84. fundur Skipulags- og umferðarnefndar, haldinn föstudaginn 23. nóvember, kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Hannes Tryggvi Hafstein, Þorleifur Örn Gunnarsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs er Ari Hallgrímsson.
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundur settur kl. 8.00.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:
A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:
-
Mál nr. 2018060010
Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur.
Lýsing: Verklýsing fyrir Sundahöfn.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar án athugasemda.
-
Mál nr. 2018100181.
Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur.
Lýsing: Umsögn um miðsvæðið M2c – M2g. Múlar og Suðurlandsbraut.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar án athugasemda.
-
Mál nr. 2018100079
Heiti máls: Skíðasvæðið í Bláfjöllum.Lýsing: Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin sé skoðuð með tilliti til mats á umhverfisáhrifum. -
Mál nr. 2018080209
Heiti máls: Unnarbraut 19 – fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu.
Lýsing: Ósk lóðarhafa um breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina sem gerir ráð fyrir hækkun á bílskúr m.v. núverandi skipulagsheimildir.
Afgreiðsla: Málinu frestað.
B. Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010: -
Mál nr. 2018080445
Heiti máls: Nesvegur 101, umsókn um byggingarleyfi.Lýsing: Forstofubygging, kvistur og geymsla.
Afgreiðsla: Ný teikning lögð fram. Nefndin er sátt við fyrirhugaðar breytingar á lóðinni. Það verður þó að takmarka fjölda bílastæða og hafa geymslu innan byggingareits samanber gildandi deiliskipulag. Byggingarfulltrúa er falið að ræða við umsækjendur samanber umræður á fundi nefndarinnar. -
Mál nr. 2018080090
Heiti máls: Austurströnd 10, umsókn um byggingarleyfi.Lýsing: Atvinnuhúsnæði er endurhannað undir veislusal.
Afgreiðsla: Samþykki húsfélagsins hefur ekki borist og er málinu því frestað. -
Mál nr. 2017070035
Heiti máls: Miðbraut 13, umsókn um byggingarleyfi.Lýsing: Innra skipulagi í bílskúr breytt og útliti.
Afgreiðsla: Byggingarfulltrúi vék af fundi. Nefndin samþykkir umsóknina.
C. Umferðarmál -
Mál nr. 2018060030
Heiti máls: Lindarbraut – lækkun umferðarhraða eða hraðahindrun.
Lýsing: Bent hefur verið á að umferðarhraðinn er of mikill.Afgreiðsla: Hraðamælingar lögreglu liggja nú fyrir. Nefndin telur rétt að kalla eftir frekari mælingum á álagstímum.
-
Mál nr. 2017120083
Heiti máls: Skerjabraut 1, sorpgerði.
Lýsing: Tillaga A, að djúpgámi áætlaður kostnaður er um 3,9 mkr. m.v. 4 gáma einingu.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Byggingarfulltrúi ræðir málið við stjórn húsfélagsins.
D. Önnur mál -
Mál nr. 2017070155
Heiti mál: Unnarbraut 32.
Lýsing: Annar úrskurður frá 8. nóvember lagður fram.
Afgreiðsla: Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram til kynningar.
-
Mál nr. 20180900288
Heiti mál: Nestorg ehf og húsfélagið óskar eftir breytingu að Eiðistorgi 13-15.
Lýsing: Ósk um breytingu á aðgengi að sorpgeymslu.
Afgreiðsla: Samþykki húsfélagsins hefur ekki borist – málinu frestað.
-
Mál nr. 2018070125
Heiti mál: Aðgerðaráætlanir í kjölfar hávaða 2018-2023.
Lýsing: Bréf frá íbúum við Bollagarðar 73-75. Ábendingar um hávaða vegna umferðar.
Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
-
Mál nr. 2018100093
Heiti mál: Austurströnd 3.
Lýsing: Ósk um breytingu á fastanúmeri – breyta í stúdíoíbúðir.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
-
Mál nr. 2018070020
Heiti mál: Nesvegur 100.
Lýsing: Lagður fram nýr uppdráttur frá VSÓ og minnisblað frá PG.
Afgreiðsla: Tillaga að lóðarblaði lagður fram til kynningar ásamt minnisblaði frá Páli Gunnlaugssyni arkitekt. Ljóst er að samkomulag verður að nást við lóðareigendur og er málinu vísað til lögmanns bæjarfélagsins til úrlausnar. Fyrir liggur að búið er að þinglýsa lóðarblöðum sem þarf að leiðrétta í sátt milli lóðarhafa.
