Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

06. júní 2018

Fundargerð 77. fundar skipulags- og umferðanefndar miðvikudaginn 6. júní 2018, kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Axel Þórir Friðriksson, Anna Margrét Hauksdóttir, Stefán Bergmann, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

Fundargerð ritaði: Hervör Pálsdóttir.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2017030052
    Heiti máls: Melabraut 12, deiliskipulag Bakkahverfis.
    Lýsing: Svör við athugasemdum lögð fram.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að klára svör við athugasemdum og senda til staðfestingar bæjarstjórnar.
  2. Mál nr. 2018050393 og 2018020002
    Heiti máls: Kirkjubraut 1, bílskúr minnkaður, umsókn um að fjölga íbúðum.
    Lýsing: Bílastæði og fjölgun íbúða til umræðu.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í lausn varðandi bílastæði. Umsækjanda bent á að sækja um deiliskipulagsbreytingu vegna fjölgunar íbúða úr 5 í 6.
  3. Mál nr. 2018040089
    Heiti máls: Bollagarðar 73-75, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu.
    Lýsing: Nýr uppdráttur lagður fram.
    Afgreiðsla: Uppdráttur samþykktur að áorðnum breytingum samkvæmt umræðu nefndarinnar. Samþykkt að senda í deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:
  4. Mál nr. 2018050258
    Heiti máls: Suðurströnd 10.
    Lýsing: Sótt er um leyfi til að fjarlægja fasteignina Suðurströnd 10.
    Afgreiðsla: Frestað milli funda. Sent til lögmanns til umsagnar.
  5. Mál nr. 2018050353
    Heiti máls: Fornaströnd 17, útigeymsla og breytingar á lóð.
    Lýsing: Sótt um að fá samþykkt útigeymslu á lóð og breytingar á lóð.
    Afgreiðsla: Umsækjanda bent á að senda inn ítarlegri upplýsingar og gögn.
  6. Mál nr. 2018040314
    Heiti máls: Lindarbraut 9-11.
    Lýsing: Nýjar upplýsingar um málið til umræðu.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúi kynnir málið.

Nefndarmönnum er þakkað gott samstarf á tímabilinu.

Fundi slitið kl. 9.06.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?