72. fundur Skipulags- og umferðanefndar, mánudaginn 19. mars 2018, kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Bjarni Torfi Álfþórsson, Ásgeir Bjarnason, Anna Margrét Hauksdóttir, Stefán Bergmann og Ragnhildur Ingólfsdóttir.
Fulltrúi ungmennaráðs: Boðuð forföll.
Fundargerð ritaði: Hervör Pálsdóttir.
Fundur settur kl. 8.00.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010:
- Mál nr. 2016110017
Heiti máls: Lokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040.
Lýsing: Tillaga lögð fram.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við lokaafgreiðsluna og vísar málinu til Bæjarstjórnar. - Mál nr. 2018020220
Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfsemi.
Lýsing: Tillaga lögð fram.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir. - Mál nr. 2018020221
Heiti máls: Aðalskipulag Rvk, breytt afmörkun landnotkunar.
Lýsing: Tillaga lögð fram.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir. - Mál nr. 2017030003
Heiti máls: Rafrænt íbúalýðræði.
Lýsing: Fyrirspurnir frá matshópi vegna verkefnisins NESIÐ OKKAR.
Afgreiðsla: Minnisblað nefndarinnar lagt fram og sent matshópi B.
Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010: - Mál nr. 2017050395
Heiti máls: Bollagarðar 73-75, fyrirspurn um geymsluskúr.
Lýsing: Fyrirspurn lögð fram.
Afgreiðsla: Fyrirspyrjanda er bent á að óska eftir deiliskipulagsbreytingu enda fer geymsluskúr út fyrir byggingarreit. - Mál nr. 2018030090
Heiti máls: Skólabraut 4, fyrirspurn um sólskála.
Lýsing: Fyrirspurn lögð fram.
Afgreiðsla: Fyrirspyrjanda er bent á að óska eftir deiliskipulagsbreytingu. - Mál nr. 2017080591
Heiti máls: Varnarveggur við Sækambi eystir og vestri – sjóvarnir.
Lýsing: Fyrirspurn lögð fram.
Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir umsögn Siglingastofnunar og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar.
Umferðarmál - Drög að umferðaröryggisáætlun 2018-2022 Seltjarnarnes lögð fram til kynningar.
Heiti máls: Umferðaröryggisáætlun 2018-2022 Seltjarnarnes.
Lýsing: Drög lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar.
Næsti fundur nefndarinnar er ákveðinn 10. apríl nk.
Fundi slitið kl. 9.15.