Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

25. júní 2018

Fundargerð 78. fundar skipulags- og umferðarnefndar mánudaginn 25. júní 2018, kl. 8:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Hannes Tryggvi Hafstein, Þorleifur Örn Gunnarsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

Fundargerð ritaði: Hervör Pálsdóttir.

Lagt fram erindisbréf skipulags- og umferðarnefndar.

Ingimar Sigurðsson er kjörinn varaformaður nefndarinnar samhljóða.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2018060010
    Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn.
    Lýsing: Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs frá því í maí um að stækka hafnarsvæðið í Sundahöfn með landfyllingum við Klettagarða og Skarfabakka-Kleppsbakka.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við verklýsinguna.
  2. Mál nr. 2018020002
    Heiti máls: Kirkjubraut 1, fjölgun eigna úr 4 í 6, bílastæði.
    Lýsing: Sótt er um deiliskipulagsbreytingu vegna fjölgunar íbúða og bílastæða.
    Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir nýjum lagfærðum deiliskipulagsuppdrætti.
  3. Mál nr. 2018060132
    Heiti máls: Lagning ferðavagna – fyrirspurn.
    Lýsing: Óskað er eftir stað til að leggja ferðavögnum yfir sumartímann.
    Afgreiðsla: Ljóst er að ekkert slíkt svæði er á aðalskipulagi bæjarfélagsins. Frestað til næsta fundar.

    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:
  4. Mál nr. 2018060031
    Heiti máls: Bygggarðasvæði, lögð fram drög að hönnun á húsi fyrir borholu 5 á svæðinu.
    Lýsing: Veitustjóri leggur til að hönnun á húsi yfir borholu 5 á Bygggarðssvæðinu verði eins og húsið yfir holu nr. 12. Stefnt sé að því að öll húsin fimm verði eins í framtíðinni og með sömu hönnun og hola nr. 12.
    Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Nefndin tekur vel í þessa hugmynd og felur veitustjóra að vinna áfram með málið. Einnig verði eigendum svæðisins kynnt fyrirhuguð bygging.
  5. Mál nr. 2018050393
    Heiti máls: Kirkjubraut 1 – umsókn um byggingarleyfi, bílskúr minnkaður.
    Lýsing: Sótt er um leyfi til að rífa niður gafl og minnka bílskúr.
    Afgreiðsla: Nefndin vísar til afgreiðslu máls nr. 2018020002. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina.
  6. Mál nr. 2018050154
    Heiti máls: Bakkavör 5, klæðning.
    Lýsing: Sótt er um leyfi til að einangra og klæða húsið að utan með sléttri álplötuklæðningu.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í umsögn skipulagshöfundar og leggur til að grenndarkynna umsögnina fyrir eigendum húsanna að Bakkavör 3, 5, 7, 9 og 11.
  7. Mál nr. 2018050353
    Heiti máls: Fornaströnd 17, útigeymsla og breytingar á lóð.
    Lýsing: Sótt er um að fá leyfi fyrir útigeymslu og breytingum á lóð.
    Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina að undanskylinni fjölgun bílastæða á lóð. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni.
  8. Mál nr. 2018060181
    Heiti máls: Fornaströnd 5, viðbygging.
    Lýsing: Sótt er um endurnýjun á þaki í samræmi við framlagðar teikningar.
    Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir frekari gögnum varðandi erindið. Frestað til næsta fundar.
  9. Mál nr. 2018060186
    Heiti máls: Þjónustumiðstöð – umsókn um stöðuleyfi fyrir þjónustugám á Vallarbrautarvelli.
    Lýsing: Sótt er um stöðuleyfi í tvo mánuði fyrir aðstöðu fyrir vinnuskóla.
    Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina til 31. ágúst 2018 en gámurinn verði staðsettur á malbiki við suðurenda sparkvallar.
  10. Mál nr. 2018060187
    Heiti máls: Þjónustumiðstöð – umsókn um stöðuleyfi fyrir gám á athafnasvæði Þjónustumiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar.
    Lýsing: Um er að ræða stöðuleyfi fyrir einn 40 feta gám á athafnasvæði Þjónustumiðstöðvar fyrir ofan Bygggarðagötu. Hætt hefur verið við að staðsetja gám á milli Bygggarða 8 og 10 sem sótt var um fyrr á árinu þar sem ný staðsetning er talin henta starfseminni betur.
    Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina til 21. mars 2019. Staðsetning gáms verði í samráði við byggingarfulltrúa.
  11. Mál nr. 2018060196
    Heiti máls: Vesturströnd 10.
    Lýsing: Sótt er um leyfi í 1. áfanga að setja tvo kvisti á lægri hluta íbúðarhússins og stækka núverandi kvist á norðurhlið.
    Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir umsögn skipulagshöfundar um umsóknina.

    Umferðarmál
  12. Mál nr. 2018060030
    Heiti máls: Lindarbraut – lækkun umferðarhraða eða hraðahindrun.
    Lýsing: Bent er á að umferðarhraðinn á Lindarbraut er of mikill.
    Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir nýjum hraðamælingum á Lindarbraut sem og upplýsingum um slysatíðni. Málinu frestað til næsta fundar.

    Önnur mál
  13. Fyrirspurn Ragnhildar Ingólfsdóttur, fyrir hönd Viðreisnar og Neslista, um staðsetningu leikskóla.
    Hefur farið fram greining á staðarvali leikskóla? Áður en hugmyndasamskeppni um leikskóla fer fram þarf að liggja fyrir forsögn sem skipulags- og umferðarnefnd þurfi að sjá um að verði gerð.

Fundi slitið kl. 9.59.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?