Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Ingimar Sigurðarson, Þorleifur Örn Gunnarsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs er Ari Hallgrímsson.
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundur settur kl. 8.00.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:
A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:
-
Mál nr. 2018120092
Heiti máls: Lýsing fyrir nýtt deiliskipulag við Krýsuvíkurberg.
Lýsing: Drög að skipulagslýsingu.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar án athugasemda.
-
Mál nr. 2018080209
Heiti máls: Unnarbraut 19 – fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu.
Lýsing: Ósk lóðarhafa um breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina sem gerir ráð fyrir hækkun á bílskúr m.v. núverandi skipulagsheimildir.
Afgreiðsla: Vísað er til gildandi skipulags fyrir svæðið. Nefndin sér sér ekki fært að verða við ósk um deiliskipulagsbreytingu.
B. Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010: -
Mál nr. 2018080445
Heiti máls: Nesvegur 101, umsókn um byggingarleyfi.Lýsing: Forstofubygging, kvistur og geymsla. Málinu frestað á síðasta fundi.
Afgreiðsla: Lagt fram mat frá Kanon arkitektum, skipulagshöfundum Lambastaðahverfis á byggingarleysisumsókn fyrir Nesveg 101, en byggingin fellur undir hverfisvernd deiliskipulagsins. Það er mat skipulagshöfunda að erindið uppfylli þau ákvæði sem fram koma í deiliskipulagstillögunni.Umsóknin samþykkt.
-
Mál nr. 2018080090
Heiti máls: Austurströnd 10, umsókn um byggingarleyfi.Lýsing: Atvinnuhúsnæði er endurhannað undir veislusal.
Afgreiðsla: Umsóknin samþykkt. Nefndin beinir því til umsækjanda að taka tillit til óska íbúa Austurstrandar 10 er koma fram í umsögn stjórnar húsfélagsins er varðar opnunartíma, mögulegt ónæði, umgengni og öðru tengdu rekstri salarins. -
Mál nr. 20180900288
Heiti mál: Nestorg ehf og húsfélagið Eiðistorgi 13-15 óskar eftir breytingu að Eiðistorgi 13-15.
Lýsing: Ósk um breytingu á aðgengi að sorpgeymslu.
Afgreiðsla: Samþykkt.
-
Mál nr. 2018100093
Heiti mál: Austurströnd 3.
Lýsing: Ósk um breytingu á fastanúmeri – breyta í stúdíóíbúðir.
Afgreiðsla: Erindinu er hafnað.
-
Mál nr. 2018120046
Heiti mál: Hrólfskálamelur 1-5.
Lýsing: Ósk um byggingarleyfi fyrir svalaskýli við allar íbúðir í húsinu.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að fylgja málinu eftir.
-
Mál nr. 2018070020
Heiti mál: Safnatröð 2.
Lýsing: Lagt fram nýtt mæliblað frá VSÓ – tillaga til staðfestingar.
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um lagfæringar á framlögðu lóðarblaði.
-
Mál nr. 2018000112
Heiti máls: Kirkjubraut 7 – nýjar upplýsingar.
Lýsing. Sviðsstjóri umhverfissviðs mætir á fundinn.
Afgreiðsla: Sviðsstjóra umhverfissviðs er falið að skoða málið.
-
Mál nr. 2018120102
Heiti máls: Farsímamastur í Bygggörðum.
Lýsing. Farsímamastur nærri Bygggörðum.
Afgreiðsla: Erindið er samþykkt og kynnt Landey.
-
Mál nr. 2018110163
Heiti máls: Ökutækjaleiga.
Lýsing. Beiðni um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu.
Afgreiðsla: Nefndin getur ekki samþykkt staðsetningu ökutækjaleigu að Austurströnd 2, enda eru þar skrifstofur Seltjarnarnesbæjar.
-
Mál nr. 2018050151
Heiti máls: Skólabraut 4 – ný gögn.
Lýsing. Ósk um breytingu á deiliskipulagi.
Afgreiðsla: Umsækjanda heimilað að fara í deiliskipulagsbreytingu, enda hafði fyrri nefnd áður tekið jákvætt í erindið.
C. Önnur mál: -
Mál nr. 2018120120
Heiti máls: Nesvegur 100.
Lýsing. Merking bílastæða við verslun.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til að sett verði upp 15 mín. skilti við bílastæðin.
Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjal. nr. 160/2010, til staðfestingar. -
Mál nr. 2018120087
Heiti mál: Eiðismýri 30.
Lýsing:. Svalalokun fyrir Eiðismýri 30.
Afgreiðsla: Samþykkt af byggingarfulltrúa.
-
Mál nr. 2018110112
Heiti mál: Austurströnd 5.
Lýsing:. Breyting á innréttingum á 2. hæð. Viðtalsherbergi.
Afgreiðsla: Samþykkt af byggingarfulltrúa.
Skipulags- og umferðarnefnd staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa á málum nr. 14 -15.
Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð lesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundarlok kl. 9:35.
Ragnhildur Jónsdóttir, formaður.
Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir
Hannes Tryggvi Hafstein
Þorleifur Örn Gunnarsson
Ragnhildur Ingólfsdóttir