Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Búason, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Stefán Bergmann, auk þess sat fundinn Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs og Valdís Bjarnadóttir arkitekt.
Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson
Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Deiliskipulag vesturhverfis. Á fundinn mætir Valdís Bjarnadóttir arkitekt.
3. Umsókn frá Sigurjóni Gunnarssyni um stækkun hússins að Lambastaðabraut 9
4. Umsókn frá Landssíma Íslands hf um farsímaloftnet á Eiðistorgi 15.
5. Fjárhagsáætlun skipulags- og mannvirkjanefndar fyrir árið 2005.
6. Önnur mál.
7. Fundarslit.
1. Fundur settur af formanni kl. 08:04
2. Valdís Bjarnadóttir arkitekt gerði grein fyrir stöðu mála varðandi deiliskipulag fyrir vesturhverfi, sem er svæðið milli Melabrautar, Valhúsabrautar, Hæðarbrautar og Lindarbrautar. Tillögur ræddar og Valdísi falið að halda áfram á grundvelli framlagðra hugmynda og umræðna. Valdís víkur af fundi.
3. Lögð fram umsókn frá Sigurjóni Gunnarssyni Lambastaðabraut 9 um endurnýjun byggingaleyfis vegna stækkunar hússins að Lambastaðabraut 9. Samþykkt samhljóða.
4. Lögð fram umsókn frá Landssíma Íslands um farsímaloftnet á Eiðistorgi 15. Samþykkt að óska eftir frekari gögnum frá húsfélaginu Eiðistorgi 13 - 15, sbr. lög um fjöleignarhús.
5. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun skipulags- og mannvirkjanefndar fyrir árið 2005.
6. Önnur mál.
a. SB spyr hvort yfirlit um önnur nýbyggingarsvæði en þau sem fjallað er um í breytingartillögu við aðalskipulag sem og fundargerðir skipulagsnefndar, hafi verið sendar til Skipulagsstofnunar. Skv. EN var þetta ekki sent, enda þess ekki krafist skv. leiðbeiningum Skipulagsstofnunar.
7. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 10:00
Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign) Stefán Bergmann (sign)
Þórður Búason (sign)