Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

03. júlí 2019

91. fundur skipulags- og umferðanefndar haldinn miðvikudaginn 3. júlí 2019 kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir, formaður, Ingimar Sigurðsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Þorleifur Örn Gunnarsson, Garðar Svavar Gíslason og Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fjarverandi: Ari Hallgrímsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.

Fundargerð ritaði Hervör Pálsdóttir.

Fundur settur kl. 8:12.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2019060290

    Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Íbúðarbyggð og blönduð byggð.

    Lýsing: Um er að ræða breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Með verklýsingu eru boðaðar umfangsmiklar breytingar á AR2010-2030, sem einkum varða stefnu um íbúðarbyggð, markmið í húsnæðismálum, þéttleika byggðar og forgangsröðun uppbyggingar.

    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við Aðalskipulagsbreytingu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  2. Mál nr. 2019050407

    Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis – fyrirspurn um breytingu vegna Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19.

    Lýsing: Trípólí arkitektar leggja fram nýja tillögu að byggingum á tveimur lóðum.

    Afgreiðsla: Nefndin leggur áherslu á að nýtingarhlutfall sé í samræmi við núgildandi deiliskipulag.

  3. Mál nr. 2019060293

    Heiti máls: Deiliskipulag Melhúsatúns – fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi - Selbraut 80.

    Lýsing: Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi. Tillaga að bílskúr fyrir Selbraut 80.

    Afgreiðsla: Erindinu vísað til grenndarkynningar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir húseigendum Selbrautar 76, 78, 82 og 84 og Sæbrautar 20 og 21. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    B.
    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

  4. Mál nr. 2018050154

    Heiti máls: Bakkavör 5.

    Lýsing: Sótt er um leyfi til að einangra húsið og klæða.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að kynna afstöðu skipulagshöfundar sem fram kemur í bréfi, dags. 30. júní 2019, fyrir eigendum Bakkavarar 5.

  5. Mál nr. 2019040153

    Heiti máls: Austurströnd 4.

    Lýsing: Umsókn um hækkun á lyftuhúsi. Mál í grenndarkynningu.

    Afgreiðsla: Frestað þar til grenndarkynningu lýkur.

  6. Mál nr. 2019040150

    Heiti máls: Selbraut 42.

    Lýsing: Umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Samþykki nágranna lagt fram til kynningar.

    Afgreiðsla: Skipulagsnefnd metur breytinguna, þ.e. stækkun byggingarreits vegna skála óverulega og til samræmis við áður útgefið byggingarleyfi fyrir Selbraut 36. Því er hér um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning fór fram og bárust engar athugasemdir. Nefndin samþykkir að vísa málinu til byggingarfulltrúa sem auglýsir deiliskipulagsbreytinguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    C.
    Önnur mál

  7. Mál nr. 2019040194

    Heiti máls: Bréf frá Veðurstofu Íslands.

    Lýsing: Ósk um leyfi fyrir staðsetningu sjálfvirkrar veðurstöðvar á Suðurnesi – ný staðsetning.

    Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti en vísar málinu til umsagnar hjá Umhverfisstofnun og umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá.

  8. Mál nr. 2019010199

    Heiti máls: Bílastæðasjóður Seltjarnarnesbæjar.

    Lýsing: Samþykkt um bílastæðasjóð Seltjarnarnesbæjar og gjaldskrá lögð fram til samþykktar.

    Afgreiðsla: Samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  9. Mál nr. 2019010199

    Heiti máls: Hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Miðsvæði á reit S-3. Kynning á vinningstillögu.

    Lýsing: Kynning frá Gesti Ólafssyni arkitekt og skipulagsfræðingi.

    Afgreiðsla: Frestað.

  10. Mál nr. 2018080501

    Heiti máls: Nesvegur 100, 102 og 104. Lóðarstærðir.

    Lýsing: Minnisblað lögmanns bæjarfélagsins lagt fram til kynningar.

    Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd felur byggingarfulltrúa að vinna áfram með málið.

  11. Mál nr. 2017070155

    Heiti máls: Unnarbraut 32.

    Lýsing: Bréf lögmanns bæjarfélagsins lagt fram til kynningar.

    Afgreiðsla: Staða málsins kynnt fyrir nefndinni.

  12. Mál nr. 2019060295

    Heiti máls: Umferð um Geirsgötu.

    Lýsing: Umræða um tafir í umferð til og frá Seltjarnarnesi.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

  13. Mál nr. 2019060297

    Heiti máls: Breyting á staðfangi Nesstofu.

    Lýsing: Yfirlýsing lögð fram til kynningar.

    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir.
    Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010, til staðfestingar:

  14. Mál nr. 2019010166

    Heiti máls: Sæbraut 6.

    Lýsing: Umsókn um stækkun á bílskúr. Grenndarkynning eigenda lögð fram kynningar.

    Afgreiðsla: Grenndarkynning fór fram og bárust engar athugasemdir. Nefndin samþykkir að vísa málinu til byggingarfulltrúa sem auglýsir deiliskipulagsbreytinguna sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  15. Mál nr. 2019060285

    Heiti máls: Umhverfisstofnun.

    Lýsing: Beiðni um leyfi til að setja upp upplýsingaskilti um vöktunarsvæði. Samþykkt 26.06.2019.

    Afgreiðsla: Nefndin staðfestir afgreiðsluna.

Önnur mál

Ragnhildur Jónsdóttir formaður vekur máls á málefni gönguleiða skólabarna úr Mýrunum og leggur áherslu á að unnið sé að lausn fyrir skólasetningu í haust.

Fundi slitið kl. 9:42.

Ragnhildur Jónsdóttir, formaður

Ingimar Sigurðsson

Sigríður Sigmarsdóttir

Þorleifur Örn Gunnarsson

Garðar Svavar Gíslason

Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?