69. fundur Skipulags- og umferðanefndar, fimmtudagur 18. janúar 2018, kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Bjarni Torfi Álfþórsson, Ásgeir Bjarnason, Anna Margrét Hauksdóttir, Stefán Bergmann, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Hervör Pálsdóttir.
Mættur varamaður: Axel Þórir Friðriksson.
Fulltrúi ungmennaráðs: Boðuð forföll.
Fundur settur kl. 8.00.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010
- Mál nr. 2016020106
Heiti máls: Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi Valhúsahæðar.
Lýsing: Tillaga til skoðunar, verkefnalýsing.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd ítrekar fyrri afstöðu sína að erfitt geti reynst svo vel fari að koma fyrirhugaðri byggingu vel fyrir á nýrri lóð við Kirkjubraut sem tengd er mikilvægu útivistar- og útsýnissvæði. Nefndin telur því mikilvægt að fram fari nákvæm úttekt og mælingar á náttúrulegri gerð svæðisins svo að meta megi byggingarmöguleika, aðstæður og landslagsmótun á svæðinu.
Frestað og sent til skipulagshönnuðar til lagfæringar.
Byggingamál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010 - Mál nr. 2018010136, Eiðismýri 20
Heiti máls: Fyrirspurn um breytingu á bílskúr í íbúðarými.
Lýsing: Hugmynd breytingu á bílkúr í kjallara verði breytt í íbúðarými og útlit suðurhlíðar breytt.
Afgreiðsla: Frestað milli funda. Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsóknaraðila. - Mál nr. 2018010135, Bollagarðar 97
Heiti máls: Fyrirspurn um stækkun sólskála
Lýsing: Hugmynd að breytingu á tveimur sólskálum sem eru sunnan og vestan við húsið.
Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið. - Mál nr. 2017110135, Hamarsgata 6 – 8
Heiti máls: Fyrirspurn um sameiningu lóða og breyttan byggingarreit.
Lýsing: Sjá teikningu. Bæjarráð samþykkti á 58. fundi sínum framlögð áform og að þau verði unnin í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr.123/2010.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við sameiningu lóða Hamarsgötu 6-8. - Mál nr. 2017110201, Kirkjubraut 1
Heiti máls: Fyrirspurn um fastanúmer, fjölgun íbúða, skiptingu bílskúrs.
Lýsing: Sjá fyrirspurn og lýsingu.Lagt fram á síðasta fundi – málinu frestað.
Afgreiðsla: Frestað. Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsóknaraðila. - Mál nr. 2017100016, Lindarbraut 27
Heiti máls: Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi.
Lýsing: Sjá fyrirspurn og lýsingu.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir framkomna umsögn Hornsteina arkitekta frá 15. janúar sl. og tekur neikvætt í fyrirspurnina. - Mál nr. 2016020106, Skólabraut 1
Heiti máls: Ósk um niðurrif á Skólabraut 1.
Lýsing: Sjá fundargerð bæjarráðs dags. 5. mál.
Afgreiðsla: Ríkar ástæður liggja að baki ósk um niðurrif hússins. Fyrir liggur úttekt á húsinu frá VSÓ frá ágúst 2017. Nefndin samþykkir erindið. - Mál nr. 2018010145 Selbraut 1
Heiti máls: Umsókn um innanhúsbreytingar.
Lýsing: Nefndin samþykkir umsóknina. - Mál nr. 201720207 Unnarbraut 32
Heiti máls: Gluggar í kjallara.
Lýsing: Nefndin samþykkir umsóknina enda liggi samþykki meðeigenda fyrir. - Mál nr. 2017120083 Skerjabraut 1
Heiti máls: Fyrirspurn vegna sorpgerðis.
Lýsing: Byggingarfulltrúa falið að boða fyrirspyrjanda til fundar. - Úrskurður UUA nr. 36/2016
Heiti máls: Miðbraut 28.
Lýsing: Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 9.30.