-
Mál nr. 2018070020
Heiti mál: Safnatröð 2.
Lýsing: Lagt fram nýtt mæliblað frá VSÓ – tillaga til staðfestingar.
Afgreiðsla: Mæliblað að lóð fyrir Safnatröð 2 lagt fram til kynningar.
-
Mál nr. 2018100198
Heiti mál: Ósk um breytingu á heitum og númerum.
Lýsing: Lagt fram bréf dagsett í október frá íbúum við Suðurmýri.
Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd felur byggingarfulltrúa að boða íbúa til fundar og gera tillögu að breytingu á götuheitum og númerum og leggja fyrir næsta fund.
-
Mál nr. 2018100107
Heiti máls: Sævargarðar 12. Smáhýsi á lóð og endurbygging, lagfæringar á húsi.
Lýsing. Bréf frá íbúum lögð fram, ásamt teikningum og greinargerð.
Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirhugaðar lagfæringar og breytingar á húsnæðinu og felur byggingarfulltrúa að óska eftir árituðum teikningum og afgreiða þar með byggingarleyfi.
Stöðuleyfi undir 40 m2 smáhýsi er samþykkt enda liggur fyrir samþykki nágranna. Lögð er áherslu á góðan frágang á lóðinni. Stöðuleyfið er veitt til eins árs og er byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.
-
Mál nr. 2018000112
Heiti máls: Kirkjubraut 7 – nýjar upplýsingar.
Lýsing. Sviðstjóri umhverfissviðs mætir á fundinn.
Afgreiðsla: Málinu frestað.
-
Mál nr. 2018020161
Heiti mál: Umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar – endurskoðuð.
Lýsing: Drög að skýrslu frá VSÓ til umræðu.
Afgreiðsla: Nefndin telur þörf á að skoða áherslur VSÓ og forgangsröðun framkvæmda. Nefndin mun kalla eftir ábendingum frá íbúum bæjarfélagsins.
-
Mál nr. 2018090136
Heiti mál: Húsnæðisáætlun Seltjarnarnesbæjar 2018.
Lýsing: Jónas Hlynur Hallgrímsson frá Eflu fer yfir áætlunina.
Afgreiðsla: Kynning á áætlun bæjarfélagsins. Nefndin þakkar Jónasi fyrir góða kynningu.
Hannes Tryggvi Hafstein yfirgaf fundinn.
-
Mál nr. 201801392
Heiti máls: Kirkjubraut – búsetukjarni fyrir fatlaða.
Lýsing. Hugmynd um nýja staðsetning fyrir búsetukjarna fyrir fatlaða.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í staðsetninguna og óskar eftir afstöðumynd með staðsetningu á umræddum búsetukjarna við enda lóðar við Kirkjubraut 18.
Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjal. nr. 160-2010, til staðfestingar. -
Mál nr. 2018100225
Heiti mál: Sólbraut 4.
Lýsing: Stækka glugga og breyta í rennihurð.
Afgreiðsla: Byggingarfulltrúi hefur samþykkt umbeðna breytingu.
-
Mál nr. 2018100224
Heiti mál: Bollagarðar 73-75.
Lýsing: Byggingarleyfi á geymslu í samræmi við samþykkt deiliskipulag.
Afgreiðsla: Byggingarfulltrúi hefur samþykkt byggingarleyfi.
-
Mál nr. 2018100174
Heiti mál: Kirkjubraut 13.
Lýsing: Breytingar á innra skipulagi.
Afgreiðsla: Byggingarfulltrúi hefur samþykkt umbeðna breytingu.
-
Mál nr. 2018030089
Heiti mál: Melabraut 54, viðbygging.
Lýsing: Byggingarleyfi í samræmi við deiliskipulag.
Afgreiðsla: Byggingarfulltrúi hefur samþykkt byggingarleyfi.
-
Mál nr. 2018110100
Heiti mál: Tjarnarmýri 4,
Lýsing: Byggingarleyfi lítil viðbygging - forstofa. Í samræmi við deiliskipulag.
Afgreiðsla: Byggingarfulltrúi hefur samþykkt byggingarleyfi.
Skipulags- og umferðarnefnd staðfestir mál nr. 22 – 26.
Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð lesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundarlok kl. 10.48
Ragnhildur Jónsdóttir, formaður.
Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir
Hannes Tryggvi Hafstein
Þorleifur Örn Gunnarsson
Ragnhildur Ingólfsdóttir