðar hússins. Bæta við tveimur gluggum ásamt svalaopnun. Niðurgröftur á lóð við vesturhlið hússins.
Afgreiðsla: Samþykkt.
-
Mál nr. 2019100171
Heiti máls: Bráðabirgðabyggingarleyfi til að reisa söluhús við Bygggarða 2.
Lýsing: Sótt um bráðabirgðabyggingarleyfi vegna byggingar 7 söluhúsa við Bygggarða 2 til flutnings í desember 2019 og í janúar 2020.
Afgreiðsla: Hafnað.
B. Umferðarmál -
Mál nr. 2019100116
Heiti máls: Melabraut – einstefna frá Bakkavör að Hæðarbraut.
Lýsing: Byggingarfulltrúi óskar eftir umræðu um færslu á einstefnu á Melabraut.
Afgreiðsla: Einstefna er á Melabraut frá Bakkavör að Hæðarbraut og felur nefndin byggingarfulltrúa að senda Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu erindi um málið.
-
Mál nr. 2019080032
Heiti máls: Gönguleið um Eiðistorg – umferð um Suðurmýri.
Lýsing: Til kynningar og umræðu á ný.
Afgreiðsla: Nefndin leggur áherslu á að gönguleið um bílastæði við Eiðistorg komi til framkvæmda hið fyrsta. Byggingarfulltrúa er falið að láta útbúa gögn til kynningar fyrir íbúa í samræmi við umræður nefndarinnar.
D. Önnur mál -
Mál nr. 2018050013.
Heiti máls: Nesvegur 100 - lóðarstærð.
Lýsing: Byggingarfulltrúi kynnir umræður á fundi með lóðarhöfum, dags. 15.10.2019.
Afgreiðsla: Málið kynnt.
-
Mál nr. 2019100164.
Heiti máls: Seltjarnarnes – sjóvarnir 2019.
Lýsing: Byggingarfulltrúi kynnir erindi Vegagerðarinnar um sjóvarnir við Ráðagerði og Nesvöll.
Afgreiðsla: Nefndin tekur vel í erindið og vísar til umsagnar umhverfisnefndar.
-
Mál nr. 2019100187
Heiti máls: Tillögur að legu hjólreiðastígs á bæjarmörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness við Eiðisgranda.
Lýsing: Tillögur um legu hjólastígs lagðar fram.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í tillögurnar og leggur til að tillaga 2 verði fyrir valinu með útfærslu í samráði við sviðsstjóra umhverfissviðs.
Fundi slitið kl. 10:35.
Ragnhildur Jónsdóttir, formaður
Ingimar Sigurðsson
Sigríður Sigmarsdóttir
Þorleifur Örn Gunnarsson
Ragnhildur Ingólfsdóttir
Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.