91. fundur skipulags- og umferðanefndar haldinn miðvikudaginn 3. júlí 2019 kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir, formaður, Ingimar Sigurðsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Þorleifur Örn Gunnarsson, Garðar Svavar Gíslason og Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fjarverandi: Ari Hallgrímsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.
Fundargerð ritaði Hervör Pálsdóttir.
Fundur settur kl. 8:12.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:
A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:
-
Mál nr. 2019060290
Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Íbúðarbyggð og blönduð byggð.
Lýsing: Um er að ræða breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Með verklýsingu eru boðaðar umfangsmiklar breytingar á AR2010-2030, sem einkum varða stefnu um íbúðarbyggð, markmið í húsnæðismálum, þéttleika byggðar og forgangsröðun uppbyggingar.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við Aðalskipulagsbreytingu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
-
Mál nr. 2019050407
Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis – fyrirspurn um breytingu vegna Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19.
Lýsing: Trípólí arkitektar leggja fram nýja tillögu að byggingum á tveimur lóðum.
Afgreiðsla: Nefndin leggur áherslu á að nýtingarhlutfall sé í samræmi við núgildandi deiliskipulag.
-
Mál nr. 2019060293
Heiti máls: Deiliskipulag Melhúsatúns – fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi - Selbraut 80.
Lýsing: Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi. Tillaga að bílskúr fyrir Selbraut 80.
Afgreiðsla: Erindinu vísað til grenndarkynningar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir húseigendum Selbrautar 76, 78, 82 og 84 og Sæbrautar 20 og 21. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
B. Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010: -
Mál nr. 2018050154
Heiti máls: Bakkavör 5.
Lýsing: Sótt er um leyfi til að einangra húsið og klæða.
Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að kynna afstöðu skipulagshöfundar sem fram kemur í bréfi, dags. 30. júní 2019, fyrir eigendum Bakkavarar 5.
-
Mál nr. 2019040153
Heiti máls: Austurströnd 4.
Lýsing: Umsókn um hækkun á lyftuhúsi. Mál í grenndarkynningu.
Afgreiðsla: Frestað þar til grenndarkynningu lýkur.
-
Mál nr. 2019040150
Heiti máls: Selbraut 42.
Lýsing: Umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Samþykki nágranna lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd metur breytinguna, þ.e. stækkun byggingarreits vegna skála óverulega og til samræmis við áður útgefið byggingarleyfi fyrir Selbraut 36. Því er hér um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning fór fram og bárust engar athugasemdir. Nefndin samþykkir að vísa málinu til byggingarfulltrúa sem auglýsir deiliskipulagsbreytinguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
C. Önnur mál -
Mál nr. 2019040194
Heiti máls: Bréf frá Veðurstofu Íslands.
Lýsing: Ósk um leyfi fyrir staðsetningu sjálfvirkrar veðurstöðvar á Suðurnesi – ný staðsetning.
Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti en vísar málinu til umsagnar hjá Umhverfisstofnun og umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá.
-
Mál nr. 2019010199
Heiti máls: Bílastæðasjóður Seltjarnarnesbæjar.
Lýsing: Samþykkt um bílastæðasjóð Seltjarnarnesbæjar og gjaldskrá lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla: Samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
-
Mál nr. 2019010199
Heiti máls: Hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Miðsvæði á reit S-3. Kynning á vinningstillögu.
Lýsing: Kynning frá Gesti Ólafssyni arkitekt og skipulagsfræðingi.
Afgreiðsla: Frestað.
-
Mál nr. 2018080501
Heiti máls: Nesvegur 100, 102 og 104. Lóðarstærðir.
Lýsing: Minnisblað lögmanns bæjarfélagsins lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd felur byggingarfulltrúa að vinna áfram með málið.
-
Mál nr. 2017070155
Heiti máls: Unnarbraut 32.
Lýsing: Bréf lögmanns bæjarfélagsins lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla: Staða málsins kynnt fyrir nefndinni.
-
Mál nr. 2019060295
Heiti máls: Umferð um Geirsgötu.
Lýsing: Umræða um tafir í umferð til og frá Seltjarnarnesi.
Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
-
Mál nr. 2019060297
Heiti máls: Breyting á staðfangi Nesstofu.
Lýsing: Yfirlýsing lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir.
Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010, til staðfestingar: -
Mál nr. 2019010166
Heiti máls: Sæbraut 6.
Lýsing: Umsókn um stækkun á bílskúr. Grenndarkynning eigenda lögð fram kynningar.
Afgreiðsla: Grenndarkynning fór fram og bárust engar athugasemdir. Nefndin samþykkir að vísa málinu til byggingarfulltrúa sem auglýsir deiliskipulagsbreytinguna sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
-
Mál nr. 2019060285
Heiti máls: Umhverfisstofnun.
Lýsing: Beiðni um leyfi til að setja upp upplýsingaskilti um vöktunarsvæði. Samþykkt 26.06.2019.
Afgreiðsla: Nefndin staðfestir afgreiðsluna.
Önnur mál
Ragnhildur Jónsdóttir formaður vekur máls á málefni gönguleiða skólabarna úr Mýrunum og leggur áherslu á að unnið sé að lausn fyrir skólasetningu í haust.
Fundi slitið kl. 9:42.
Ragnhildur Jónsdóttir, formaður
Ingimar Sigurðsson
Sigríður Sigmarsdóttir
Þorleifur Örn Gunnarsson
Garðar Svavar Gíslason
Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.