60. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 11. apríl, 2017, kl. 08:00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.
Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann, Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarfulltrúi.
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Kristinn H. Guðbjartsson
Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010
- Mál.nr. 2013060016
Heiti máls: Vestursvæði deiliskipulagsbreyting.
Lýsing: Uppfærð svör við athugasemdum lögð fram.
Afgreiðsla: Samþykkt að senda til bæjarstjórnar til staðfestingar i samræmi við skipulagslög 123/2010.
- Mál.nr. 2014110033
Heiti máls: Valhúsahæð og grannsvæði tillaga um deiliskipulag.
Lýsing: Uppfærð greinargerð lögð fram eftir athugasemdir frá Skipulagsstofnun.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til eftirfarandi breytingu í kafla 3.4:
Á lóðum parhúsanna Kirkjubraut 4-18 er veitt heimild skv. deiliskipulagi þessu til að reisa sólstofur út frá stofurýmum, mest 4,0 m frá aðalbyggingu og mest 18 m2 að grunnfleti.
Samþykkt að senda til bæjarstjórnar til staðfestingar i samræmi við skipulagslög 123/2010.
- Mál.nr. 2017030104
Heiti máls: Breyting á aðalskipulagi Rvíkur.
Lýsing: Óskað er umsagnar vegna nýs hjólreiðastígs í Elliðarárdal.
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.
- Mál.nr. 2017030052
Heiti máls: Melabraut 12 deiliskipulagsbreyting.
Lýsing: Leitað er viðbragða við framlagða tillögu að 4 íbúða húsi með nýtingarhlutfallið 0,65.
Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir frekari gögnum og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda..
- Mál.nr. 2017040007
Heiti máls: Miðbraut 23, bygging bílskúrs
Lýsing: Fyrirspurn um að fá að reisa bílskúr á lóð.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið enda verði gerð deiliskipulagsbreyting.
- Mál.nr. 2017030047
Heiti máls:. Málefni fatlaðs fólks, Lóð fyrir sambýli við Kirkjubraut
Lýsing: Staðsetning fyrir búsetukjarna fyrir sambýli.
Afgreiðsla: Frestað milli funda.
Fundargerð lesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09.29.
Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign,