81. fundur Skipulags- og umferðanefndar, haldinn mánudaginn 10. september 2018, kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir, Hannes Tryggvi Hafstein, varamaður fyrir Ingimar Sigurðsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson byggingarfulltrúi.
Fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.
Á fundinn mættu Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri, Ás styrktarfélag undir lið 1 og Kristjana Erna Pálsdóttir VSÓ undir lið 20.
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson, byggingarfulltrúi.
Fundur settur kl. 8.00.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:
-
Mál nr. 2018010392
Heiti máls: Staðsetning búsetukjarna.
Lýsing: Deili- aðalskipulagsbreyting vegna búsetukjarna við Kirkjubraut. Verkefnislýsing vegna búsetukjarna við Kirkjubraut. Á fundinn mætti Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri, Ás styrktarfélagi.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar Þóru fyrir góða kynningu fyrir nýrri nefnd.
-
Mál nr. 2018020114
Heiti máls: Svæðisskipulagsbreyting á höfuðborgarsvæðinu - Vaxtarmörk á Álfsnesi.Lýsing: Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Drög að tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040, ásamt drögum að umhverfisskýrslu, send til kynningar og umsagnar, með vísan til 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Einnig send til kynningar samhliða drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir. -
Mál nr. 2017100116
Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík – Iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík.
Lýsing: Erindi Reykjavíkurborgar. Drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, ásamt drögum að umhverfisskýrslu, send til kynningar og umsagnar, með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Einnig send til kynningar samhliða drög að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir. -
Mál nr. 2018020002
Heiti máls: Kirkjubraut 1, deiliskipulagsbreyting.Lýsing: Grenndarkynningu lokið, ein athugasemd barst.
Afgreiðsla: Athugasemd kom um að það þurfi eitt stæði fyrir fatlaða þegar um er að ræða allt að tíu íbúða hús.
Byggingarfulltrúa er falið að ræða við lögmann bæjarfélagsins er varðar þessa athugasemd. Málinu frestað til næsta fundar.
-
Mál nr. 2018040089
Heiti máls: Bollagarðar 73-75, deiliskipulagsbreyting.
Lýsing: Grenndarkynningu lokið. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla: Skipulagsbreytingin er samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. -
Mál nr. 2018060132
Heiti máls: Lagning ferðavagna – fyrirspurn.Lýsing: Frestað á fundi 25/6.
Afgreiðsla: Skipulagt svæði fyrir ferðavagna er ekki til staðar í bæjarfélaginu.
-
Mál nr. 2017110135
Heiti máls: Hamarsgata 6-8, sameining lóða.Lýsing: Lóðarblað lagt fram til samþykktar.
Afgreiðsla: Samþykkt.
-
Mál nr. 2018080209
Heiti máls: Unnarbraut 19, lóðarblað.Lýsing: Lóðarblað lagt fram til samþykktar.
Afgreiðsla: Samþykkt.
-
Mál nr. 2018080501
Heiti máls: Nesvegur 100, 102, 104.Lýsing: Lóðarblað lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010: -
Mál nr. 2018070146
Heiti máls: Kirkjubraut 1, umsókn um byggingarleyfi.
Lýsing: Þrílyft íbúðarhús með sex íbúðum.
Afgreiðsla: Málinu frestað. -
Mál nr. 2018070137
Heiti máls: Melabraut 12, umsókn um byggingarleyfi.
Lýsing: Þrílyft íbúðarhús með fjórum íbúðum.
Afgreiðsla: Samþykkt enda í samræmi við skipulag. -
Mál nr. 2018080445
Heiti máls: Nesvegur 101, umsókn um byggingarleyfi.Lýsing: Forstofubygging, kvistur og geymsla.
Afgreiðsla: Málinu frestað og er óskað eftir umsögn Reykjavíkurborgar og Minjastofnunar. -
Mál nr. 2018080667
Heiti máls: Nesbali 66, umsókn um byggingarleyfi.
Lýsing: Millibygging milli húss og bílskúrs.
Afgreiðsla: Samþykkt enda í samræmi við skipulag.
Umferðarmál -
Mál nr. 2018080648
Heiti máls: Endurnýjun biðskýla Strætó.
Lýsing: Erindi f.h. bæjarráðs lagt fram.
Afgreiðsla: Samþykkt. -
Mál nr. 2018080621
Heiti máls: Umferðarspegill á gatnamótum Hæðarbrautar og Lindarbrautar, staðsetning.
Lýsing: Umfjöllun um staðsetningu umferðarspegils.
Afgreiðsla: Samþykkt. -
Mál nr. 2018080620
Heiti máls: Hraðamælingartæki, staðsetning.
Lýsing: Umfjöllun um staðsetningu hraðamælingartækja.
Afgreiðsla: Málinu frestað til næsta fundar. -
Mál nr. 2018060030
Heiti máls: Lindarbraut – lækkun umferðarhraða eða hraðahindrun.
Lýsing: Bent hefur verið á að umferðarhraðinn á Lindarbraut er of mikill. Nefndin óskaði eftir nýjum hraðamælingum á Lindarbraut sem og upplýsingum um slysatíðni.
Afgreiðsla: Málinu frestað til næsta fundar. -
Mál nr. 2018080028
Heiti máls: Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.
Lýsing: Á fundinn mætir Kristjana Erna Pálsdóttir, VSÓ.
Afgreiðsla: Kristjana fór yfir Umferðaröryggisáætlun bæjarfélagsins.
Önnur mál -
Mál nr. 2018070099
Heiti máls: Íþróttahús Seltjarnarness – auglýsingaskilti.
Lýsing: Nýtt erindi handknattleiksdeildar lagt fram.
Afgreiðsla: Samþykkt með ábendingu um uppröðun merkja, til eins árs. -
Mál nr. 2018070020
Heiti mál: Sævargarðar 12 heimild til viðbyggingar.
Lýsing: Lagt fram bréf dagsett 6. september frá umsækjendum.
Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að kalla eftir umsögn skipulagshöfundar er varðar umrædda viðbyggingu.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi var slitið kl. 10.23.
Ragnhildur Jónsdóttir (sign)
Hannes Tryggvi Hafstein (sign.)
Sigríður Sigmarsdóttir (sign)
Karen María Jónsdóttir (sign.)
Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign.)