64. fundur Skipulags- og umferðanefndar, miðvikudaginn 23. ágúst, 2017, kl. 08:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann, Sigurður Valur Ásbjarnarson, byggingarfulltrúi.
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Bjarni Torfi Álfþórsson
- Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010Mál.nr. 20170602585
Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 Kópavogsgöng.
Lýsing: Óskað eftir umsókn um skipulagsbreytingu.
Afgreiðsla: Nefndin hefur áhyggjur af því hvernig verið er að þrengja að samgönguæðum á höfuðborgarsvæðinu.
- Mál.nr. 2016110017
Heiti máls: Borgarlína – breyting á svæðisskipulagi og aðalskipulagi sveitarfélaga á höfðuborgarsvæði – vinnslutillaga.
Lýsing: Athugasemdir Minjastofnunar
Afgreiðsla: Kynnt
- Mál.nr. 2014110033
Heiti máls: Valhúsahæð og grannsvæði.
Lýsing: Kæra íbúa á deiliskipulagi
Afgreiðsla: Lögfræðingi bæjarins falið málið til afgreiðslu
Önnur mál:
Ragnhildur Ingólfsdóttir spyr um áform um breytingar á deiliskipulagi á Bygggarðasvæðinu, sbr frétt í júlí hefti Nesfrétta. Upplýst var að ekki hefur verið sótt formlega um neinar breytingar á gildandi skipulagi svæðisins.
Fundargerð lesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:56
Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign.